Fréttablaðið - 28.11.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.11.2006, Blaðsíða 6
 „Það er óþolandi að fjármunir megi ráða útliti mið- bæjarins,“ segir séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir sem er ein fjöl- margra sem mótmæla fyrirhuguð- um breytingum á svokölluðum Frakkastígsreit. Samkvæmt hugmyndum Vatns og lands ehf., eiganda lóðarinnar sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu, verða húsin á reitnum rifin og 11.300 fermetra verslunarhús byggt í staðinn. Undir húsinu á að auki að vera bílakjallari á þremur hæðum. Mótmælin hafa streymt til borg- aryfirvalda. Húsafriðunarnefnd ríkisins segir yfirdrifið byggingarmagnið vera algerlega úr takti við umhverfið og spilla einkennum Laugavegarins. Eindregið sé mælt með því að húsin númer 41, 43 og 45 verði ekki rifin. Varðveislan dragi ekki úr möguleikum á nýt- ingu reitsins: „Þvert á móti leysir hún mikinn vanda sem felst í því að laga alltof stóra nýbyggingu að smágerðum og litríkum mæli- kvarða Laugavegarins.“ Íbúar við Frakkastígsreitinn mótmæla uppbyggingunni kröft- uglega. Auk þess að nefna fagur- fræðilegar ástæður segjast þeir myndu tapa bæði útsýni og sólar- ljósi og verða fyrir miklum óþæg- indum vegna torgs sem verði í bakgarði nýja verslunarhússins. Búast megi við gífurlegu ónæði á framkvæmdatímanum. Rýnihópur um útlit bygginga í miðborginni segir nýbygginguna eiga að vera svo stóra að erfitt verði að hanna útlit hennar án þess að „misbjóða“ umhverfinu. Að minnsta kosti ætti að leyfa steinhúsinu á Laugavegi 43 að standa áfram. Eigandi lóðanna segir reyndar í nýjustu tillögu sinni að „horft verði til þess“ að halda útliti framhliðar Laugaveg- ar 43. Séra Auður Eir segir í sínu mót- mælabréfi til borgarinnar sem vitnað var til hér í upphafi að gamli húsastíllinn í miðbænum sé fjársjóður sem glapræði sé að eyðileggja með því að færa stíl nýrri hverfa inn í miðbæinn. Óþol- andi sé að þeir sem eigi peninga til að kaupa gömul hús fái að rífa þau og byggja það sem þeim sýnist: „Þetta er jafn óþolandi og það væri ef auðfólk keypti Tjörnina og breytti henni í bílastæði, eða keypti Dómkirkjuna eða Landa- kotskirkju til að flytja burt eða gera við þær það sem þeim sýnd- ist,“ segir séra Auður Eir. Auðmenn ráði ekki útliti miðbæjarins Húsafriðunarnefnd og fjöldi íbúa mótmæla niðurrifi gamalla húsa og byggingu stórs verslunarhúss á Laugavegi. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir segir óþolandi að fjársterkir menn geti rifið gömul hús og byggt í staðinn það sem þeim sýnist. Eiga íslensk stjórnvöld að biðj- ast afsökunar á stuðningi við innrásina í Írak? Á RÚV að vera á auglýsinga- markaði? Fullkomið skjól Timberland PRO softshell jakki 12.900 kr. Timberland PRO goretex úlpa 23.990 kr. Timberland PRO vatnsheld úlpa 7.900kr. Timberland PRO öryggisskór 13.990kr. SÆ B R A U T D ug g uv o g ur Súð arvo gur K na rr ar vo g ur Endurvinnslan VIÐ ERUM HÉR! ESSO Aðföng 14 verslanir – sjá www.esso.is Sími 560 3433 Knarrarvogi 4 Karlmaður á fertugsaldri slasaðist alvarlega í fallhlífarslysi við Svignaskarð í Borgarfirði rétt eftir hádegið á sunnudaginn. Maðurinn var að fljúga fallhlíf, sem útivistarmenn nota til að láta draga sig í vindi, þegar hlífin lenti í snarpri vindhviðu. Dróst maður- inn með henni tíu metra og brotlenti ofan í skurði. Maðurinn rifbeinsbrotnaði og hlaut brjóstholsáverka. Hann var fluttur á gjörgæsludeild Landspít- alans við Hringbraut þar sem hann gekkst undir aðgerð. Að sögn svæfingalæknis er manninum haldið sofandi í öndunarvél. Á gjörgæslu eft- ir fallhlífarslys Atvik milli tveggja hjúkrunarfræðinga að næturlagi heima hjá öðrum þeirra varð til þess að yfirmaður þeirra taldi ófært að þeir störfuðu áfram saman á geðsviði Landspítalans við Hringbraut. Annar hjúkrunar- fræðingurinn, 36 ára gömul kona, var því flutt til í starfi og sagt að mæta til vinnu á Kleppi. Konan sættir sig ekki við flutn- inginn og hefur stefnt spítalanum fyrir dómstóla. Málið kann að leiða til uppsagnar hennar. Atburðurinn sem leiddi til þess að ákveðið var að flytja konuna á Klepp varð aðfaranótt laugardags- ins 3. september. Hinn hjúkrunar- fræðingurinn, sem er karlmaður, kvartaði undan konunni og hinn 17. október var henni tilkynnt í bréfi frá deildarstjóra móttöku- geðdeildar að ágreiningur þeirra tveggja myndi valda röskun á starfinu. Hún ætti því að mæta til vinnu á Kleppi. „Lýsing á atviki frá báðum aðil- um, leiðir líkum að því að farsæl- ast sé að hjúkrunarfræðingarnir vinni ekki náið saman á næstunni,“ segir í bréfi deildarstjórans. Hvorki lögmaður konunnar né spítalinn vilja upplýsa hvað á að hafa gerst umrædda nótt. Konan sótti um flýtimeðferð á málinu fyrir dómstólum sem höfnuðu því þar sem í ráðningarsamningi kon- unnar væri ákvæði um að hún gæti flust á milli deilda og að vinnutími og laun væru eins og áður. Þá myndi hún eftir sem áður verða styrkt af geðsviði í endurmenntun í hugrænni atferlismeðferð. Hjúkrunarfræðingur til starfa á Kleppi gegn vilja sínum Dómsúrskurður um að lögreglunni í Reykjavík væri leyfilegt að hlera síma Hannibals Valdimarssonar var kveðinn upp sunnudaginn 26. febrúar 1961, en þá sat Hannibal á þingi og naut því þinghelgi. Þetta kemur fram í gögn- um sem Ólafur, sonur Hannibals, hefur fengið frá þjóðskjalaverði. Að sögn Ólafs var úrskurðurinn fenginn að beiðni dómsmálaráðu- neytisins og Baldur Möller deildar- stjóri skrifaði undir beiðnina fyrir hönd ráðuneytisins. Sakadómari, Valdimar Stefánsson, kom þann sama dag upp í ráðuneyti og kvað upp dómsúrskurð um að hlerun væri heimil á heimasíma Hannibals og vinnusíma hans hjá Alþýðusam- bandi Íslands, en Hannibal var for- seti þess. Einnig var veitt heimild til hlerunar á símanúmerum ann- arra, en yfir þau hefur verið strik- að. Annar af tveimur vottum að úrskurðinum var Sigurjón Sigurðs- son, þáverandi lögreglustjóri. Dómsúrskurður Valdimars byggist á tveimur röksemdum. Að þeir sem hleraðir skuli, liggi undir grun um að vilja trufla starfsfrið Alþingis og að þeir séu grunaðir um að ógna öryggi ríkisins. Á þessum tíma var Hannibal annar af tveimur leiðtogum stjórn- arandstöðunnar, búinn að sitja á þingi í hálfan annan áratug, eða síðan 1946. Hann hafði verið í ríkis- stjórn skömmu áður, gegndi emb- ætti félags- og heilbrigðismálaráð- herra til ársloka 1958. Ekki fylgir upplýsingum þjóð- skjalavarðar hversu lengi hleran- irnar stóðu yfir né hver nýtti sér upplýsingar úr þeim. Ekki heldur hvað um þær varð. Sími þingmanns var hleraður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.