Fréttablaðið - 28.11.2006, Page 8

Fréttablaðið - 28.11.2006, Page 8
Tíu einstaklingar lét- ust í umferðarslysum á Íslandi frá 1998 til 2005 vegna þess að öku- maður sofnaði undir stýri. Árið 2001 voru fjögur banaslys rakin til þessa en í öllum tilfellum lést far- þegi í framsæti. Ástand þar sem einstaklingur er svo þreyttur að hann missir stjórn á bifreið sinni er talið jafn hættulegt og ef öku- maður er ölvaður undir stýri. Slysatíðni vegna syfju er talin stór- lega vanmetin þar sem ökumenn viðurkenna ekki alltaf raunveru- lega orsök slyss og slys eru aldrei skráð nema öruggur vitnisburður sé fyrir hendi. Þetta kom fram í máli Gunnars Guðmundssonar, lungnalæknis á Landspítala, sem flutti erindi um syfju og akstur á umferðarþingi í gær. Einnig kom fram að tölur frá Umferðarstofu sýna að 13 prósent allra framanákeyrslna og 12 pró- sent tilfella þar sem ökumaður ekur útaf vegi eru vegna syfju. Erlendis eru 30 prósent framan- ákeyrslna og útafaksturs rakin til syfju og fjórir af hverjum tíu við- urkenna að hafa dottað undir stýri. Í umræðum um erindið kom fram sú spurning hvernig tengsl syfju og slysa eru metin. Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rann- sóknarnefndar umferðarslysa, sat fyrir svörum og sagði að syfja væri aldrei skráð sem orsök slyss nema öruggur vitnisburður væri fyrir hendi. Þess vegna telur hann öruggt að syfja sem orsök slysa sé stórlega vanmetin. Gunnar segir Íslendinga í mörg- um tilfellum hvílast of lítið og til- tók margar ástæður þess vegna. Kæfisvefn er ein þessara ástæðna og hefur verið mikið rannsakaður. Fjögur prósent karla og tvö pró- sent kvenna á Íslandi þjást af kæfi- svefni. „Það er staðreynd að akstur skiptir miklu máli við kæfisvefn og tölur sýna að syfja getur verið jafn hættuleg og ölvun við akstur. Meðferð við kæfisvefni lagar dag- syfju og eykur færni til aksturs. Tölur sýna að ef 500 einstaklingar með kæfisvefn eru meðhöndlaðir eigum við að geta forðað einu bana- slysi, 75 slysum þar sem fólk meið- ist og 200 slysum þar sem verður tjón.“ Gunnar telur að vitundarvakn- ing þurfi að verða hjá Íslendingum varðandi syfju og akstur. Eins bendir hann á nauðsyn þess að aðvörunarkerfi verði sett í bíla og vegi auk þess að gert verði ráð fyrir aðstöðu til hvíldar í vegakerf- inu. Tölur sýna að ef 500 einstaklingar með kæf- isvefn eru meðhöndlaðir eigum við að geta forðað einu banaslysi, 75 slysum þar sem fólk meiðist og 200 slysum þar sem verður tjón.“ Hvaða fyrrverandi forsæt- isráðherra Ítala fékk aðsvif í beinni sjónvarpsútsendingu um helgina? Hverjir urðu Íslandsmeistar- ar karla í knattspyrnu innan- húss á sunnudag? Hver var kjörinn Herra Ísland á Broadway síðastliðinn fimmtudag? Lögregla í New York borg í Bandaríkjun- um varð manni að bana og særði tvo í skothríð á laugardag. Hundruð manna komu saman á sunnudag- inn til þess að mótmæla þessum verknaði lögreglunn- ar og kröfðust sumir þess að lögreglustjóri borgar- innar segði af sér. Maðurinn sem lést átti að gifta sig nokkrum tímum síðar. Atvikið átti sér stað fyrir utan nektar- dansstað þar sem mennirnir höfðu verið að skemmta sér. Þeir voru óvopnaðir, en allir þeldökkir. „Við getum ekki leyft að þetta haldi áfram,“ sagði Al Sharpton, prestur og mannréttindafrömuður, sem tók sér stöðu með mótmælendum fyrir utan sjúkra- hús í borginni þar sem annar hinna særðu lá. „Við verðum að átta okkur á því að við vorum öll í þessum bíl,“ bætti hann við. Borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, sagði lögreglumennina hafa haft ástæðu til að halda að mennirnir væru vopnaðir. Fimm lögreglumenn, sem áttu þarna hlut að máli, hafa verið sviptir skotvopnum sínum og sendir í leyfi. Lögregla skaut fimmtíu sinnum á bíl þeirra og hæfði 21 sinni. Annar eftirlifandi mannanna er þungt haldinn á sjúkrahúsi með ellefu skotsár. Engin vopn fundust í bílnum eða á mönnunum. Líðan Haraldar Hannesar Guðmundssonar, sem lenti í fólskulegri líkamsárás í London um þarsíðustu helgi, er óbreytt. Honum er haldið sofandi í öndunarvél. Um helgina var svefnlyfja- skammtur Haralds minnkaður til að athuga hvort hann myndi vakna. Hann komst hins vegar ekki til meðvitundar að sögn Harðar Helga Helgasonar, vinar hans. Aftur verður reynt að vekja Harald á næstu dögum. Að sögn Roberts Gurr, hjá lögreglunni í Bethnal Green í London, hefur rannsókn málsins ekki skilað árangri. Haraldi enn haldið sofandi Gefðu göngu- greiningu í jólagjöf • Gjafakort • Tíu banaslys á sjö árum rakin til þreytu ökumanns Frá 1998 til 2005 létust tíu einstaklingar í umferðarslysum á Íslandi þar sem þreyta ökumanns var slysa- valdur. Syfja er talin jafnhættuleg og ölvun við akstur. Sérfræðingur segir brýnt að vitundarvakning verði. Stofnmæling botnfiska að haustlagi var gerð í ellefta sinn dagana 28. september - 30. október síðastliðinn. Rann- sóknasvæðið miðast við landgrunn Íslands allt niður á 1.500 metra dýpi og er skipt í grunn- og djúpslóð. Til rannsóknanna voru notuð bæði rannsóknaskip Hafrann- sóknastofnunarinnar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmunds- son. Alls var togað á 381 stað allt í kringum landið. Helstu niðurstöður eru þær að stofnvísitala þorsks lækkar, ýsa, grálúða og djúpkarfi standa nokkurn veginn í stað en stofnvísi- tala gullkarfa hefur hækkað. Vísitala þorsks lækkar nokkuð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.