Fréttablaðið - 28.11.2006, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 28.11.2006, Blaðsíða 41
[Hlutabréf] Upplýsingatækni- og fjarskipta- fyrirtækið Teymi hefur samið við Kaupþing banka um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum félags- ins. Félagið var skráð í Kauphöll Íslands í síðustu viku, en starf- semi þess var áður hluti af Dags- brún. Tilgangurinn með viðskipta- vaktinni er sagður vera að efla viðskipti með hlutabréf félagsins í Kauphöllinni, en Kaupþing skuld- bindur sig til að setja daglega fram kaup- og sölutilboð í Teymi að lágmarki 500.000 að nafnvirði á gengi sem bankinn ákveður í hvert skipti. „Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum skal ekki vera meiri en 1,5 prósent og frávik frá síð- asta viðskiptaverði ekki meira en 3 prósent. Hámarksfjárhæð heild- arviðskipta dag hvern sem Kaup- þing banki hf. er skuldbundinn til að kaupa eða selja skal vera kr. 50.000.000 að markaðsvirði,“ segir í tilkynningu til Kauphallar í gær. Teymi semur við Kaupþing Jean-Cyril Spinetta, stjórnarfor- maður og forstjóri fransk-hol- lenska flugfélagsins Air France- KLM, greindi frá því í gær að flugfélagið ætti í viðræðum við ítalska ríkisflugfélagið Alitalia. Viðræðurnar geta leitt til samruna flugfélaganna en slíkt hefur verið á borðinu í langan tíma, að hans sögn. Spinetti sagði Alitalia hafa átt frumkvæðið að viðræðunum en áréttaði jafnframt að af samruna flugfélaganna geti ekki orðið fyrr en Alitalia, sem hefur átt við við- varandi hallarekstur að stríða, verði einkavætt og skuldastaða þess bætt verulega. Viðræðurnar eru ekki nýjar af nálinni enda kom til greina að flugfélögin sameinuðust þegar Air France tók yfir rekstur hollenska flugfélagsins fyrir þremur árum. Þá er krosseignarhald þeirra á milli en franska flugfélagið á tveggja prósenta hlut í Alitalia auk þess sem ítalska flugfélagið á jafn stóran hlut í Air France- KLM. Air France KLM skilaði 568 milljóna evra eða rúmlega 53 milljarða króna hagnaði á öðrum fjórðungi ársins, sem lauk í enda september. Um methagnað er að ræða. Gengi hlutabréfa í Air France- KLM féll um rúm 7 prósent í kjöl- far ummæla Spinetta í gær. Líkur á samruna flugfélaga Japanska netfyrirtækið Livedoor ætlar að selja fjármálaarm fyrir- tækisins til fjárfestingafélagsins Advantage Partners fyrir 17,6 milljarða jena eða 10,6 milljarða íslenskra króna. Fjármálahluti fyrirtækisins hefur fram til þessa verið pen- ingamaskína Livedoor en þaðan koma um 80 prósent af tekjum fyrirtæk- isins. Greining- araðilar í Japan segja þess vegna að þetta marki endalok fyrirtæk- isins sem framvegis ætlar að ein- beita sér að vefhönnun og hugbún- aðarþróun. Í janúar sl. var lokað fyrir við- skipti með hlutabréf í kauphöll- inni í Tókýó í 20 mínútur vegna álags á tölvukerfi kauphallarinnar þegar fjöldi fjárfesta seldi bréf sín í Livedoor eftir að spurðist að yfirvöld væru að rannsaka fyrir- tækið. Réttarhöld yfir Takafumi Horie, stofnanda og fyrrum for- stjóra Livedoor, standa enn. Livedoor selur fjármálaarminn Almennt hlutafjárútboð í Ice- landair Group Holding hófst í gær. Alls eru í boði 4.995 milljónir króna að markaðsverði á genginu 27 krónur á hlut. Starfsmönnum býðst að kaupa bréf fyrir 945 milljónir króna, almenningi bjóðast svo bréf fyrir rúman milljarð, 1.080 milljónir króna og fagfjárfestum bjóðast bréf fyrir2.970 milljónir. Úboðinu lýkur næstkomandi mánudag, 4. desember. Hlutafjárútboð Icelandair hafið DREKAFRÆÐI Í þessari mögnuðu bók, er fjallað um allt sem viðkemur drekum. Glæsilegt alfræðirit um þessar voldugu skepnur sem eru bæði dularfullar og stórbrotnar. ÓTAL UPPFINNINGAR SNILLINGANNA Fólkið á bak við merkustu hugmyndirnar, fræg mistök og hvað framtíðin ber í skauti sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.