Fréttablaðið - 23.11.2006, Síða 34

Fréttablaðið - 23.11.2006, Síða 34
greinar@frettabladid.is Frjálslyndir fagna jafnan hvers kyns viðskiptum milli manna, séu þau lögleg og siðleg. Jón Sigurðsson forseti ruddi brautina með miklum brag, þegar hann beitti sér í ræðu og riti fyrir frjálsari viðskiptum milli Íslands og annarra landa. Hann fékk því ráðið, að erlendri viðskiptaánauð og einokun var létt af Íslending- um 1855. Innanlandsverzlunin var þó áfram reyrð í ýmsa fátæktar- fjötra, sem stöfuðu meðal annars af gjaldmiðilsskorti, óhagkvæm- um vöruskiptum og þrásamlegri fákeppni, sem enn eimir eftir af. Alræmt var vistarbandið, sem lagði strangar hömlur á fólks- flutninga milli staða til hægða- rauka fyrir bændur, sem voru þá að kalla má einu vinnuveitendur landsins. Vistarbandið var ekki leyst fyrr en nokkru fyrir aldamótin 1900, og þá fyrst voru fólksflutningar innan lands leystir úr læðingi. Fákeppni á heima- markaði lýsir sér enn sem endranær í hærra verði á ýmsum vörum og þjónustu en nálægar þjóðir eiga kost á, og verðmunur- inn virðist meiri en smæð Íslands getur skýrt ein sér, þótt smæðin – fólksfæðin! – eigi einnig hlut að máli. Fákeppnin tekur á sig ýmsar myndir. Hún hefur til dæmis birzt í launamyndun í blóra við markaðsöfl, þar eð samtök vinnuveitenda og verkalýðsfélög semja um kaup og kjör á lands- vísu, og hefur ýmsum veitt betur í þeirri viðureign í tímans rás. Til dæmis eru ríki og sveitarfélög að heita má einu vinnuveitendur kennara í grunnskólum og framhaldsskólum, og þau neyta afls til að halda launum kennara í skefjum. Eina færa leiðin til að bæta kjör kennara og efla menntun landsmanna svo sem nauðsyn ber til er að svipta ríkið og byggðirnar einokunaraðstöðu sinni með því að auka fjölbreytni í skólakerfinu og innleiða skilvirka samkeppni í skólastarfi. Því fer þó alls fjarri, að íslenzkur vinnumarkaður sé allur á þessa bókina lærður. Þegar hver taug þjóðarlíkamans er þanin til þrautar eins og nú hefur háttað um nokkurt skeið, hækka vinnulaun, og verðlag hækkar þá einnig og þannig koll af kolli. Þannig skrúfaði verðbólgan sig í gegnum hagkerfið á fyrri tíð með víxlhækkun kaupgjalds og verðlags. Svo er þó ekki lengur í sama mæli og áður, því að aukinni eftirspurn eftir vinnuafli síðustu ár hefur ekki verið mætt með uppsprengdu kaupi með gamla laginu, heldur með innflutningi erlends vinnuafls í krafti aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Innstreymi vinnuafls að utan hefur aukið vinnuframboð á heimamarkaði og með því móti haldið aftur af hækkun launa og þá um leið verðbólgu. Innstreymið hefur einnig ýtt myndarlega undir uppsveifluna í efnahagslífinu með því að gera vinnuveitendum kleift að manna ýmsar stöður, sem erfitt er í góðæri að fylla með innlendu vinnuafli, til dæmis á spítölum og í fiskvinnslu. Við þetta hefur vinnuafl losnað og leitað nýrra verkefna. Allt er þetta í góðu samræmi við hugsjónina um fríverzlun á vinnumarkaði. Svipuð þróun á sér nú stað víðast hvar í nálægum löndum. Viðskiptafrelsi getur aukið allra hag, sé vel á málum haldið. Jón forseti hlýtur að brosa í gröfinni. Er þá allt eins og það á að vera? Hlutdeild erlendra ríkis- borgara í mannfjöldanum hér hélzt stöðug á bilinu eitt til tvö prósent 1950-1990 og er nú komin upp undir fimm prósent (2005). Þessi hlutföll hafa einnig hækkað ört að undanförnu í flestum nálægum löndum og eru mun hærri þar en hér. Ekki er þó mikið um það vitað, hvort innflutningur vinnuafls þangað er varanlegur eða tímabundinn að miklu leyti eins og hann væntanlega er hér vegna Kárahnjúka og ýmissa annarra framkvæmda. Hitt er vitað, að erlendis hafa yfirvöld gert ýmsar ráðstafanir til að taka á móti öllu þessu fólki og auð- velda því vistina í nýjum heim- kynnum. Hér heima hefur lítið verið gert að því enn sem komið er. Reykvíkingar hafa eins og aðrir landsmenn stækkað bílaflota sinn til muna án þess að bæta gatnakerfi borgarinnar að neinu marki, svo að öngþveitið í umferðinni í Reykjavík líkist kraðakinu í miklu þéttbýlli borgum í öðrum löndum. Með líku lagi hafa yfirvöld hleypt útlend- ingum inn í landið í stríðum straumum án þess að búa í haginn fyrir þá. Það er því skiljanlegt, að Frjálslyndi flokkurinn – og ríkisstjórnin! – telji rétt að hægja ferðina í bili til að undirbúa nauðsynlegar ráðstafanir til að taka vel á móti fólkinu. Nýbúar þurfa að læra íslenzku og semja sig að okkar siðum og sögu, og þeir geta líka kennt okkur ýmislegt. Meira næst. Innflutningur vinnuafls ÁSuðurnesjum hefur íbúafjölda vaxið fiskur um hrygg. Í Reykjanesbæ ein- göngu hafa tæp 2.000 ný íbúðarhúsnæði verið byggð á umliðnu ári eða eru í bygg- ingu. Nærþjónusta sveitarfélaga við íbúa sína hefur stóraukist á öllu svæðinu og ekkert lát virðist vera á vinsældum svæð- isins. Þrátt fyrir þá miklu raun sem brott- hvarf varnarliðsins setti á herðar sveitar- félaga á Suðurnesjum hafa þau öll brugðist rétt við. Af frumkvæði og skynsamlegri framtíðar- sýn hafa kjörnir fulltrúar á svæðinu staðið sig með mikilli prýði. Skólamál, æskulýðsstörf, þjónusta við eldri borgara og barnafjölskyldur er betri en annars staðar þekkist á landinu. Nýverið svaraði heilbrigðisráðherra fyrirspurn frá alþingismanninum Jóni Gunnarssyni um hvort unnt verði að starfrækja sólarhringsbráðavakt á skurðstofum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á næsta ári. Í svari ráðherra kemur m.a. fram að hún telji eðlilegt að sjá hvernig starfsemin fer af stað í nýju umhverfi áður en vöktum verður fjölgað. Einnig svarar ráðherra því til að hafa verði sér- staklega í huga að tíðni útkalla sé frekar lág og að akstursleið sé stutt til mjög öflugrar skurðstofu á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi og að aksturs- leiðin þangað hafi verið stórlega bætt með tvöföldun Reykjanesbrautar. Svar ráðherra er óvið- unandi. Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er að finna þriðju stærstu fæðingardeild landsins. Þá er um þessar mundir mikil sókn hjá barnafjölskyldum inn á svæðið. Eitt verður ráðuneytið og ráðherra að skilja sem er að markaðssetning á stofn- unni sem slíkri er ógerleg á meðan þjón- ustan er óstöðug vegna takmarkaðs opn- unartíma á skurðdeildinni. Án efa gæti stofnunin létt verulega af Landspítala - háskólasjúkrahúsi ef þjónustan væri eðli- leg. Í svari sínu hallar ráðherra sér að breytingum á Reykjanesbrautinni. Ég spyr á að loka sólarhringsvöktun á skurðdeildinni á Akranesi vegna hinna Hvalfjarðarganga? Auðvitað ekki. Ég sem þingmaður á Alþingi Íslendinga skora á heilbrigðisráðherra að endurskoða málið í heild sinni og taka tillit til þeirra þúsunda sem krefjast breytinga. Þó svo að skurðdeildin sé opin 2-3 nætur á viku vegna gangsetninga og vöktunar á barnshaf- andi konum – þá verður aldrei viðunandi að slegið sé á lás að kveldi annarra daga vikunnar. Bráðatil- felli og veikindi spyrja ekki um tíma né vikudag. Á tiltölulega stuttum tíma hafa 5 bráðatilvik sem krefjast viðbragða innan 20 mínútna átt sér stað á Suðurnesjum. Breytingar til fullnægjandi þjónustu munu kosta okkur örfáa tugi milljóna króna árlega. Höfundur er alþingismaður. Skurðdeild virk á dagvinnutíma AUGL†SINGASÍMI 550 5000 A llt bendir til þess að ríkisstjórninni sé að takast það ætlunarverk sitt að koma í gegn afleitu lagafrumvarpi um breytt rekstrarform Ríkisútvarpsins. Ef sú verður raunin hafa ríkisstjórnarflokkarnir látið sér ganga úr greipum mikilvægt tækifæri til þess að skapa sæmilega sátt um Ríkisútvarpið. Þvert á móti mun frumvarpið um að breyta Ríkisútvarpinu í opinbert hlutafélag, aðeins auka á úlfúð í garð stofnunarinnar og þar af leiðandi veikja hana til lengri tíma litið, en ekki styrkja eins og er þó yfirlýstur tilgangur frumvarpsins. Þetta er vond staða því meirihluti þjóðarinnar telur Ríkisútvarp- ið gegna þýðingarmiklu hlutverki í samfélagi okkar og á stofnunin því skilið að stjórnmálamennirnir leggi sig sérstaklega fram um að skapa henni umgjörð sem um ríkir sátt, en er ekki beinlínis til höfuðs öðrum fjölmiðlum landsins eins og er tilfellið með frum- varpi menntamálaráðherra. Þverpólitísk sátt hefur skapast á Alþingi um fjölmiðlalögin svo- kölluðu, eins meingallað og það frumvarp þó er, en annað gildir hins vegar um breytt rekstrarform á Ríkisútvarpinu. Engu máli skiptir þótt sótt sé að því frumvarpi með gildum rökum úr báðum áttum; af þeim sem tilheyra vinstri vængnum og hinum sem eru hægra megin við miðju. Í þessu máli virðist ekki annað koma til greina af hálfu ríkisstjórnarinnar en að setja undir sig höfuðið og keyra það í gegn með öllum tiltækum ráðum. Það hefur verið skrítið að fylgjast með framgangi ríkisstjórn- arinnar í málum sem snúa að fjölmiðlum undanfarin ár og í raun erfitt að átta sig á hvað það er sem rekur hana áfram í þeim efnum. Líklegast vegur þar þó þyngst óttinn við að missa tökin á fjölmiðl- unum, eins og gerst hefur. Bönd stjórnmálamanna á fjölmiðlum hafa raknað hratt upp allt frá því að einkaréttur ríkisins á sjónvarps- og útvarpsútsending- um var afnuminn fyrir réttum tuttugu árum og flokksblöðin gáfu hvert á fætur öðru upp öndina. Í þessu ljósi má skoða hvort tveggja frumvarp menntamálráðherra um eignarhald fjölmiðla og um breytt rekstrarform Ríkisútvarps- ins. Í báðum tilvikum eru stjórnmálamenn að herða tök sín á fjöl- miðlum landsins og auka möguleika sína á að hafa áhrif á við hvaða aðstæður þeir starfa. Þetta er í hrópandi mótsögn við aðra þróun í athafnalífi landsins undanfarin ár þar sem afskipti ríkisvaldsins hafa farið minnkandi. Þetta er óþarfur ótti. Fjölmiðlar þurfa ekki aukna handleiðslu stjórnmálamanna frekar en önnur fyrirtæki. Þegar upp er staðið kemur mikilvægasta aðhald okkar sem störfum við fjölmiðla frá þjóðinni sjálfri, sem hreinlega hættir að lesa, horfa eða hlusta ef henni mislíkar það efni sem er í boði. Það er engin ástæða til að vantreysta þeim frjálsa vilja. Ástæðulaus ótti Bönd stjórnmálamanna á fjölmiðlum hafa raknað hratt upp allt frá því að einkaréttur ríkisins á sjón- varps- og útvarpsútsendingum var afnuminn fyrir réttum tuttugu árum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.