Fréttablaðið - 28.11.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.11.2006, Blaðsíða 28
Hvað er þráhyggja? Er hætta á því að fólk fram- kvæmi það sem felst í þráhyggjunni, t.d. skaði barn sitt, og hvernig má losna við þessar hugsanir? Þráhyggja eru óboðnar þrálátar hugsanir, hugarsýn eða hvatir sem viðkomandi einstaklingur getur ekki sætt sig við, á erfitt með að hafa stjórn á og valda mikilli vanlíðan. Sem dæmi má nefna heittrúaða konu sem hugsar syndsamlegar hugsanir eða maður sem telur að hann muni valda flugslysi með því að sjá það fyrir sér. Flestir eða allt að 90 prósent fólks upplifa óboðn- ar hugsanir, hugarsýnir eða hvatir en fólk túlkar þær á ólíkan hátt. Eini munurinn á þeim sem þróa með sér þráhyggju og öðrum er sá að þeir fyrr- nefndu líta svo á að hugsanirnar séu mikilvægar og að þær segi eitthvað um viðkomandi sem mann- eskju. Þá reyna þeir stundum reynt að bæla þær niður, líta framhjá þeim eða gera þær hlutlausar með annarri hugsun eða athöfnum. Þeir sem hafa tilhneigingu til að þróa með sér þrá- hyggju eru oft þeir sem hafa sérstaklega sterka réttlætis- og siðferðiskennd og standa í þeirri mein- ingu að hugsun jafngildi gjörðum. Þunglyndir og kvíðnir geta haft tilhneigingu til að þróa hana með sér vegna þess að þunglyndir einblína oft á nei- kvæða skýringu á hegðun sinni og vitað er að kvíði eykur þráhyggju. Algengustu tegundir þráhyggju eru hræðsla við sýkingarhættu, einnig að efast í sífellu um hluti, t.d. hvort gleymst hafi að slökkva á eldavélinni, og svo hugsun um ágenga eða ógnvekjandi hegðun s.s. að skaða sig eða aðra. Þráhyggjuhugsanir (hugarsýn eða hvatir) um að skaða eigið barn voru með fyrstu sálrænu kvillun- um sem skrifað var um í tengslum við líðan móður eftir barnsburð. Þráhyggjan felst t.d. í því að for- eldri sér fyrir sér að það skaði barn sitt með ein- hverjum hætti og hugsar um sorgina og áfallið í fjölskyldunni sem fylgi því. Þessum hugsunum fylgir aukin fjarlægð milli foreldris og barns þar sem foreldrið treystir sér ekki til að umgangast það vegna hræðslu um að missa stjórn á sér. Niðurstöður einnar rannsóknar sýndu að af 100 þunglyndum mæðrum þá hafði 21 endurteknar hugsanir um að skaða barn sitt og gerði varúðarráðstafanir vegna þess og 24 treystu sér ekki til að vera einar með börnum sínum. Þróunin á slíkri þráhyggju gæti verið á þá leið að manneskja sem er undir miklu álagi eða reið gæti veitt óásættanlegri hugsun athygli, orðið hrædd og haldið að hún væri að verða geðveik og myndi missa stjórn á sér. Það er mjög eðlilegt að veita því athygli sem fólk hræðist en þar af leiðandi beinist hugsunin að því. Afleiðingar þráhyggju geta verið miklar fyrir fólk, t.d. sá ein kona það fyrir sér að hún stingi börn sín og varð þetta til þess að hún forðaðist að komast í snertingu við oddhvassa hluti, setti lás á eldhús- dyrnar og fór ekki þar inn nema í fylgd annarra fullorðinna. Algengt er að fólk tjái sig ekki um þráhyggju sína vegna sektarkenndar og af ótta við að aðrir leggi sömu merkingu í hana og telji það slæmar mann- eskjur fyrir vikið. Þessi þögn kemur hins vegar í veg fyrir að manneskjan fái hjálp og geti afsannað þá merkingu sem hún leggur í þráhyggjuna. Inni- hald þráhyggjunnar er ekki vísbending um einhvers konar undirliggjandi persónuleika sem á fyrr eða síðar eftir að spretta fram og framkvæma þessa hluti. Meðferð við þráhyggju þar sem viðkomandi hefur ekki þróað með sér áráttu felst meðal annars í hugrænni nálgun. Vegna þess að þráhyggju er við- haldið með því að forðast hana er manneskjan látin horfast í augu við þráhyggju sína hvort sem um er að ræða hugsun, hugarsýn eða hvatir og þannig gerir hún sér grein fyrir að þótt hugsunin sé óþægi- leg þá er hún ekki hættuleg. Einnig er unnið með bjagaðar hugsanir s.s. að ofmeta líkur á hættu og að ýkja ábyrgðarkennd. Síðast en ekki síst er mikil- vægt að manneskjan geri sér grein fyrir því að ekki er hægt að hafa fullkomna stjórn á hugsun. Ljósið eflir lífsgæði krabba- meinsgreindra og aðstand- enda þeirra á erfiðum tímum með margs konar dagskrá og stuðningi. Í safnaðarheimili Neskirkju hinu eldra hefur endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðin Ljósið starf- semi sína. Þar er hlýlegt og heimil- islegt andrúmsloft og boðið upp á handverkshús, leirlist, sjálfstyrk- ingu, jóga, slökun, göngur, kyrrð- arstundir í kirkjunni, svæðanudd og samveru svo eitthvað sé nefnt. Þegar Fréttablaðið lítur þar inn er þar fjöldi fólks við margs konar iðju. Handverkssala er á döfinni þann 3. desember og undirbúning- ur undir hana í fullum gangi. Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi er for- stöðukona Ljóssins. Frá henni staf- ar gleði og birta og þrátt fyrir að í mörg horn sé að líta gefur hún sér tíma í smá spjall. „Starfsemin hófst í september 2005 og það hefur sýnt sig að hún er mikilvæg. Aðaltilgangur hennar er að draga úr streitu og kvíða hjá þeim sem greinst hafa með krabba- mein og aðstandendum þeirra og efla andlegan, líkamlegan og félagslegan þrótt. Það er svo mikil- vægt að stuðla að jákvæðni og ná upp virkni,“ lýsir Erna og segir með því hægt að draga úr þeim hliðarverkunum sem sjúkdómur- inn hefur. Mannlegar áherslur eru í fyrir- rúmi hjá Ljósinu þannig að fólk upplifi sig velkomið, að sögn Ernu. „Eitt af markmiðum Ljóssins er að efla tengsl og traust á milli fólks sem er í svipaðri aðstöðu,“ segir hún og leggur áherslu á að mikil samhjálp sé þar ríkjandi. „Hingað koma heilu fjölskyldurnar og eiga góðar stundir saman, taka þátt í þeim viðfangsefnum sem boðið er upp á, hlæja, skemmta sér og gleyma erfiðleikunum.“ Opið er alla virka daga í Ljósinu frá níu á morgnana til fjögur og ávallt mikið um að vera. „Hingað komu 107 manns í október og fjöldi heimsókna í hverri viku var 150,“ segir Erna. Hún bendir á heima- síðu Ljóssins, www.ljosid.org, og minnir svo að sjálfsögðu á notalega aðventustund þann 3. desember þar sem fallegt handverk verður á boðstólum. Hjónin Ellen Kristjáns- dóttir og Eyþór Gunnarsson syngja og spila, dansarar sýna samkvæm- isdans og kaffi og vöfflur verður selt á góðu verði. Allur ágóði renn- ur til styrktar Ljósinu. Sendir kærleiksríka geisla út í samfélagið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.