Fréttablaðið - 28.11.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 28.11.2006, Blaðsíða 56
 Fréttablaðið hefur á und- anförnum vikum tekið ítarleg við- töl við marga af eftirsóttustu knattspyrnumönnum landsins. Til- gangur viðtalanna var að komast til botns í hinum sérstaka íslenska leikmannamarkaði sem enginn veit mikið um. Ekki einu sinni leikmennirnir sjálfir. Hvað eru leikmenn að fá í laun? Hvaða lið borga best? Hvernig samningar eru í boði hjá hverju félagi? Hvaða félög brjóta félagaskiptareglurn- ar? Er verið að greiða leikmönn- um „svart“ og hvaða lið á flesta peningana eru meðal þeirra spurn- inga sem Fréttablaðið spurði leik- mennina að. Fréttablaðið mun alla þessa viku birta greinar sem ætlað er að varpa ljósi á leikmannamarkað- inn. Þær upplýsingar sem koma fram í greinunum eru alfarið fengnar frá leikmönnunum sjálf- um. Í dag skoðum við laun og starfsaðferðir þeirra liða sem virðast ekki hafa sama fjármagn undir höndum og turnarnir þrír – FH, KR og Valur. ÍA er stærsta liðið fyrir utan turn- ana þrjá. Félagið hefur verið í fjárhagsvandræðum síðustu ár og menn þar á bæ sýna meira aðhald í rekstri en oft áður. Fáir leikmenn liðsins eru á háum launum en með liðinu spila bræður sem hafa lifi- brauð sitt af boltanum og þeir hafa ekki farið leynt með það. ÍA greið- ir þó ekki laun bræðranna heldur einstaklingar og fyrirtæki. ÍA hefur ekki mikið á milli handanna og það sást bersýnilega þegar félagið gafst upp í barátt- unni um Reyni Leósson og Hafþór Ægi Vilhjálmsson. ÍA var einfald- lega ekki tilbúið að greiða þessum leikmönnum sömu laun og þeir fá hjá núverandi vinnuveitendum. ÍA vildi ekki eyða peningum sem það á ekki. Grunnurinn er þó að styrkjast hjá félaginu og KB banki hallar sér í ríkari mæli að félag- inu. Þær breytingar eru að verða á rekstri félagsins að greiðslurnar verða árangurstengdari í framtíð- inni. Guðjón Þórðarson vill hafa hvetjandi kerfi fyrir sitt lið og hefur haft hönd í bagga með hvernig launamálum verður hátt- að í framtíðinni hjá félaginu. Framarar hafa tapað miklu fé á undanförnum árum en það stöðv- ar liðið ekki á markaðnum. Framarar eru brenndir eftir fallið og ætla sér ekki að falla aftur. Þeir eru því til í að teygja sig nokkuð langt eftir réttu mönnunum. Þeir eru til í að greiða réttu mönnunum 300 þúsund í fastagreiðslu plús bónusa eins og staðan er í dag. Keflvíkingar eru með marga snjalla leikmenn á sínum snærum sem flest- ir eru á frekar lágum launum. Það var völlur á Keflvíkingum á sínum tíma þegar félagið fékk Guðjón Þórðarson til starfa. Keflavík gat þó ekki staðið við fjárhags- legar skuld- bindingar sínar á þeim tíma gagnvart Guð- jóni. Keflavík hefur reynt við marga stór- laxana síðustu ár án árang- urs. Félagið hefur teygt sig hæst upp í 400 þúsund á mánuði plús fríð- indi fyrir þá allra bestu en það kemur sjaldan fyrir að Keflavík bjóði svo vel. Félagið ku standa við gerða samninga í dag og eng- inn dráttur á greiðslum. Það á aftur á móti ekki við hjá nágrannafélaginu Grindavík. Þar hafa menn verið í vand- ræðum síðustu ár með að greiða leikmönnum sínum laun á réttum tíma. Grindvíkingar greiða þó ekki mörgum leikmönnum mjög há laun. Þeir bestu hjá liðinu hafa verið að fá um 200 þúsund krónur í fastagreiðslu á mánuði og svo hafa sömu menn fengið um 25 þúsund krónur fyrir spilaðan leik og sú upphæð hækkaði í 40 þúsund fyrir sigur. Grindvíkingar hafa boðið leikmönnum sínum ýmis fríðindi og til að mynda hafa leik- menn fengið að borða frítt nokkr- um sinnum í viku á veitinga- staðnum Brim sem er með venjulegan heimilismat á borð við fisk með kartöflum. Breiðablik hefur eytt miklu þótt vitað sé að félagið sé ágæt- lega stætt fjárhagslega og nýleg sala á Marel Baldvinssyni hefur sett félagið í góða stöðu en norskir fjölmiðlar greindu frá því að Molde hefði greitt á milli 20-30 milljónir króna fyrir Marel. Hluti af þeirra vanda er sá að bestu leikmennirnir hafa takmarkaðan áhuga á að spila með Blikunum. Breiðablik er vant að bjóða sterkum leik- mönnum 250 þús- und krón- ur í fasta- greiðslu á mánuði. Þá erum við að tala um fyrsta til- boð þannig að Blikar eru til í að fara hærra og þeir hafa óskað eftir gagntilboðum frá leikmönnum eftir slíkt tilboð. Blikarnir hafa verið duglegir að hafa samband við fjölskyldur leikmanna og er eitt af fáum liðum sem hefur sett sig í beint samband við móður leikmanns. Blikarnir hafa að sama skapi stundum sýnt þá kurteisi að biðja félög um leyfi til að ræða við leikmann. Slíkum bónum virðist alltaf vera hafnað af félögunum en það hefur ekki stöðvað Blika eða önnur félög hingað til. Kurteisin er þó alltaf vel metin. Víkingar hafa einnig reynt við marga leikmenn á lausu án árang- urs. Líkt og Blikar hafa þeir verið að bjóða betri leikmönnunum 250 þúsund í fastagreiðslu á mánuði. Þeir hafa síðan óskað eftir gagntil- boði. Víkingarnir bjóða einnig bónus fyrir sigurleik sem og jafn- tefli. Fylkismenn hafa boðið allt frá 150-350 þúsund í fastagreiðslu á mánuði til leikmanna síðustu ár. Athygli vekur að Fylkir býður ekki eins háan bónus og önnur lið í svipuðum styrkleikaflokki og það hefur komið leikmönnum á óvart að Árbæingar séu ekki með meira hvetjandi kerfi. Fylkir hefur þó verið að bjóða leikmönnum undir- skriftagreiðslur sem eru allt að einni milljón króna. Fylkismenn eru samt grimmir á markaðnum og seilast langt eftir þeim mönnum sem þeir vilja fá. Til að mynda hafði formaður meistaraflokksráðs karla sam- band við föður eins samnings- bundins leikmanns í júlí síðasta sumar þegar mótið var rétt hálfn- að. Flest önnur félög nota einfald- lega utanaðkomandi aðila í álíka símtöl eða leikmenn síns félags. Aðferð formannsins dugði ekki til þar sem leikmaðurinn samdi við annað félag á endanum. Á morgun: Valur FH, KR og Valur fá flesta stærstu bitana á leikmannamarkaðnum. Minni liðin hafa engu að síður oft og tíðum verið að bjóða álíka vel í leikmenn og virðast mörg hver hafa úr nægum fjármunum að spila. Dæmi eru um að minni liðin hafi boðið leikmanni hátt í hálfa milljón í mánaðarlaun en án árangurs. Flest liðin standa ágætlega við gerða samninga og minni dráttur er á greiðslum en áður. Ekkert hæft í þessum fregnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.