Fréttablaðið - 28.11.2006, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.11.2006, Blaðsíða 1
69,3% 38,5% 45,8% Fr é tt a b la › i› Fr é tt a b la › i› M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í september 2006. Þriðjudagar LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA höfuðborgarsvæðið B la ð ið B la ð ið 40 30 50 20 60 70 80 Ásgei H Dans er ekki bara starf heldur lífsstíll Danska lögreglan hefur haft afskipti af minnst tólf bílstjórum, sem um síðustu helgi óku yfir lík manns sem látist hafði í bílslysi á þjóðveginum skammt fyrir utan Sønderborg á Jótlandi. Frá þessu var greint í danska blaðinu Politiken. Maðurinn, sem var 37 ára, varð fyrir bíl á veginum með þeim afleiðingum að hann kastaðist yfir á hinn vegarhelminginn. Hann er talinn hafa látist samstundis. Lík mannsins lá á veginum þar sem fjöldi bíla ók yfir hann. Bílstjórarnir höfðu sjálfir samband við lögreglu eftir að fréttir af slysinu voru birtar í fjöl- miðlum. Að sögn lögreglunnar töldu flestir bílstjórarnir að þeir hefðu ekið yfir dautt dýr á veginum. Þá grunaði ekki að um lík manns væri að ræða. Töldu sig hafa ekið yfir dýr Forsenda fyrir viðræð- um um hugsanlega aukna aðkomu Norðmanna að því að tryggja varn- ir Íslands er að fyrir liggi trúverð- ugt mat á varnarþörfum landsins. Þetta segir Anne-Grete Strøm- Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, í samtali við Fréttablaðið. Á föstudaginn var urðu forsætis- ráðherrar Íslands og Noregs, Geir H. Haarde og Jens Stoltenberg, ásáttir um að í næsta mánuði skyldu hefjast formlegar viðræð- ur milli landanna um framtíðar- samstarf á sviði öryggis- og varn- armála og eftirlit í Norðurhöfum. Strøm-Erichsen segir að það fyrirkomulag sem kunni að verða samið um til að styrkja varnir Íslands og eftirlit á Norður- Atlantshafi, eigi að sínu áliti að vera innan ramma NATO-sam- starfsins. Eftirlitið með lofthelgi sem NATO hefur annast í Eystra- saltslöndunum gæti nýst sem fyrirmynd að því fyrirkomulagi. Hugsanlegt sé að norskar orrustu- þotur og P-3 Orion-eftirlitsflugvél- ar taki þátt í því, enda sameigin- legir hagsmunir í húfi. En hún ítrekar að frumforsendan sé að fyrir liggi mat á þörfinni og að frumkvæðið komi frá Íslending- um. Íslensk stjórnvöld hafa grund- vallarmat á varnarþörfum Íslands á hreinu og þar með forsendurnar fyrir því að fara út í viðræður við Norðmenn, að sögn Jóns Egils Egilssonar, yfirmanns varnar- málaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins. Strøm-Erichsen tekur fram, að þegar niðurstaða sé fengin í það hvernig Noregur og önnur banda- lagsríki í NATO geti komið að því að hlaupa undir bagga með Íslend- ingum, þurfi að ræða hvernig deila eigi kostnaðinum af hinu nýja fyrirkomulagi. Norski herinn hafi úr takmörkuðum fjármunum að spila. „Fyrst verðum við að sjá hvaða viðbúnað Íslendingar sjálfir telja að sé þörf á og þeir fá ekki lengur frá Bandaríkjamönnum. Þá getum við rætt hvað við Norðmenn, og aðrir NATO-bandamenn, getum lagt af mörkum. Þegar niðurstaða er feng- in í þær viðræður er röðin komin að því að ræða hver skuli greiða reikn- inginn. Noregur hefur úr takmörk- uðum sjóðum og búnaði að spila til að taka á sig slík aukin verkefni og því eðlilegt að rætt verði um kostn- aðinn,“ segir Strøm-Erichsen. Spurð hvort hún vænti þess að málið verði rætt á leiðtogafundi NATO, sem hefst í Ríga í Lettlandi í dag, segist hún vonast til að tæki- færi gefist til að ráðfærast eitthvað um framhaldið. Bæði Geir H. Haarde forsætisráðherra og Val- gerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra sitja fundinn í Ríga. Norðmenn vænta þátttöku í kostnaði varnarsamstarfs Varnarmálaráðherra Noregs segir eigið mat Íslendinga á varnarþörfum sínum vera forsendu fyrir viðræðum um aukna þátttöku Norðmanna í að tryggja þær. Yfirmaður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir stjórnvöld hafa þetta mat á hreinu. Norski ráðherrann segir að einnig muni þurfa að ræða um kostnað. Búðu til þitt eigið pöddu- sælgæti! Grallaraspil og fleira á bls. 47 Sparkbílar, rafmagns-bílar og fleira á bls. 12 Allskonarfarartæki Geymið bæklinginn Eitt magnaðasta leikfangið í dag! Skelfirinn og fleiri tæki á bls. 41 Pödduveisla Allt fyrir dúkkuleiki og meira til á bls. 18-29 Dúkkudraumar Jólagjafirnar 2006Yfir 700 hugmyndir af jólagjöfum! Hefur spilað inn á 400 plötur og 50 topplög Hjónin Pétur Jónsson og Svava Kristjánsdóttir, eigend- ur Árdals á Hvanneyri, færðu nýlega Hvanneyrarkirkju and- virði tveggja ákavítisflaskna til að uppfylla sextíu ára gamalt áheit sem þau fundu í flösku undir súð í húsi sínu. Pétur og Svava fundu flösku- skeytið þegar verið var að gera upp íbúðarhús þeirra fyrir nokkru. Á miða í flöskunni höfðu fimm karlar ritað nafn sitt eigin hendi undir skilaboð þar sem heitið var á finnanda flöskunnar að gefa Hvanneyrarkirkju hundrað krón- ur. Húsráðendur lentu ekki í mikl- um vandræðum með að fram- reikna þá upphæð því utan á flösk- unni var miði þar sem kom fram að hún hafði innihaldið ákavíti og að hún hefði kostað fimmtíu krón- ur. Það var svo hinn 21. nóvember 2006, sextíu árum eftir að miðinn í flöskunni hafði verið skrifaður, að Pétur og Svava færðu Ingibjörgu Jónasdóttur, sóknarnefndarmanni Hvanneyrarkirkju, andvirði tveggja ákavítisflaskna, eða um átta þúsund krónur. Að sögn Ingibjargar er ekki vitað hverjir fimmmenningarnir voru eða hvaða hlutverk þeir höfðu. Flöskuskeytið er hins vegar skrifað aftan á auða vinnuskýrslu frá Húsameistara ríkisins sem getur verið vísbending um að þeir hafi verið iðnaðarmenn eða verka- menn. Um þessar mundir stendur yfir viðgerð á innviðum hinnar hundr- að ára gömlu Hvanneyrarkirkju þannig að fjárstuðningurinn kemur sér vel. Fundu flöskuskeyti og upp- fylltu sextíu ára gamalt áheit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.