Fréttablaðið - 28.11.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.11.2006, Blaðsíða 14
Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja í það ef Fréttablaðið kemur einhverntímann ekki. 550 5600 Ekkert blað? - mest lesið Menntamálanefnd Alþing- is hefur rætt þrjár mögulegar breytingar á frumvarpi um Ríkis- útvarpið, sem það stefnir á að senda frá sér á morgun að sögn Sigurðar Kára Kristjánssonar, for- manns nefndarinnar: að takmarka eða setja þak á auglýsingasölu, að takmarka eða banna kostun dag- skrárefnis og að banna, eða tak- marka, birtingu auglýsinga á vef Ríkisútvarpsins. Þriðja tillaga nefndarinnar er breyting á 2. tölulið 11. mgr. frum- varpsins, en þar kemur fram að RÚV geti birt auglýsingar í útvarpi eða öðrum miðlum. Samkvæmt greininni myndi RÚV geta birt auglýsingar á vefsvæði sínu, en stofnuninni hefur verið meinað að gera það frá árinu 2003. Mennta- málanefnd vill að svo verði áfram. Páll Magnússon útvarpsstjóri var kallaður á fund menntamála- nefndar Alþingis í gærmorgun þar sem tillögur nefndarinnar voru ræddar. Hann segir ekki óeðlilegt að rætt sé hvort, og þá hvernig, beri að setja einhvers konar efri mörk á fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Ari Edwald, forstjóri 365, er hlynntur breytingum menntamála- nefndar á frumvarpinu. Hann segir að fyrirtæki eins og 365 geti ekki búið við það án breytinga að ríkisfyrirtækið geti eytt meira en hálfum milljarði í fréttir og Kast- ljós, og geti einnig yfirboðið einka- fyrirtæki við kaup á afþreyingar- og íþróttaefni. Hann segir að ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt þurfi 365 að draga úr sinni þjónustu. „Ég hef gengið svo langt að segja að með þessu frumvarpi óbreyttu stefni ríkisstjórnin að því að koma á ríkiseinokun í frétta- flutningi í sjónvarpi,“ segir Ari. Þorsteinn Þorsteinsson, for- stöðumaður markaðssviðs RÚV, segir að þrjátíu prósent af heildar- tekjum RÚV séu fengnar með sölu auglýsinga og kostana og að hlut- deild stofnunarinnar á auglýsinga- markaði sé um þrettán prósent. Hann telur að hlutdeild RÚV sé ekki það mikil að hún komi sér illa fyrir einkafyrirtæki á markaði. Hann telur að ef hlutdeild RÚV fer yfir til annarra fyrirtækja geti það jafnvel orsakað fábreytni á aug- lýsingamarkaði ljósvakamiðla. Magnús Ragnarsson, sjónvarps- stjóri Skjásins, er hlynntur breyt- ingunum. „Það er einkennilegt hvernig ríkisstofnun eins og RÚV hefur fengið að þróast á auglýs- ingamarkaði, þrátt fyrir að þetta sé markaður þar sem einkafyrir- tæki eru að keppa á,“ segir Magn- ús. Takmarkanir á kostun og auglýsingatekjum ræddar Útvarpsstjóri segir ekki óeðlilegt að sett séu mörk á hlutdeild stofnunarinnar á auglýsingamarkaði. Stjórn- endur 365 og Skjásins eru fylgjandi breytingum á frumvarpinu. Frumvarpið getur aukið fákeppni á mark- aði segir starfsmaður RÚV. Harri Jaskari, fram- kvæmdastjóri Hægriflokksins í Finnlandi, getur átt margra ára fangelsisdóm yfir höfði sér ef hann verður fundinn sekur um að hafa miðlað vændi, haft í hótun- um og beitt konur ofbeldi meðan hann var framkvæmdastjóri flokksins, að sögn finnlands- sænska dagblaðsins Hufvud- stadsbladet. Jaskari, sem er í leyfi frá starfi sínu, hefur að sögn finnskra fjöl- miðla viðurkennt að fyrrum vin- kona hans frá Eistlandi hafi tekið á móti viðskiptavinum heima hjá honum eftir að sambandi þeirra var lokið, en segir að hann hafi ekki vitað um starfsemi hennar. Hægriflokkurinn greiddi leiguna á húsnæðinu. Þá er Jaskari talinn hafa beitt konur ofbeldi á eist- neskum krám. Jaskari-málið er til rannsókn- ar hjá lögreglu og hefur verið til umræðu í finnska þinginu. Huf- vudstadsbladet segir að Jaskari hafi engan pólitískan stuðning, ekki einu sinni þingmanna Hægri- flokksins, og að hann geti ekki vænst þess að fá starf sitt aftur. Hanna-Leena Hemming, flokks- systir hans, segir að hann ætti að hafa vit á því að gefa ekki kost á sér fyrir þingkosningarnar. „Þetta er stór persónulegur harmleikur,“ segir Jyrki Katain- en, formaður Hægriflokksins. Sakaður um miðlun vændis og ofbeldi Abdullah II Jórdaníu- konungur sagði um helgina hættu á því að borgarastyrjaldir brjótist út í þremur ríkjum Mið-Austur- landa á næsta ári, og nefnir þar Írak, Líbanon og Palestínu. Á morgun kemur George W. Bush Bandaríkjaforseti í tveggja daga heimsókn til Jórdaníu þar sem hann ætlar að hitta að máli Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks. Talsmaður Abdullah segir að konungurinn ætli að leggja mikla áherslu á það við Bush að leitað verði lausna á málefnum Palest- ínumanna. Hætta á þrem borgarastríðum Kristinu Birkeland frá Björgvin í Noregi brá heldur betur í brún þegar hún komst að því að nýi farsíminn hennar var stútfullur af klámmyndum. Í minni símans var að finna fjölda ljósmynda af nakinni konu í kynferðislegum stellingum, að því er segir á fréttavef Aftenpost- en. Í spegli á einni myndinni mátti sjá að myndirnar höfðu verið teknar á þennan nýkeypta síma. Síminn var lítillega rispaður, en Birkeland taldi það einungis vera framleiðslugalla. Í ljós kom að síminn var notaður þótt hann hefði verið seldur sem nýr. Síminn var full- ur af klámi Forsvarsmenn almannavarna á Keflavíkurflug- velli og ríkislögreglustjóri undir- rituðu í gær nýja og endurskoð- aða flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll. Áætlunin er virkjuð þegar flugvél lýsir yfir viðbúnaðar- eða hættuástandi um borð eða flug- vél brotlendir. Virkjun er tví- skipt, annars vegar þegar um er að ræða flugvél með níu manns eða færri eru um borð og hins vegar þegar tíu eða fleiri eru um borð. Einnig er mögulegt að virkja áætlunina á hærra stiginu ef farmur flugvélar getur hugs- anlega valdið almannahættu þó svo að níu manns eða færri séu um borð. Flugvallarstjórinn á Keflavík- urflugvelli hefur umsjón með reglubundnum æfingum ein- stakra verkþátta og að allir þætt- ir áætlunarinnar séu æfðir að minnsta kosti á tveggja ára fresti í samvinnu við aðgerðastjórn og almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra. Flugslysaáætlun Keflavíkur- flugvallar segir fyrir um skipu- lag og stjórnun aðgerða í kjölfar flugslyss á Keflavíkurflugvelli eða annars staðar á Reykjanes- skaga. Allir viðbragðsaðilar og aðrir aðilar sem hagsmuna hafa að gæta voru hafðir með í ráðum við gerð áætlunarinnar sem tekið hefur alllangan tíma. Endurskoðuð flugslysaáætlun Karlmaður gekk berserksgang á Radisson SAS Hótel Sögu í Reykjavík á laugar- dagskvöldið. Maðurinn, sem var gestur á hótelinu, var með ólæti, truflaði hótelgesti og kastaði til húsgögnum. Lögreglan var kölluð á vettvang og lenti í átökum við manninn en náði að yfirbuga hann. Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina en þegar þangað kom var hann í hjartastoppi. Sjúkralið kom á staðinn og lífgaði hann við og var hann fluttur á gjörgæsludeild Landspítalann. Honum er haldið sofandi í öndunarvél. Hjartastopp í lögreglubíl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.