Fréttablaðið - 23.11.2006, Page 62

Fréttablaðið - 23.11.2006, Page 62
Fullyrðingin hér að ofan kann að þykja djörf, enda virðist sá mis- skilningur áberandi að aðsókn á íslenskar mynd- ir sé almennt ekki góð. Hún stendur þó undir sér ef ákveðnar lykiltölur (sjá töflu) eru skoðaðar. Þær sýna okkur skýrt að tal um lélega aðsókn á íslenskar myndir og áhugaleysi almennings gagn- vart þeim, á ekki við rök að styðj- ast. Ef til vill er þessi mýta tilkomin vegna þess að innlendir „smellir“ hafa verið fáir uppá síðkastið. Hin mikla aðsókn á Mýrina er því kær- komin fyrir bransann og líklegt er að fleiri myndir fái góða aðsókn á næstunni. Tölurnar í töflunum sýna þó fyrst og fremst að aðsókn sveiflast mjög frá ári til árs. Vegna þessa og einnig vegna þess hve fáar myndir við gerum ár hvert, er mun eðlilegra að skoða aðsókn- ina yfir lengra tímabil. Þegar litið er yfir síðustu tíu ár (1996-2005) kemur í ljós að gerðar hafa verið 43 myndir og eru þær að fá 17.696 manns að meðaltali, eða um 6% þjóðarinnar. Sambæri- legar tölur þekkjast varla annars staðar. Meðaltalsreikningurinn felur vissulega hinar gríðarlegu sveiflur sem eru í aðsókn á einstakar mynd- ir, en er hentugur til samanburðar í mörgum skilningi. Slík aðsókn þykir samt lítil, en það virðist hafa meira að gera með óraunhæfar væntingar en jarðbundin viðhorf. Kannski vegna þess að við höfum kynnst aðsókn sem er upp í allt að 50% þjóðarinnar. Í stærri löndum þar sem menningarleg einsleitni er ekki eins ríkjandi, eru slíkar tölur afar sjaldséðar. Málið er að horfast í augu við smæðina, því þannig sjáum við skýrt hversu íslenskar kvikmyndir eru stór hluti af þjóð- lífinu. Hver eiga viðmiðin að vera? Hvað er „góð aðsókn“? Hvað þarf mynd að fá marga áhorfend- ur til að teljast smell- ur? Sala á bók telst góð fari hún í nokkur þúsund eintök. Meðal- talið er auðvitað miklu lægra enda gríðarlega mikið gefið út af bókum hér. Sama máli gegnir um plötur, en þær fá gullið við 5.000 eintaka sölu. Um leið þekkjast mun hærri sölutölur á hvoru tveggja, allt uppí tvo til þrjá tugi þúsunda. Meðalá- horf í leikhúsunum á sama tíma- bili er um 3.800 áhorfendur á verk. Sum leikrit fá tugþúsunda aðsókn. Þessar viðmiðanir eru vísbending- ar um að aðsókn á íslenskar kvik- myndir sé í heildina með ágætum. Í því sambandi má t.d. benda á að meðalaðsókn á Hollywood myndir hér á landi er um 8.500 manns á þessu tímabili. Einnig þar er um að ræða gríðarlegar sveiflur. Sé horft til Evrópu og Bandaríkj- anna er samanburðurinn líka hag- stæður. Staðan er í raun svo skrýt- in að meðalaðsóknarhlutfallið hér myndi víða flokkast sem stórs- mellur! Meðalaðsókn í Danmörku á danskar myndir, sem þykja hafa notið mikillar velgengni á heima- markaði undanfarin áratug, er rúmlega 100 þúsund manns, eða tæp 2% þjóðarinnar. Myndir sem þeir telja smelli eru að fá frá 300- 500 þúsund manns eða tæp 6-10% þjóðarinnar. Allra stærstu mynd- irnar þeirra fara upp að milljón manns eða tæp 20% landsmanna, en þær eru sárafáar. Hinar Norð- urlandaþjóðirnar eru með svipuð eða lægri meðaltöl. Þá er meðalaðsókn á franskar myndir á heimamarkaði um 300.000 manns eða 0,5% þjóðar- innar. Þarna er um að ræða þá þjóð sem hefur hvað sterkasta stöðu heimamynda í hópi vestrænna ríkja, að Bandaríkjunum undan- skildum. Samanburður við mulningsvél- ina í Hollywood er auðvitað með miklum fyrirvörum en samt er fróðlegt að benda á að skv. tölum Motion Picture Association of America (MPAA) komu um 1,4 milljarðar gesta á 549 myndir 2005, eða rúm tvær og hálf milljón gesta á mynd að meðaltali (ca. 0,8% þjóðarinnar). Miðasalan á þeim bæ hefur verið á svipuðu róli hin síðari ár en fer reyndar ögn minnkandi. Einnig má benda á að væri íslenska meðalaðsóknar- myndin bandarísk (þ.e. fengi sömu hlutfallsaðsókn), hefði hún lent í 17. sæti yfir mest sóttu myndir síðasta árs þar í landi. Íslenskur almenningur er semsagt miklu áhugasamari um íslenskar myndir en bandarískir þegnar um banda- rískar myndir! Hollywood er víða … Höfundur er kvikmyndagerðar- maður og ritstjóri Lands & sona (www.logs.is), málgagns íslenskr- ar kvikmyndagerðar. Íslenskar kvikmyndir njóta fá- dæma vinsælda á heimamarkaði Norsk Hydro hefur tilkynnt að nú vilji fyrirtækið koma aftur til fyrirheitna landsins Íslands og reisa hér 600 þúsund tonna álver. Í fyrsta áfanga, segja þeir, myndu 250–300 þúsund tonn duga. Í utandagskrárumræðum á alþingi þriðjudaginn 13. nóvem- ber vakti ég athygli á áformum um byggingu álvers í Þorláks- höfn. Þar hefur Arctus efh. feng- ið 150 hektara lóð undir 60 þús- und tonna álver og áltæknigarð norðan Suðurstrandarvegar. Það er reyndar ekki mjög sannfær- andi að segjast ætla að reisa 60 þúsund tonna álver, sem alls ekki er talin hagkvæm stærð eins og sést best af áformum Norsk Hydro og fyrirætlunum um önnur ný álver og stækkun álvera á landinu. Þannig þykja 250 þúsund tonn lágmark í fyrsta áfanga í Helguvík og Húsavík og í Straumsvík og Hvalfirði ætla menn að stækka í 460 þúsund og 300 þúsund tonn. Fjarðaál í Reyðarfirði verður 346 þúsund tonn. 60 þúsund tonna álver þarf um 120 MW af orku, en Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Ölfuss, segir hins vegar að til verkefnisins þurfi 300 MW og að sú orka verði tilbúin til afhend- ingar á árinu 2011 eða 2012, eftir fimm eða sex ár. En hvar á að taka þessa orku? Í bæklingnum „Suðurland tæki- færanna“, sem sveitarfélagið Ölfus hefur gefið út, eru á bls. 8 taldir upp þeir virkjunarkostir sem til greina koma: Markar- fljót 105 MW, Skaftárvirkjun 140 MW, Kerlingarfjöll 75 MW, Torfajökull 700 MW og Krýsu- víkursvæðið 300 MW. Samtals yfir 1400 MW sem gætu dugað til framleiðslu á 6–700 þúsund tonnum af áli á ári. Hvaða heimild hefur sveitar- félagið Ölfus til þess að falbjóða Kerlingarfjöll eða Langasjó? Eða Markarfljót sem lenti neðst á öllum listum rammaáætlunar í flokkun vatnsaflsvirkjana vegna gríðarlegra umhverfisáhrifa? Eiga Þorlákshafnarbúar kannski Langasjó og Kerlingar- fjöll? Nei, þessar náttúruperlur eigum við Íslendingar sameigin- lega og berum ábyrgð á þeim gagnvart komandi kynslóðum og öllum heiminum. 200–300 manna vinnustaður hér eða þar getur aldrei réttlætt eyðilegg- ingu þeirra. Á „Suðurlandi tækifæranna“ hafa verið reistar stærstu virkj- anir landsins. Þar hafa menn framleitt orku til nota í stóriðju á Suðvesturhorninu og inn á landsnetið fyrir almenningsveit- ur um land allt. Sunnlendingar sjálfir hafa fyrst og fremst nýtt raforku og jarðhita til þess að fullvinna afurðir úr landbúnaði í t.d. Sláturfélagi Suðurlands, Mjólkurbúi Flóamanna, kart- öfluframleiðslu í Þykkvabæ og grænmetisræktun upp um allar sveitir. Þetta er sú fullvinnsla sem hefur einkennt atvinnulíf á Suðurlandi og það er dapurlegt ef forsvarsmenn blómlegra byggða til sjávar og sveita eru nú slegnir álblindu og sjá ekkert betra framundan en álbræðslu og fullvinnslu á áli. En það er að nokkru leyti skiljanlegt. Á Iðn- þingi 2005 stærði þáverandi iðn- aðarráðherra sig af því að nú hillti undir að álframleiðsla á landinu þrefaldaðist. „Það hefur tekið heil 50 ár að ná þessum árangri og endurspeglast hann hvað best í því að nú hafa sex heimsþekkt álfyrirtæki sýnt áhuga á að fjárfesta í nýjum álverum á Íslandi á næstu árum.“ (Úr ræðu Valgerðar Sverrisdótt- ur iðnaðar- og við- skiptaráðherra á Iðnþingi 2005). Sveitarstjórnin í Ölfusi er einfald- lega að bregðast við þessari brýn- ingu stjórnvalda um framhaldslíf stóriðjustefnunnar. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sagði í utandag- skrárumræðum á Alþingi að ráðuneytið ætti enga aðild að álveri í Þorlákshöfn, það væri á vegum annarra í samræmi við að „tímabili virkrar stóriðju- stefnu“ væri lokið. Iðnaðarráð- herra varpaði þannig frá sér ábyrgð á nýrri stóriðju yfir á sveitarfélög og orkufyrirtæki. Það eru nýju fötin Framsóknar. Sveitarstjórnir í litlum og með- alstórum sveitarfélögum, sem venjulega eiga nóg með að reka leikskólann og skólann í pláss- inu, eiga nú að setjast að samn- ingaborði með erlendum stór- fyrirtækjum um ný álver. Stjórnvöld eru stikkfrí. „Tíma- bili virkrar stóriðjustefnu er lokið“ – eða hvað? Það á bara eftir að ræsa á Reyðarfirði, það á bara eftir að byggja á Húsavík, það á bara eftir að byggja í Helguvík, það á bara eftir að stækka í Straumsvík, það á bara eftir að stækka í Hvalfirði og svo á bara eftir að reisa svo sem eins og eitt álver við Þorláks- höfn. Og svo kannski eitt fyrir Norsk Hydro. Iðnaðarráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að Norsk Hydro hafi ekki talað við sig um 600 þúsund tonna álver og 1000 - 1200 MW orkuöflun sem til þarf, ekki frek- ar en um áform um byggingu álvers við Þorlákshöfn. Hann og aðrir stjórnarliðar, Árni Mathie- sen og Guðlaugur Þór Þórðar- son, sögðu þar sakleysislega könnun á ferð; viðskiptahug- mynd á frumstigi sem ætti lítið erindi á alþingi. Þetta er rangt. Álversáform í Þorlákshöfn er ekki afmarkað lítið mál, heldur hluti af stóriðju- stefnunni sem er brýnt að líta á heildstætt: Áhrif hennar á nátt- úruna, á efnahagsmálin og á atvinnulífið, það þenslufyllerí sem menn eru í og ætla greini- lega að halda áfram. Nú stendur til að fá sér einn stróriðjuafrétt- ara á Suðurlandi, drekkja Langa- sjó, Kerlingarfjöllum og Mark- arfljóti. Stóriðjustefnan er sprelllifandi sem aldrei fyrr. Eitt af þeim „heimsþekktu fyrirtækjum“ sem fyrrverandi iðnaðarráðherra nefndi á Iðn- þingi 2005 og sýnt höfðu áhuga á byggja ný álver á Íslandi er Rusal, en Rusal átti 80% í Atl- antsáli sem á sínum tíma reyndi að reisa álver á Húsavík. En af hverju að nefna þetta fyrirtæki, sem menn keppast um að sverja af sér? Jú, vegna þess að hin 20% í Atlantsáli átti Jón Hjalta- lín Magnússon verkfræðingur, en hann á einmitt hlut í og er talsmaður Arctec, sem nú hefur fengið úthlutað lóð undir álver við Þorlákshöfn. Fram hefur komið að Arctec ehf. er í sam- vinnu við erlend stórfyrirtæki í áliðnaði, m.a. í Bandaríkjunum og Asíu. En hverjir eiga Arctec? Við því hafa engin svör fengist. En kannski það sé falt, vilji Norsk Hydro kaupa. Höfundur er varaþingmaður VG. 60 eða 600 þúsund tonn? Nú stendur til að fá sér einn stóriðjuafréttara á Suður- landi, drekkja Langasjó, Kerl- ingarfjöllum og Markarfljóti. Stóriðjustefnan er sprelllif- andi sem aldrei fyrr. R V 62 20 Postulín sem gleður – Pillivuyt Ný sen din g! Sko ðið úrv alið í ve rslu n okk ar a ð R étta rhá lsi 2 Einstök hönnun Mikið úrval Frábær ending

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.