Fréttablaðið - 23.11.2006, Page 22
nær og fjær
„ORÐRÉTT“ Karlarnir veiða rjúpuna grimmt
Jólaþorpið í Hafnarfirði verður
starfrækt á Thorsplani fjórða árið
í röð nú fyrir jólin.
Tuttugu lítil jólahús eru risin og
á morgun er von á um átta hundr-
uð leikskólabörnum sem ætla að
skreyta jólatrén sem umlykja
þorpið með jólaskrauti sem þau
hafa verið að búa til undanfarnar
vikur.
Í litlu jólahúsunum verður
ýmislegt í boði, handverk og hönn-
un, heimabakaðar kökur, heilsuna-
mmi, belgískt konfekt, sultur og
annað góðgæti, aðventukransar,
handmáluð kerti og jólakúlur,
dúkkuföt, boðið upp á ísaum í
handklæði og húfur, listaverk
unnin úr jólatrjábolum, myndlist,
leirlist og margt fleira. Jólaþorpið
verður einungis opið um helgar og
í boði er fjölbreytt skemmtun alla
dagana kl. 14.
Meðal þeirra sem boðað hafa
komu sína eru ýmsir hafnfirskir
kórar og Gunni og Felix, sem sjá
um alvöru jólaböll á sunnudögum.
Þá verða Grýla, Leppalúði og jóla-
sveinarnir að sjálfsögðu á þeytingi
um planið.
Opnunardagur jólaþorpsins er
nú á laugardaginn. Herlegheitin
byrja klukkan 12 og er opið til kl.
18.
Átta hundruð börn skreyta
Margir eiga sér draum um
skútusiglingu á suðrænum
slóðum og það er ljóst að
slíkar draumfarir gerast
ágengari um þessar mundir.
Kári Jón Halldórsson og
Áslaug Ösp Aðalsteinsdóttir
létu drauminn rætast. Þau
hafa siglt um Karíbahafið
og undan strönd Ameríku á
skútunni Lady Ann ásamt
tíkinni Kötu. Nýverið voru
þau í fréttunum eftir að þrír
vopnaðir sjóræningjar stálu
af þeim öllu steini léttara.
„Það er ósköp lítið að ske og við
erum eiginlega farin að missa
trúna á að eitthvað gerist,“ segir
Kári þar sem hann er staddur á
eyjunni Margarita við Venesúela.
Þar fyrir utan réðust ræningjarn-
ir á þau 10. nóvember. „Við erum
búin að gefa þrjár skýrslur á
þremur stöðum og vorum að gefa
sömu skýrsluna einu sinni enn á
fyrsta staðnum aftur. Þetta vesen
er að verða jafn dýrt og það sem
var rænt af okkur, enda dýrt að
fara á leigubílum eyjuna á enda og
það kostar sitt að hafa túlk. Kerfið
er ótrúlega svifaseint hérna. Það
var til dæmis bara tölva á einum
staðnum sem við gáfum skýrslu. Á
hinum var allt handskrifað. En
fólkið er allt mjög almennilegt.“
Lady Ann var dregin í land og
Kári segir að skútan sé í ágætu
ástandi að utan þótt allt sé í ólestri
að innan. „Annað bátafólk hefur
verið mjög hjálpsamt. Það er til
dæmis búið að lána okkur gamla
tölvu og fleira dót. Það er í raun
búið að gefa okkur þetta þótt það
sé kallað lán. Það er mikil og góð
samstaða innan bátasamfélags-
ins.“
Engan sakaði í ráninu og meira
að segja bátstíkin Kata skrapp
með skrekkinn. „Hún var nú bara
í búrinu sínu og hafði vit á því að
þegja. Ef hún hefði farið í að gelta
hefðu ræningjarnir eflaust hent
henni fyrir borð. Hún er nú bara
þrjú kíló svo það hefði ekki verið
mikið gagn í henni gegn ræn-
ingjunum hvort eð er. En þetta er
þægileg stærð á hundi fyrir svona
ferðalag.“
Kári og Áslaug hafa ekki alveg
ákveðið með framhaldið. „Það er
vissulega skrekkur í manni, en
okkur líður vel og við sjáum enga
ástæðu til að hætta við ferðina.
Við höfum reyndar ekki ennþá
sett niður akkeri þar sem við erum
ein svo maður veit ekki hvernig
kjarkurinn verður þá. En ég held
að það verði ekki vandamál. Við
erum að spá í að halda til eyjarinn-
ar Saint Martin þar sem allt er
tollfrjálst og endurnýja þar það
sem var rænt.“
Kári segir ferðina hafa verið
gamlan draum. „Ég hef alltaf haft
áhuga á svona og dró konuna í
þetta. Við vorum búin að undirbúa
okkur í mörg ár, safna peningum
og æfa okkur, sigldum meðal ann-
ars í kringum Ísland. Svo skelltum
við okkur í þetta þegar krakkarnir
voru farnir að heiman. Við byrjuð-
um ekki fyrir minna en tvö ár sem
nú fara að verða komin. Ég held
samt að við höldum áfram eins
lengi og heilsa og fjármagn leyfir.
Kannski stoppar maður í ár ein-
hvers staðar og fer að vinna. Helst
á stað þar sem maður getur lært
spænsku í leiðinni. Þetta er ótrú-
lega stresslaust líf. Ef maður gerir
ekki eitthvað í dag þá gerir maður
það bara á morgun. Ef okkur líkar
einhver staður stoppum við þar
kannski í tvo mánuði, en erum
farin daginn eftir annars. Við
stefnum að því að þaulkanna þenn-
an heimshluta áður en við förum í
gegnum Panamaskurðinn út á
Kyrrahafið.“
Og áhöfnin á Lady Ann saknar
hvorki veðursins né hraðans á
Íslandi. „Ég held að það verði
skrítið að koma aftur í stressið,
svo ekki sé nú talað um veðrið,“
segir Kári. „Maður er fljótur að
venjast hitanum hérna. Þegar við
komum út klukkan sjö í morgun
fannst okkur frekar svalt svo við
gáðum á hitamælinn. Það var 27
stiga hiti.“
Enn að ná sér eftir sjóránið
Lítt nýtt nöfn
auðga málið
Ekkert djók Aparnir vitrari