Fréttablaðið - 23.11.2006, Qupperneq 70
! Kl. 20.00Hljómsveitirnar Hress/Fresh,
Johnny and The Rest og Red Motor
Dog munu spila í Hinu húsinu á
Fimmtudagsforleik. Hress/Fresh
spilar rokkskotið fönk, Johnny And
The Rest leikur blús og Red Motor
Dog dúndrandi rokk. Athugið að
gengið er inn Austurstrætismegin.
Saga tangósins í tali og tónum
Fullbúnir tónleikar með efnisskrá
úr smiðju Wagners bjóðast
íslenskum áhorfendum ekki á
hverjum degi. Í kvöld er Sinfóníu-
hljómsveit Íslands með óperutón-
list eftir hann á efnisskránni að
viðbættum fjórum einsöngv-urum
og kór. Á efnisskránni er forleik-
urinnn að Tristan og Isold og 3.
þáttur óperunnar Parsifal, verks
sem meistarinn vann að í nær ald-
arfjórðung. Það er sannkallaður
hvalreki fyrir íslenska óperuunn-
endur að lokaþáttur þessarar
mögnuðu óperu skuli nú heyrast á
íslensku sviði í fyrsta sinn. Ekki
síður er það fagnaðarefni að
Kristinn Sigmundsson stígur á
svið með Sinfóníuhljómsveitinni
ásamt þeim Kolbeini Ketilssyni,
Wolfgang Schöne og Ruth Marie
Nicolay sem hleypur í skarðið
fyrir Petru Lang sem forfallaðist.
Karlakórinn Fóstbræður og kven-
raddir úr Hljómeyki syngja á tón-
leikunum en kórstjóri er Árni
Harðarson. Hljómsveitarstjóri er
Johannes Fritzsch.
Parsifal er bæði óvenjuleg og
einstaklega áhrifamikil ópera. Í
henni blandast kristin trú og goð-
sagnir við upphafna tónlist sem
oft er varla af þessum heimi.
Parsifal er ung og saklaus
hetja. Parsifal er sá eini sem
getur læknað sár Amfortasar,
sem gætir kaleiksins sem Kristur
drakk af við síðustu kvöldmáltíð-
ina. Með því að afneita sjálfum
sér tekst Parsifal að frelsa
Amfortas og menn hans undan
áhrifum Klingsors hins illa. Tón-
leikar hefjast líkt og áður sagði
kl. 19.30 í kvöld.
Wagnertónleikar í
kvöld með Kristni
Tvær ljósmyndasýning-
ar verða opnaðar í Ljós-
myndasafni Reykjavíkur í
dag. Gestir Grófarhússins
geta ferðast bæði langt og
skammt í huganum því á
sýningum danska ljósmynd-
arans Mogens S. Koch og
hinnar pólskættuðu Elisa-
beth Smolarz má finna
svipmyndir frá Íslandi,
Grænlandi og Kína.
Mogens S. Koch ferðaðist alls tíu
sinnum til Grænlands með Hass-
elblad-myndavél sína. Afrakstur
ferðanna er yfir 100 þúsund mynd-
ir en aðeins örsmátt brot af þeim
er á þessari sýningu hér í Ljós-
myndasafni Reykjavíkur. Mynd-
irnar sem teknar eru í svarthvítu
sýna stórbrotið landslag Græn-
lands þar sem andstæður ljóss og
skugga eru í öndvegi. Mogens
fléttar saman töfrandi landslagið,
íbúana og hrjóstrugt umhverfið í
myndum sínum sem gefa heild-
stæða og jafnframt raunsæja
mynd af landinu sjálfu.
Gæði eru Mogens mjög mikilvæg.
Ljósmyndirnar eiga að endast og
mögulega verða fallegri með tím-
anum og er ekki vikið frá þeirri
reglu við gerð myndanna á þessari
sýningu. Mogens framkallar mynd-
ir sínar á hefðbundinn hátt á silfur-
gelatín fíberpappír sem gefur
mestu gæðin og eftir hið hefð-
bundna framköllunarferli með-
höndlar hann þær með seleníum-
tóner og þurrkar þær á réttan hátt.
Koch hefur í yfir 40 ár unnið
ötullega að skrásetningu með ljós-
myndum og ljósmyndavarðveislu.
Hann var einn af stofnendum for-
vörsluskóla Konunglegu listaaka-
demíunnar í Kaupmannahöfn þar
sem fyrst var lögð áhersla á að
byggja upp skráningu með ljós-
myndum. Nokkuð fljótlega upp úr
því tók svo ljósmyndaforvarsla á
sig mynd. Á síðastliðnum 25 árum
hefur Mogens S. Koch gegnt mik-
ilvægu hlutverki í faginu á alþjóða-
vettvangi. Samhliða kennslunni
hefur Mogens séð um ljósmyndun
á verkum margra fremstu og fær-
ustu arkitekta og listhandverks-
manna Dana.
Ljósmyndarinn hefur einnig gert
margar stórfenglegar myndaraðir
í öðrum heimshlutum, þar sem
m.a. Danmörk, Eþíópía, Hong
Kong og trúarhreyfingin Shakers
í Bandaríkjunum hafa komið við
sögu. Um árabil hefur Mogens
einnig tekið virkan þátt í alþjóð-
legu starfi og árið 2003 hlaut hann
Menningarverðlaun Deutsche
Gesellschaft für Photographie
(DGPh) í Berlín ásamt hinum
þekkta leikstjóra og ljósmyndara
Wim Wenders.
Sýning á ljósmyndum Elisabeth
Smolarz verður opnuð í Skotinu,
sýningarrými í anddyri ljós-
myndasafnsins.
Smolarz er af pólskum ættum
en hún útskrifaðist árið 2003 með
meistaragráðu frá State Academy
of Fine Art í Stuttgart þar sem hún
var m.a. nemandi prófessoranna
Michou og Eigenheer og einnig
Burkhard Blümlein. Að námi
loknu ákvað hún að flytjast til New
York og hefur starfað þar síðan og
aðlagast enn nýju menningarsam-
félagi. Vakti það hana til umhugs-
unar um það hvernig umhverfi,
menning, samfélag, efnahagslíf
og stjórnarhættir móta hugmynd-
ir okkar og upplifun.
Hún hefur haldið sýningar á
verkum sínum m.a. í Bandaríkjun-
um, Þýkalandi, Íslandi, Kína,
Spáni og í Danmörku Smolarz
vinnur í ólíkan efnivið; ljósmynd-
ir, teikningar, myndbönd og teikni-
myndir. Hún notar aðferðir rann-
sókna og fræðilegra kannana til að
afla efniviðar í verk sín.
Á meðan hún dvaldi á Íslandi
árið 2005 tók hún fjölda ljós-
mynda og myndbanda og skráði
það sem henni fannst einkenna
landið og borgina Reykjavík,
landslagið í borginni og utan
hennar einnig. Sérstaka eftirtekt
hennar vakti gróðurleysið,
nútímalegar byggingarnar, hag-
nýtissjónarmið byggingarstíls-
ins og ekki síst hin sérstaka birta,
sem annaðhvort er í of miklu
magni eða of litlu. Hægt og síg-
andi kom fram í myndunum
ákveðið leiðarstef og myndröðin
„Appelsínugul eyja“ varð til.
Þessi sterki og áberandi litur
virðist koma einkennilega oft
fyrir í íslensku umhverfi og sam-
félagi. Myndröðin gæti gefið
manni þá hugmynd að óskil-
greindur en metnaðarfullur yfir-
hönnuður landsins alls hafi útbú-
ið framtíðarskipulag í anda tísku
áttunda áratugarins. Fólkið á
myndunum er annaðhvort íklætt
appelsínugulum klæðum eða
heldur á einhverjum hlut í þess-
um lit. Á vegferð í sínu umhverfi
og sínum heimi er það niðursokk-
ið í hversdagsleg verkefni, tæp-
lega meðvitað um að það sé ef til
vill hluti stærri myndar, hugsan-
lega hluti ofurraunsærrar og
óraunverulegrar hugsýnar.
Myndaröðinni „Appelsínugul
eyja“ verður varpað á vegg og
myndar þannig lifandi mynd-
flæði. Á sýningunni verða aukin-
heldur nokkrar myndir úr mynd-
röðinni „Fullkominn draumur og
líf“ frá borginni Beijing í Kína.
Sýningarnar eru opnar milli 10-
19 virka daga og 13-17 um helgar
og stendur til 4. febrúar.
Heimildarmyndahátíðin í Amster-
dam hófst í dag en hún er ein virt-
asta kvikmyndahátíð sinnar gerð-
ar í heiminum. Þar verða næstu
dægrin fram til 3. desember til
sýningar heimildarmyndir víðs
vegar að úr heiminum og keppa í
nokkrum deildum. Það eitt að
komast til álita þykir mikill heiður
en Niðurlendingar eru
vandfýsnir á heim-
ildarmyndir enda
stendur gerð heim-
ildarmynda þar í
landi á gömlum
merg.
Samfara hátíð-
inni er kynningar-
messa á verkum í
vinnslu og þar
mun Ólafur
Jóhannes-
son
kvikmyndagerðarmaður kynna
heimildarmynd sína um stelpu-
stráka, „ladyboys“ á Filippseyjum
sem hann hefur unnið að um skeið
og var síðast kynnt á Nordisk
Panorama í Árósum í september.
Standa vonir til að kynning mynd-
arinnar á Forum auki enn áhuga á
verkinu sem þegar hefur fengið
blíðar viðtökur víða um lönd þótt
vinnslu hennar sé ekki lokið.
Meðal efnis á dagskrá í
Amsterdam er fjórleikur Spike
Lee um andvaraleysi stjórn-
valda í New Orleans, úrval
nýrra heimildarmynda frá
Kína og nokkrar myndir frá
Norðurlöndum.
þrjár keppnir eru fyrirferðar-
mestar í Amsterdam og situr
Dimitri Eipides í einni þeirra
um nýja krafta og er hann
kynntur þar sem dag-
skrárstjóri Alþjóðlegrar
kvikmyndahátíðar í
Reykjavík.
Heimildarmyndir
í Amsterdam