Fréttablaðið - 28.11.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.11.2006, Blaðsíða 46
! KL. 20.00Sjötugasta og fjórða Skáldaspíru- kvöld Lafleur útgáfunnar verður haldið í Iðu. Skáldkonan Ásdís Óla- dóttir les úr fimmtu ljóðabók sinni, Margradda nóttum, sem út kom fyrir skömmu. Auk þess mun gítarleikar- inn Jónas Elí leika nokkur vel valin lög. Ræðir þýðingu öndvegisverka Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur og list- rænn stjórnandi kammer- kórsins Carminu, kom fram með hinni heimsþekktu söngsveit Tallis Scholars á tónleikum þeirra í Kaup- mannahöfn um síðustu helgi. Stefnt er að áfram- haldandi samstarfi milli kóranna tveggja. Tónleikarnir á sunnudag voru sam- starfsverkefni dansks kórs, Musica Ficta, og breska kammerkórsins Tallis Scholars en tilgangurinn var að sögn Árna Heimis að flytja þar verk sem sjaldan heyrast sökum þess hversu umfangsmikil þau eru. „Við fluttum til að mynda verkið „Spem in alium“ eftir Thomas Tall- is sem er skrifað fyrir fjörutíu sjálfstæðar raddir og verk eftir Ockeghem fyrir þrjátíu og sex raddir. Hið fyrstnefnda sungum við reyndar tvisvar, en í ólíkum upp- setningum fyrst það var búið að æfa það upp,“ segir hann og kímir. Auk þess sungu kórarnir einnig tvær stórar messur og önnur minni verk. Efnisskrá sem þessi eru vita- skuld fáheyrð en áhugasamir tón- listarunnendur geta notið þessarar viðamiklu efnisskrár hjá útvarps- stöðinni Danmarks Radio sem mun útvarpa tónleikunum á næstu dögum en hægt er að hlusta á flutn- ing þeirra á netinu. Árni Heimir hefur unnið tölu- vert með Tallis Scholars og þekkir stjórnanda hópsins, Peter Phillips, þar sem hann lærði hjá honum kór- stjórn og endurreisnarsöng á sínum tíma. „Þetta var reglulega gaman og mikill heiður fyrir mig, þetta er í fyrsta skipti sem ég syng með þeim á tónleikum í þeirra nafni,“ segir hann. Margir minnast tónleika Tall- is Scholars í Langholtskirkju fyrr á þessu ári en þar söng Carmina-kór- inn með þeim en félagi úr sveitinni, Andrew Carwood, stýrði einnig með Carminu-félögum á Sumartón- leikum í Skálholti í ágúst. Árni Heimir stofnaði kammerkórinn Carminu sumarið 2004 með það að markmiði að flytja kórtónlist end- urreisnarinnar á Íslandi. Meðlimir kórsins eru allir þrautþjálfaðir söngvarar og hafa hlotið mikils- verða reynslu innan annarra kóra. Þar sem heimur endurreisnarkór- anna er ekki stór áréttar Árni Heimir að fólk sé fljótt að kynnast innan hans. „Þótt félagarnir í Tallis Scholars séu ótrúlega frægir og með farsælan frama eru allir til- búnir að miðla af því sem þau kunna. Þetta er svo vingjarnlegt fólk líka og þau eru óspör á ráð- leggingar. Þau gera auðvitað mest af því að ferðast um heiminn og syngja sína eigin tónleika en það eru nokkrir aðrir kórhópar sem eru í vinaklíkunni þeirra,“ segir hann og nefnir þar Carminu og Musica Ficta en stjórnandi hans Bo Holten og Peter Phillips eru gamlir vinir. „Samstarf okkar við Tallis Schol- ars heldur áfram á næsta ári en í mars munum við frumflytja saman á Íslandi sálumessu eftir endur- reisnarskáldið Victoria og svo er hugsanlegt að Peter Phillips komi hingað og stjórni okkur,“ útskýrir Árni Heimir. „Þetta var raunar hug- myndin að baki stofnun kórsins, að flytja inn eitthvað af þessari ótrú- legu þekkingu sem býr í þessu hæfileikafólki, vitneskjunni sem besta fólkið í bransanum hefur safnað sér því mörg þeirra hafa flutt þessa tónlist áratugum saman um allan heim.“ Auður Jónsdóttir rithöf- undur er komin til lands- ins og í kvöld mætir hún í Alþjóðahúsið til umræðna um nýja skáldsögu sína, Tryggð- arpant, og stöðu fólks af erlendum uppruna í íslensku samfélagi á Kaffi Kúltúra í Alþjóðahúsinu. Katrín Jakobsdótt- ir fjallar um Auði Jónsdótt- ur og Tryggð- arpant og Auður Jónsdóttir les úr sögu sinni. Tatjana Latin- ovic, formaður Samtaka kvenna af erlendum upp- runa, talar fyrir hönd samtakanna. Katrín Jakobsdóttir stýrir pallborðsumræð- um þar sem þátttakendur eru Auður, Tatjana, Amal Tam- ini og Sabine Leskopf. Dagskráin hefst klukkan 20. Í gagnrýni í Fréttablaðinu í gær var því haldið fram af gagnrýn- anda að Auður hafi samið tvær skáldsögur. Það er rangt eins og hollur lesandi benti ritdómara á: Skáldverk Auðar eru utan Tryggð- arpants og Fólksins í kjallaranum, Allt getur gerst frá 2005. Algjört frelsi frá 2001 og Stjórnlaus lukka frá 1998. Það er hér með leiðrétt og beðist velvirðingar á þessari vangá. Umræðukvöld með Auði Björk Bjarkadóttir myndlistar- kona hlaut íslensku myndskreyti- verðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm fyrir bókina Amma fer í sumarfrí. Verðlaunin voru afhent við opnun sýningar- innar Þetta vilja börnin sjá! í Gerðubergi á laugar- dag. Björk var fjarri góðu gamni og tók Harpa Þórsdóttir við verð- laununum en Björk býr í Noregi. Þetta er í fimmta sinn sem verðlaunin eru veitt en að þeim standa, ásamt Menningar- miðstöðinni Gerðu- bergi, Félag íslenskra bóka- útgefenda, Myndstef og Penninn. Í dómnefndinni eru þau Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, Kalman le Sage de Fontenay auglýsinga- teiknari og Nanna Kristín Magn- úsdóttir leikkona. Í áliti dómnefndar sagði: „Frá upphafi hefur það verið yfirlýst markmið dómnefndar að veita verðlaunin íslenskri barnabók sem innihéldi frumsaminn, hug- myndaríkan og mannbætandi texta og myndir, helst þannig að myndirnar ykju við textann í stað þess að endurspegla hann, bók sem einnig stæði fyrir sínu sem prentgripur. Verðlaununum er síðan ætlað að hvetja bæði útgef- endur og höfunda texta og mynda til frekari dáða. Það er álit dóm- nefndar að í ár sé meiri fag- mennska ríkjandi í myndskreyt- ingum íslenskra barnabóka en oft áður, og má vera að Dimmalimm eigi einhvern þátt í þeim framför- um. Það má ekki síst þakka ýmsum for- ritum sem bjóðast innan tölvutækn- innar. Um leið virð- ist tæknin leiða til nokkurrar einsleitni og skerðingar ímynd- unaraflsins, þannig að svipuð höfundar- einkenni eru á bókum eftir aðskiljanlega höf- unda. Alltént voru það barnabækur með gamla laginu, teiknaðar og mál- aðar í höndunum, sem höfðuðu mest til dómnefndar, þar með talið auðvitað verðlaunabókin í ár. Höfundur bókarinnar hefur vakið athygli dómnefndar allar götur frá því að stofnað var til Dimmalimm-verðlaunanna. Hann semur texta sína jafnan sjálfur, og meðfram þeim þróar hann sér- kennilegan og ísmeygilegan frá- sagnarstíl sem fer bil beggja milli barnateikninga og evrópskrar myndlistar, ekki síst súrrealisma. Höfundurinn fer vel með rými bókarinnar, teygir myndir sínar og texta vítt og breitt um síður með skemmtilegum hætti, og hefur vit á að tæpa á margvísleg- um þáttum þannig að glöggur les- andi verði að bera sig eftir þeim, í stað þess að láta allt liggja í augum uppi.“ Gerðuberg mun, í samstarfi við Borgarbókasafn, taka á móti um þúsund átta ára skólabörnum á sýninguna Þetta vilja börnin sjá! á næstu vikum. Fyrstu hóparnir komu í gærmorgun og skoðuðu sýninguna, kusu bestu mynd- skreyttu barnabókina, fóru í rat- leik og fengu síðan upplestur úr þeirri bók sem hlaut flest atkvæði. Fullbókað er á sýninguna fram að jólum en nokkrir hópar til viðbót- ar komast að í janúar. Verðlaunamyndlýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.