Fréttablaðið - 28.11.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.11.2006, Blaðsíða 24
ÍFréttablaðinu á sunnudaginn var viðtal við Magnús Scheving um frægð og framgang Latabæj- ar. Þetta er eitt af fjölmörgum við- tölum og greinum og fréttum um „ólinnandi söngfrægð“ þessa sjón- varpsefnis fyrir börn um heim allan svo vitnað sé í söguna góðu um Garðar Hólm. Nú ber svo við að í síðasta Tímariti Máls og menn- ingar birtist gagnrýnin grein um Latabæ og á því getur bara verið ein skýring að mati Magnúsar: „Án þess að vita neitt um það efast ég um að hún [greinarhöfundur] eigi börn. Það skiptir töluverðu máli þegar maður eignast börn, þá hugsar maður öðruvísi,“ segir Magnús. Það síðastnefnda get ég, grein- arhöfundurinn, tekið undir. Það breytti lífi mínu mjög þegar við hjónin eignuðumst strákana okkar tvo. Þá kviknaði líka áhugi minn á barnamenningu og barnabók- menntum. Ég vil gera eitt alveg ljóst í upp- hafi þessa máls. Ég hef ekkert á móti peningum. Ég hef ekkert á móti því að menn fái almennilega borgað fyrir vinnu sína og komi þeir ár sinni fyrir borð og auðgist á heiðvirðan hátt er nákvæmlega ekkert að því heldur, að mínu mati. Það er líka alveg ljóst að Latibær er ekki góðgerðarfyrirtæki heldur stórt og vaxandi menningariðnað- arfyrirtæki sem veltir hundruð- um milljóna. Framleiðsla sjón- varpsþáttanna er byrjunin. Framleiðsla leikfanga og hliðar- efnis sem tengjast þeim munu velta enn meiri fjármunum ef þættirnir slá í gegn en það er í raun ekki komið í ljós enn. Sam- kvæmt Brown Johnson, yfirmanni barnaefnis hjá sjónvarpsstöðinni Nikolodeon Junior, þarf að keyra sjónvarpsþættina í eitt til tvö ár áður en hægt er að byrja að selja búninga og leikföng sem byggja á persónum þáttanna. Í grein Morg- unblaðsins um Latabæ 29. sept- ember 2005 er talað við hann og þar er talað um Latabæjarvörur og segir: „Samkvæmt áætlunum fyrirtækisins verður meira en helmingur tekna Lata- bæjar af sölu þessara vara innan þriggja til fjögurra ára.“ Í grein- inni leggur Magnús Scheving markaðsmynd Latabæjar alveg skýrt og heiðarlega fram og það liggur ljóst fyrir að mikið er lagt undir og mikið uppúr framleiðsl- unni að hafa ef vel tekst til. Það er ekkert leynd- armál. Í greininni sem ég skrifaði í síð- asta hefti Tímarits Máls og menn- ingar undir yfirskriftinni „Lati- bær er skyndibiti“ fjalla ég um þróun Latabæjar, frá gamaldags barnabókum með sterku kennslu- fræðilegu yfirbragði yfir í þá hátækniframleiðslu sem sjón- varpsþættirnir um Latabæ eru orðnir. Mér finnst barnabækurnar hreint ekki góðar og rökstyð það. Mér finnst sjónvarpsþættirnir heldur ekki góðir og rökstyð það líka. Titill greinarinnar vísar til þessar gagnrýni. Titillinn er myndhverfing sem gefur á fín- gerðan hátt í skyn að ég telji Lata- bæ ekki vera staðgott, andlegt fæði fyrir börn heldur hið gagn- stæða. Þetta kýs Magnús Scheving að misskilja sem svo að ég telji Lata- bæjarvörur tengdar ruslfæði en það hef ég aldrei sagt. Það kemur fram í hverju einasta viðtali og grein um Latabæ að hann tengist ekki óhollustu og þetta er einn veigamesti hlutinn af ímynd og markaðsfærslu fyrirtækisins. Þeir sem láta sig barnamenningu varða hafa hins vegar haft áhyggj- ur af samþjöppun fyrirtækja sem gera út á barnamarkað. Þannig hefur útgefendum barnabóka snarfækkað í Bandaríkjunum síð- ustu tíu árin. Forlög verða stærri, þau eiga bókabúðir og tengjast sjónvarpsstöðvum þar sem mark- aðsfræðingar eru aðalráðgjafar í gerð barnaefnisins. Þegar allt þetta batterí er samkeyrt er erfitt fyrir foreldra og börn að standa á móti pressunni. Foreldrarnir opna buddurnar, ef ekki börnin sjálf. Menntunarfræðingar hafa haft áhyggjur af leikfangaframleiðslu eða „spin off“ fram- leiðslu í framhaldi af sjónvarpsþáttum og áhrifum þeirra á leik barna. Sumir segja að það sé verið að stýra dýrmætum leikjum barnanna, hefta ímynd- unarafl þeirra og móta það á óæskilegan hátt. Aðrir segja að þetta sé svartagallsraus og ekk- ert geti stýrt leikjum barna, þau séu litlir stjórnleys- ingjar og muni alltaf fylgja regl- um ímyndunaraflsins en ekki for- skriftarinnar. Enn aðrir segja að þó börnin api ekki eftir söguþráð- um sjónvarpsþáttanna, komin í búninga Spartacusar og Step- hanie, þá taki þau upp hreyfi- mynstur persónanna auk þess sem þættirnir móti fagurfræðileg við- mið þeirra, hugmyndir um sögu- framvindu eða fléttu, hraða og takt, liti og form, leiklist, myndlist og tónlist. Hvernig kæmi Latibær út úr slíkri athugun? Latibær ein- kennist af svo hröðum klippingum að því hefur verið líkt við tónlist- armyndbönd. Hvaða áhrif hefur það á markhóp þáttanna sem eru forskólabörn, þriggja til sjö ára? Hvaða áhrif hafa klisjurnar og endurtekningarnar á hugmyndir barnanna um söguþróun? Væri ekki vert að bankar og nýsköpun- arsjóðir legðu peninga í að rann- saka það? Latibær hefur fengið mikinn stuðning og ótrúlega velvild á Íslandi og á sér heita aðdáendur frá litlum börnum til æðstu emb- ættismanna. Ef aðeins eru lesnar fréttir af velgengni Latabæjar úti í heimi í íslenskum blöðum birtist lesanda fögur mynd. Hún verður flóknari ef menn nenna að skoða umræður barna og unglinga erlendis um Latabæ á netinu. Margt er þar alls ekki eftir haf- andi. Hins vegar er mikil þörf og nauðsyn á gagnrýninni umfjöllun um barnaefni í íslenskum fjöl- miðlum og ég lýsi eftir henni. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Latibær – alltaf hress, aldrei skemmtilegur! Síðastliðið vor urðu þau ánægju-legu tíðindi að verkefnið Karl- ar til ábyrgðar (KTÁ) var endur- reist. Verkefnið er meðferðartilboð fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Hafi þeir gert sér grein fyrir því að ofbeldisbeit- ing þeirra er vandamál og vilji þeir reyna að breyta hegðun sinni þá er KTÁ leið sem þeim stendur til boða. Það er hins vegar algert skilyrði að karlar leiti sér sjálfir aðstoðar, séu reiðubúnir til að taka þetta skref. Sjálf meðferðin felst í sál- fræðilegri aðstoð við að breyta hegðun. Í upphafi er um nokkur einkaviðtöl að ræða en megin- þungi meðferðarinnar er yfirleitt í hóp. Þar geta skjólstæðingar rætt reynslu sína og aðstoðað hver annan í breytingaferlinu. Erlend og innlend reynsla hefur sýnt að slíkir hópar geta skipt verulega miklu máli fyrir hvernig til tekst. Margir telja að ofbeldis- beiting þeirra sé einstök og sá vandi sem þeir eru að takast á við sé bundinn við þá eina og samband þeirra. Það skiptir miklu máli að menn komist að því að svo er ekki. Mun fleiri eru í svipuðum sporum og takast á við svipaðan vanda. Mikilvægt er að undirstrika að meðferðin er ekkert kraftaverk. Ekki er um það að ræða að skyndilega ljúkist upp augu manna og þeir átti sig á hvað hegðun þeirra hefur skemmt mikið í þeirra eigin lífi og hjá þeim sem næst standa. Oft er um að ræða hegðun- armynstur sem lengi hefur verið til staðar og á jafnvel rætur að rekja til æsku. Það tekur tíma að breyta slíku, læra nýja hegðun, ný viðbrögð við erfiðleikum til- verunnar. En erlendar athuganir sýna að það er hægt. Fyrri tilraun til reksturs þessa meðferðarúrræðis sýndi líka að þetta er hægt hérlendis. Athugun á meðal skjólstæðinga sýndi að þeir voru ánægðir með meðferð- ina og töldu hana hafa gagnast sér verulega. Enn meira máli skiptir þó að konurnar voru ánægðar og töldu margt hafa breyst til betri vegar. Lífsgæði þeirra höfðu aukist, þær hlógu oftar, fannst þær frjálsari og þótti sem þær gætu rætt fleiri mál við maka sinn en áður. Allt er þetta gott og blessað en það er þó e.t.v. ekki síst börnin sem vonir eru bundnar við. Það sýndi sig í áðurnefndri athugun að þar sem börn voru í samband- inu höfðu þau undantekningar- laust orðið vitni að ofbeldinu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hvílíkt áfall slíkt er fyrir börnin, þessi reynsla setur mark á þau alla ævi. Það hefur líka sýnt sig að það er verulega aukin hætta á að börn sem hafa orðið vitni að ofbeldi á æskuheimili beiti sjálf ofbeldi á fullorðinsárum. Þetta verður félagslegur vítahringur sem afar mikilvægt er að rjúfa. Aðstandendur verkefnisins vona auðvitað að skjólstæðingar hætti að beita ofbeldi gegn þeim sem næst standa og öðrum. Vonin er að bæði gerandinn og þoland- inn lifi betra lífi eftir meðferðina en áður. En við bindum líka vonir við að sú upplifun barnanna að faðir þeirra sé að leita sér aðstoðar til að hætta að nota ofbeldi geti leitt til þess að síður sé hætta á að þau endurtaki hegðunina þegar þau eru sjálf komin með fjölskyldu. Meðvit- undin um að pabbi sé að reyna að hætta stuðli að því að þau geri sér enn frekar grein fyrir því að um sé að ræða hegðun sem ekki sé eðlileg og viðurkennd. Verkefnið Karlar til ábyrgðar er þannig einnig hugsað sem leið til að rjúfa áðurnefndan félagslegan víta- hring. Höfundur er verkefnisstjóri Karlar til ábyrgðar. Karlar til ábyrgðar 29. nóv 19:00-22:00 í Skútuvogi Miðvikudagskvöldið Rómantískt Parakvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.