Fréttablaðið - 28.11.2006, Blaðsíða 4
Framsóknarflokkur-
inn hefur auglýst eftir framboð-
um fyrir flokkinn í Reykjavíkur-
kjördæmi suður.
Einnig er óskað eftir ábend-
ingum um áhugaverða og líklega
frambjóðendur.
Stillt verður upp á lista
flokksins í kjördæminu.
Jónína Bjartmarz umhverfis-
ráðherra var í fyrsta sæti
listans í síðustu kosningum en
flokkurinn fékk einn mann
kjörinn. Björn Ingi Hrafnsson,
sem skipaði annað sætið, hefur
þegar lýst yfir að hann sækist
ekki eftir sæti á lista á nýjan
leik.
Auglýsir eftir
frambjóðendum
Leggja ætti
áherslu á kynfrelsi við skilgrein-
ingu á nauðgun því innan hugtaks-
ins sameinast virðing fyrir per-
sónu þolanda, athafnafrelsi og
síðast en ekki síst sjálfsákvörðun-
arrétti einstaklingsins. Lagalegar
skilgreiningar á kynferðisbrotum
í dag endurspegla ekki eðli og inn-
tak brotanna í núgildandi kynferð-
isafbrotakafla almennu hegning-
arlaganna. Þannig eru gerendur í
kynferðisofbeldismálum dæmdir
eftir þremur ólíkum greinum lag-
anna þó að brotið sé í eðli sínu það
sama.
Þetta var meðal þess sem kom
fram í erindi Þorbjargar S. Gunn-
laugsdóttur, Afbrotið nauðgun,
sem byggt var á efni meistararit-
gerðar hennar í lögfræði sem hún
flutti á málfundi Mannréttinda-
skrifstofu Íslands í gær. Málþing-
ið er hluti af 16 daga átaki gegn
kynbundnu ofbeldi sem nú stend-
ur yfir í sextánda sinn en þar er
þess freistað að draga kynbundið
ofbeldi fram í dagsljósið sem
mannréttindabrot.
Þorbjörg bendir á að skilningur
laganna á nauðgun sé allt annar en
almennings. Samkvæmt lögunum
sé aðeins um nauðgun að ræða ef
ofbeldi eða hótun um ofbeldi
kemur til. Sé það hins vegar ekki
til staðar felur afbrotið ekki í sér
nauðgun heldur ólögmæta kyn-
ferðisnauðung eða misneytingu
sem varðar að hámarki sex ára
fangelsi en nauðgun varðar allt að
sextán ára fangelsi.
Þorbjörg segir að núgildandi
skilgreining nauðgunar feli ekki í
sér næga viðurkenningu á því sem
er í raun þungamiðja í afbrotinu
nauðgun, það er kynfrelsi. „Kyn-
ferðislegt sjálfsforræði er ein-
faldlega ekki að fullu viðurkennt
þegar það skiptir máli hvort ger-
andi er maki, hvort þolandi er ölv-
aður eða andlega fatlaður eða
hvort „nauðgun“ náðist fram með
ofbeldi eða hótun um ofbeldi. Slík
nálgun leggur kynfrelsi ekki til
grundvallar, heldur nær því ein-
göngu fram að flokka kynferðis-
brot eftir mismunandi verknaðar-
aðferðum.“
Þorbjörg segir að miða mætti
skilgreiningu um nauðgun við það
hvort samþykki var fyrir hendi
eða ekki. Ef svarið er nei þá sé
gerandinn sekur um nauðgun. Þor-
björg tók fram að frumvarp um
breytingu á kynferðisbrotakafla
hegningarlaganna, sem nú er til
umfjöllunar á Alþingi, væri mjög
til bóta frá því sem nú er.
Í erindi sínu fjallaði Þorbjörg
einnig um viðhorf til kynferðisaf-
brota í samfélaginu. Þar benti hún
á að aðstæður skipti miklu máli og
viðhorf samfélagsins hafi áhrif á
lagasetninguna.
Lögin skilgreina nauðgun
öðru vísi en almenningur
Almenn hegningarlög skilgreina nauðgun allt öðruvísi en almenningur. Núgildandi skilgreining nauðgun-
ar felur ekki í sér viðurkenningu á þungamiðju kynferðisafbrota. Viðhorf samfélagsins hafa mikil áhrif á
lagasetningu og umfjöllun um kynferðisafbrot. Nýtt frumvarp er til mikilla bóta en væri hægt að bæta.
…það skiptir máli hvort
gerandi er maki, hvort
þolandi er ölvaður eða andlega
fatlaður…
Líðan mannsins sem
slasaðist á Kárahnjúkavirkjun á
laugardagskvöld er stöðug að
sögn svæfingalæknis á gjör-
gæsludeild Landspítalans í
Fossvogi.
Maðurinn, sem vann við að
stjórna krana, féll niður úr
honum og dróst um fimmtíu
metra eftir stífluveggnum og
hafnaði á steypustyrktarjárni.
Honum er haldið sofandi í
öndunarvél en er ekki talinn í
bráðri lífshættu.
Maðurinn fór í aðgerð í gær
og í fyrradag vegna áverka á
kviðar- og brjóstholi.
Ekki talinn í
lífshættu
Lögreglan á
Selfossi handtók ellefu manns í
Árneshverfi á sunnudag og lagði
hald á lítilræði af fíkniefnum.
Lögreglan fékk tilkynningu
um útafkeyrslu á svæðinu um
hálftólfleytið. Þegar hún kom á
vettvang kom í ljós að ökumaður-
inn var í annarlegu ástandi. Kom
í ljós að hann hafði verið í
gleðskap á svæðinu. Við húsleit
fannst lítilræði af amfetamíni og
hassi. Ellefu ungmenni um
tvítugt voru handteknir. Þeim
hefur verið sleppt úr haldi.
Ellefu manns
handteknir
Bæjarstjórn Kópavogs
ræðir í dag fyrirhugað eignarnám
bæjarins á 863 hektara landi úr
Vatnsendajörðinni.
Að því er segir í greinargerð
bæjarlögmanns hefur eftirspurn
eftir lóðum í Vatnsenda verið
mikil og uppbyggingin verið langt
á undan áætlunum. Geri megi ráð
fyrir að íbúðarbyggð þróist áfram
á þessu svæði: „Kópavogsbær
þarf á frekara byggingarlandi að
halda og svæðum til að tryggja
fullnægjandi þjónustu við byggð-
ina.“
Bæjarlögmaður segir Kópa-
vogsbæ hafa skuldbundið sig til að
útvega Hestamannafélaginu Gusti
nýtt svæði í stað þess sem félagið
hefur nú en verður tekið til ann-
arra nota. Unnið sé að deiliskipu-
lagi fyrir hesthúsabyggð á Vatns-
endasvæðinu. Einnig sé gert ráð
fyrir skógrækt á svæðinu og þar
sé framtíðarvatnsöflunarstaður
bæjarins.
Eins og fram hefur komið í
Fréttablaðinu getur bærinn ekki
keypt land af eiganda Vatnsenda-
jarðarinnar vegna kvaða í erfða-
skrá. Til að komast fram hjá því er
farin sú leið að taka landið eignar-
námi. Drög að samningi um verð
munu vera tilbúin en ekki hefur
enn verið greint frá innihaldinu.
Eins og áður hefur verið gert mun
ætlunin vera sú að greiða eiganda
landsins, Þorsteini Hjaltested,
hvort tveggja með byggingarrétti
og reiðufé.
Uppbygging á undan áætlun
Xerox litaprentarar,
fjölnota kerfi
og stafrænar prentvélar.
Safaríkar upplýsingar í Xerox litum gera það að verkum
að útkoman er lesandanum í fersku minni.