Fréttablaðið - 23.11.2006, Page 80
„Ég myndi frekar láta höggva af
mér hinn fótinn heldur en að ganga
í gegnum svonalagað aftur,“ sagði
Heather Mills í bandaríska spjall-
þættinum Extra sem nú sýnir
hluta úr viðtalinu á hverju kvöldi í
þessari viku.
Mills hefur átt undir högg að
sækja í breskum fjölmiðlum en
þeir hafa verið duglegir við að
mála hana sem skrattann á vegg-
inn í hjónabandi hennar og Pauls
McCartney. Mills vísaði öllum
ásökunum á bug um að hún væri
eingöngu á eftir peningum bítils-
ins fyrrverandi og sagðist hafa
verið gerð að þorpara fyrir það
eitt að falla fyrir átrúnaðargoði
bresku þjóðarinnar. „Ég gerði ekk-
ert rangt af mér annað en að verða
ástfangin,“ sagði Mills í tilfinn-
ingaþrungnu viðtali.
Fyrirsætan fyrrverandi lýsti
því yfir að skilnaðurinn og fjöl-
miðlasirkusinn hefði verið það
skaðlegur fyrir sig að hún ætlaði
aldrei aftur að gifta sig. „Ég myndi
frekar vilja missa annan útlim en
að ganga í gegnum þetta. Stað-
reyndin er sú að þegar þú missir
til dæmis fótinn þá færðu annan í
staðinn og það er ljós í myrkrinu,“
sagði Mills.
Heather vildi ekki tjá sig um
þær ásakanir að hún hefði verið
vændiskona á sínum yngri árum.
Svaraði því til að það sem hefði
komið fyrir í hennar lífi væri
hennar mál. „Og hverjir eru þeir
sem kasta steinum úr glerhúsi?“
sagði Heather.
Mills segir skilnaðinn hafa verið helvíti
Hæfileikakeppni grunnskóla
Reykjavíkur hefur skipað sér fast-
an sess í félagslífi grunnskóla-
nema undanfarin ár en þetta er í
sautjánda sinn sem keppnin er
haldin. Á þriðjudaginn var úrslita-
kvöld keppninnar og voru það
Álftamýrarskóli, Árbæjarskóli,
Hagaskóli, Hvassaleitisskóli,
Langholtsskóli og Seljaskóli sem
kepptu til úrslita. Keppnin var
haldin í Borgarleikhúsinu og er
óhætt að segja að það hafi verið
fullt út úr dyrum.
Það var Langholtsskóli sem bar
sigur úr býtum en þetta er í fyrsta
sinn sem skólinn vinnur. Í atriði
þeirra var mörgum ólíkum dans-
stílum blandað saman við frum-
lega búninga. Hagaskóli lenti í
öðru sæti og Álftamýrarskóli í því
þriðja. Hljómsveitin Á móti sól
skemmti áhorfendum milli atriða
en þeir eiga einmitt heiðurinn að
Skrekkslaginu sem þeir sungu við
gífurlegan fögnuð viðstaddra.
Langholtsskóli sigraði
Kevin Federline gefur ekkert eftir
í skilnaðarmáli sínu og Britney
Spears en hann hyggst beita öllum
brögðum til að fá forræði yfir
strákunum þeirra tveimur.
The Sun greinir frá því að Fed-
erline muni upplýsa að Britney
Spears sé tvíkynhneigð og hafi
oftar en ekki grátbeðið hann um að
fá stúlku til að slást í hópinn með
þeim í kynlífinu. Federline mun
jafnframt greina frá því að Spears
hafi margoft trúað honum fyrir
því að hún þráði konur engu síðri
en karla. Fjölmiðlasérfræðingar
segja þetta vera lymskufullt bragð
hjá rapparanum til að koma höggi
á fyrrverandi eiginkonu sína og
tryggja sér smá forskot í þeim
ljóta skilnaði sem virðist vera í
uppsiglingu. Fjölmiðlar bíða
spenntir eftir útspili frá herbúðum
Spears en hún hefur verið þögul
sem gröfin og virðist njóta þess að
vera laus við eiginmann sinn.
Náinn fjölskyldumeðlimur Fed-
erline lét hafa eftir sér í samtali
við The Sun að rapparinn og dans-
arinn væri tilbúinn til að láta allt
flakka í dómsölum um samband
sitt og Britney. Þá er orðrómur um
að Federline sé að skrifa bók um
sambandið og þar verði síst dregið
undan lýsingum á vanhæfni Spears
sem móður. Federline er sagður
ætla að gera miklar kröfur um
framfærslueyri vegna skilnaðar-
ins en K-Fed, eins og hann er jafn-
an kallaður, frétti af honum í gegn-
um sms-skeyti sem Britney sendi
honum fyrir tveimur vikum.
The Sun greinir jafnframt frá
því að þrátt fyrir þessar yfirlýs-
ingar muni hjónakornin fyrrver-
andi berjast hart gegn þeim orð-
rómi að þau hafi gert
kynlífsmyndband en það gengur
nú kaupum og sölum á netinu.
Ljótur skilnaður í vændum
Bandarísku tónlistarverð-
launin voru veitt á þriðju-
daginn var í Los Angeles.
Að venju fjölmenntu helstu
stjörnur tónlistarbransans
og víðar á hátíðina og skört-
uðu sínu fegursta.
Stjörnur kvöldsins voru tvímæla-
laust hljómsveitin Black Eyed Peas
sem sópaði til sín þremur verðlaun-
um, fyrir bestu rapp- og hiphop-
plötuna, sem besta rapp og hiphop-
hljómsveitin og besta
sálarhljómsveitin. Hún vann til
flestra verðlauna af öllum öðrum
á hátíðinni en Red Hot Chili Pepp-
ers, Mary J. Blige og Kelly Clark-
son fylgdu fast á hæla þeirra með
tvenn verðlaun hver.
Leikarinn Jamie Foxx var val-
inn besti sálartónlistarmaðurinn en
hann er betur þekktur fyrir leik-
hæfileika sína. Beyonce, Gwen
Stefani og Nelly Furtado tróðu upp
við mikinn fögnuð áhorfenda.
Glæsilegt tónlistar-
kvöld í Los Angeles
Söngkonan Madonna sem hefur
verið mikið í fjölmiðlum vegna
ættleiðingar sinnar á afríska
drengnum David er þegar búin að
undirbúa ættleiðingu númer tvö.
Söngkonan heimsfræga hafði
heillast af telpunni Jessicu sem er
frá Malaví en foreldrar stúlkunn-
ar höfðu ákveðið að leyfa trúboða
í Ástralíu að ættleiða hana. „Við
vissum af áhuga Madonnu á Jess-
icu en ferlið tekur svo langan tíma
að við völdum hina fjölskylduna í
staðinn,“ sögðu foreldrarnir við
fjölmiðla. Madonna hefur þó sagt
að hún sé ekki hætt við að bæta
börnum í fjölskyldu sína en hún á
þrjú börn með manni sínum Guy
Richie.
Völdu ekki
Madonnu
Franski rafdúettinn Air gefur út
næstu plötu sína, Pocket
Symphony, 6. mars á næsta ári.
Auk meðlima Air,
þeirra J. B.
Dunckel og
Nicolas Godin,
syngja á plötunni
þeir Jarvis Cock-
er úr Pulp og Neil
Hannon úr Divine
Comedy. Upp-
tökustjóri var
Nigel Godrich,
sem m.a. stjórnaði upptökum á OK
Computer með Radiohead.
Asísk hljóðfæri koma mikið við
sögu á plötunni og játar Duncel að
Air hafi breytt svolítið um stefnu
en hinn sérstæði hljómur sveitar-
innar sé þó enn til staðar.
Asísk áhrif