Fréttablaðið - 28.11.2006, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 28.11.2006, Blaðsíða 59
 Sepp Blatter, forseti FIFA, segir að svo lengi sem hann er við stjórnvölinn munu mynd- bandsupptökur aldrei verða not- aðar til að skera úr um vafaatriði í miðjum knattspyrnuleik. „Við eigum aldrei að stöðva knatt- spyrnuleik til að horfa á upptökur til að sjá hvað gerðist,“ sagði Blatt- er. Hann sagði þó að tæknin myndi nýtast knattspyrnunni vel þegar kæmi að því að úrskurða um hvort boltinn færi yfir marklínuna í slík- um vafaatriðum. Annaðhvort með því að setja stafræna flögu í bolt- ann eða setja myndavél meðfram marklínunni. Hann sagði að þessi tækni yrði notuð á heimsmeistaramóti knatt- spyrnufélaga sem fer fram í Tókíó í desember á næsta ári. Talið er að ummæli Blatter séu mikil vonbrigði fyrir forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar sem eru taldir vilja nota myndbandsupp- tökur til að aðstoða dómara til að taka erfiðar ákvarðanir. Mikill meirihluti knattspyrnustjóra í deildinni og þjálfara mun vera fylgjandi þeirri þróun. Forráðamenn FIFA koma næst saman í mars næstkomandi og segir Blatter það líklegt að sam- bandið muni hafna öllum hug- myndum um myndbandstækni. „Það myndi fjarlægja hvatvís- ina og það sem er heillandi við knattspyrnuna. Við verðum að halda mannlegu andliti á íþrótt- inni. Svo lengi sem ég verð forseti eru engar líkur á því að mynd- bandstæknin verði notuð.“ Þá hvatti hann einnig ríkustu félög heims til að hætta að kaupa alla bestu knattspyrnumenn heimsins til sín. FIFA hefur samið tillögu sem hefur verið kölluð „sex plús fimm“ og segir til um að minnst sex leikmenn verði að vera „heimamenn“. Dómarar eiga ekki að styðjast við upptökur Bayern München íhugar nú að draga sig úr G14-samtökun- um sem eru félagasamtök ríkustu félaga Evrópu. Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður félagsins, var ómyrkur í máli gagnvart hinum félögunum og sagði að spænsk, ensk og ítölsk félög væru eingöngu að hugsa um eigin hagsmuni. „Við erum ekki hrifnir af því að borga árlegt félagsgjald, mæta á fundi og ræða málin og svo gerist ekki neitt,“ sagði Rummen- igge. „Ég efast um að G14 þjóni sínum tilgangi mikið lengur. Það er of lítið að gerast og engin samskipti við UEFA eða FIFA.“ Ósáttur við G14 Felix Sarriugarte var í gær rekinn sem knattspyrnu- stjóri spænska úrvalsdeildarliðs- ins Athletic Bilbao en liðið tapaði um helgina fyrir Sevilla, 3-1. Gengi liðsins hefur verið slakt það sem af er tímabili og er það meðal neðstu liða. „Eftir að hafa fundað í dag ákvað stjórn félagsins að Sarriugarte skyldi hætta sem knattspyrnustjóri liðsins,“ sagði í tilkynningu sem birtist á heima- síðu félagsins. Sarriugarte tók við liðinu í sumar og hefur Jose Manuel Esnal, fyrrum stjóri Alaves, verið orðaður við starfið. Ráku þjálfarann Iceland Express-deild kv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.