Fréttablaðið - 23.11.2006, Qupperneq 33
Ástralski fjárfestingabankinn
Macquarie og bandaríska fjárfest-
ingafélagið Texas Pacific hafa
gert yfirtökutilboð í ástralska
flugfélagið Qantas, eitt stærsta
flugfélag landsins. Ekki liggur
fyrir hversu hátt tilboðið er en
talið er að það hljóði upp á allt að
10,3 milljarða ástralskra dala eða
563,7 milljarða íslenskra króna.
Tilboðið hefur fengið mikla
umfjöllun í Ástralíu en lög þar í
landi kveða á um að erlendir fjár-
festar megi ekki eignast meira en
49 prósent í félagi á borð við
Qantas. Sameiginlegt tilboð fjár-
festa jafnt í Ástralíu og utan land-
steinanna þykja því setja nokkra
pressu á stjórnvöld heimafyrir.
Þá hafa verkalýðsfélög í
Ástralíu sömuleiðis áhyggjur af
málinu og hefur Doug Cameron,
formaður eins stærsta verkalýðs-
félags Ástralíu, biðlað til John
Howards, forsætisráðherra Ástral-
íu, að hann beiti sér í málinu. Ótt-
ast er að fjölda manns verði sagt
upp og að eignir flugfélagsins
verði seldar. Fari svo muni Ástralir
sniðganga flugfélagið, að sögn
Camerons.
Ástralski fjárfestingabankinn
Macquarie hefur verið orðaður
við nokkrar yfirtökur en gerði
meðal annars árangurslaust yfir-
tökutilboð í Kauphöll Lundúna í
Bretlandi fyrr á þessu ári.
Ástralir óttast yfir-
töku á flugfélagi
Franski símtækjaframleiðandinn
Alcatel hefur höfðað mál gegn
bandaríska hugbúnaðarrisanum
Microsoft fyrir brot á rétthafalög-
um.
Ekki liggur fyrir hvaða brot
Alcatel telur að Microsoft hafi
framið að öðru leyti en því að þau
tengjast stafrænum myndaskrám
og netsamskiptakerfum.
Microsoft segir málið tengjast
samrunaferli Alcatel við banda-
ríska símtækjaframleiðandann
Lucent Technologies sem stefnt er
að gangi í gegn fyrir árslok. Þegar
það verður að veruleika verður til
annar stærsti símtækjaframleið-
andi í heimi.
Símtækjafyrirtæki
stefnir Microsoft
Gengi bréfa í banda-
ríska netfyrirtækinu
Google er komið yfir
500 dali eða rúmar
35.000 krónur á hlut
en gengið hefur
aldrei verið hærra.
Gengi bréfanna
fór hæst í 510 dali á
hlut í viðskiptum á
Nasdaq-markaðnum
vestanhafs í fyrra-
dag en lokaði í 509,65 dölum.
Að sögn breska ríkisútvarpsins
er ástæðan fyrir hækkuninni
góðar væntingar
fjárfesta um aukinn
vöxt hjá Google og
meiri tekjur af aug-
lýsingum í kassann.
Þá hefur fyrir-
tækið, sem keypti
netveituna YouTube
fyrir nokkru, sömu-
leiðis hagnast á sam-
drætti hjá samkeppnis-
aðilanum Yahoo, sem
hefur horft upp á 38 prósenta sam-
drátt í auglýsingatekjum.
Metgengi á Google
Breska kapalsjónvarpsstöðin NTL
gerði yfirtökutilboð í sjónvarps-
stöðina ITV, eitt stærsta einka-
rekna sjónvarpsfélag í Bretlandi
um síðustu helgi. Tilboðið hljóðaði
upp á 4,7 milljarða punda eða 646,5
milljarða krónur.
Stjórn ITV hafnaði hins vegar
tilboðinu á mánudagskvöld enda
taldi hún það alltof lágt og raunar
svo fjarstæðukennt að ekki þótti
taka því að boða stjórn NTL til við-
ræðna um tilboðið.
Einn af stærstu eigendum NTL
er breska félagið Virgin Group,
sem er í eigu breska auðkýfings-
ins Richard Bransons. Þykir til-
boðið bera merki um reiði Bran-
sons vegna kaupa bresku
gervihnattastöðvarinnar British
Sky Broacasting (BSkyB), sem
meðal annars rekur samnefnda
sjónvarpsfréttastofu og fjölda
sjónvarpsstöðva í Bretlandi, á 17,9
prósenta hlut í ITV á föstudag í
síðustu viku. Eftir kaupin ræður
BSkyB 19,9 prósentum hlutafjár í
ITV. Fari hluturinn yfir 20 prósent
verður félagið yfirtökuskylt.
Eigandi BSkyB er fjölmiðla-
kóngurinn Rupert Murdoch, sem
einnig á stóran hlut í NTL ásamt
Branson.
Breska dagblaðið Times hefur
eftir heimildamanni sínum að stór
eignahlutur BSkyB í ITV hafi ekk-
ert haft að segja um ákvörðun
stjórnarinnar að taka ekki tilboði
NTL í félagið.
ITV felldi tilboð NTL