Fréttablaðið - 28.11.2006, Blaðsíða 31
Formleg opnun fór fram síðast-
liðinn laugardag.
SÁÁ hefur átt byggingarrétt á lóð
við Efstaleiti 7 í nokkur ár en ekki
haft tækifæri eða fjárráð til að
ráðast í byggingaframkvæmdir
þar fyrr en nú. Að undanförnu
hefur SÁÁ selt húseignina í Síðu-
múla auk smærri eigna til að
standa straum af kostnaði við nýja
húsið. Þar er byggingarfram-
kvæmdum nú lokið og fór formleg
opnun fram sl. laugardag. Starf-
semin í nýja húsinu er:Göngu-
deildarþjónusta fyrir unglinga í
áfengis- og vímuefnavanda sem
ekki þurfa að fara á Sjúkrahúsið
Vog og foreldra þeirra.
Göngudeildarþjónusta fyrir
unglinga sem eru á leið á Vog eða
eru að koma þaðan.
Viðtala- og greiningaþjónusta
fyrir fólk sem hefur áhyggjur af
neyslu sinni.
Fjölskyldumeðferð og ráð-
gjafaþjónusta fyrir aðstandendur
áfengis og vímuefnasjúklinga.
Viðamikill og fjölbreyttur
stuðningur við fólk sem er að
koma úr áfengis- og vímuefna-
meðferð.
Endurhæfingarmeðferð fyrir
fíkla sem geta nýtt sér göngu-
deildarmeðferð og þurfa ekki að
fara á Staðarfell eða Vík.
Viðamikið rannsóknarstarf
sem unnið er í samvinnu við
Íslenska erfðagreiningu.
Forvarnardeild og skrifstofa
SÁÁ.
Streita og álagstengd vanlíðan
fer vaxandi en sú vanlíðan
getur haft áhrif á heilsu okkar
og valdið truflun á rekstri
fyrirtækja. Einkenni álags-
tengdrar vanlíðunar eru oft
óljós og margir taka ómeðvitað
streitu og stress með sér heim
úr vinnunni.
Ólafur þór Ævarsson geðlæknir er
í forsvari fyrir Streituskólann þar
sem ráðgjafar veita markvissa
fræðslu og sérhæfða ráðgjöf gegn
neikvæðum áhrifum streitu.
„Námskeið Streituskólans eru
skipulögð fyrir fyrirtæki og snið-
in að þörfum þeirra. Veitt er sér-
hæfð streitufræðsla sem fer
þannig fram að fyrst fá stjórnend-
ur ráðgjöf og síðan er öllum starfs-
mönnum fyrirtækisins veitt
fræðsla. Frætt er um álag og áhrif
neikvæðrar streitu á líðan, sam-
skipti og hegðun og einnig er fjall-
að um álagstengd heilsufars-
vandamál, bæði andlega og
líkamlega vanlíðan,“ segir Ólafur
Þór og bætir við að meginhlutverk
skólans sé að miðla upplýsingum
um vísindalega þekkingu og
reynslu til þeirra sem fást við
streituvarnir og heilsuvernd.
„Í Streituskólanum er unnið að
forvörnum og hinum sálfélags-
legu þáttum vinnuverndar. Við
blöndum saman mjög sérhæfðri
ráðgjöf bæði í hópum, fyrir stjórn-
endur fyrirtækja og einnig fyrir
einstaklinga allt eftir þörfum og
sérstöðu hvers fyrirtækis. Því eru
verkefnin sem við erum að sinna
mjög ólík. Þau geta verið allt frá
einum fyrirlestri yfir í að vera
þrautskipulögð verkefni þar sem
fyrirtækjum er fylgt eftir í eitt til
tvö ár.“
Ólafur Þór segir öllum mikil-
vægt að vinna í jákvæðu umhverfi
þar sem litið er á streituvarnir og
álagsstjórnun sem hluta af dag-
legum rekstri fyrirtækja. Mikil-
vægt sé að hindra álagstengda
vanlíðan sem geti orsakað fleiri
veikindadaga og almenna vanlíð-
an í leik og starfi og jafnvel stuðl-
að að sjúklegu ástandi. „Það er
skýrt tekið fram í lögum að stjórn-
ir fyrirtækja bera ábyrgð á vinnu-
vernd og heilsu starfsmanna
sinna, ekki bara líkamlegri heilsu,
heldur einnig andlegri heilsu,“
segir Ólafur Þór. „Starfsmenn
Streituskólans hjálpa fyrirtækj-
um að finna hverjir álagsþættirn-
ir eru innan starfseminnar og
hvað má betur fara. Mikilvægt
viðhorf er að beita fræðslu og ráð-
gjöf sem forvörn og til að vekja
starfsmenn til umhugsunar. Í
tengslum við fræðsluna eru veitt
einstaklingsviðtöl til frekari og
einstaklingsbundnari fræðslu og
ráðgjafar. Þá finnur hver og einn
betur við hvaða álagsþætti hann
er að glíma, verður meira meðvit-
aður um hvernig hann bregst við
og getur eflt sig í streituvörn-
um.“
Nánari upplýsingar um Streitu-
skólann má finna á www.stress.is.
Sálfélagslegir þætt-
ir vinnuverndar
Starfsemi SÁÁ flutt í Efstaleiti