Fréttablaðið - 28.11.2006, Blaðsíða 12
Íslensk stjórnvöld
hafa grundvallarmat á varnar-
þörfum Íslands á hreinu. Þau hafa
þar með forsendurnar fyrir því að
fara út í viðræður við Norðmenn
og aðra bandamenn í NATO um
hugsanlega aukna aðkomu þeirra
að því að tryggja þessar þarfir
eftir brottför bandaríska varnar-
liðsins héðan. Þetta segir Jón Egill
Egilsson, yfirmaður varnarmála-
skrifstofu utanríkisráðuneytisins.
„Við höfum grundvallarfor-
sendurnar fyrir þörf á vörnum
Íslands. Við teljum hins vegar að
þetta sé ekki aðgreinanlegt frá
vörnum Atlantshafsbandalagsins í
heild sinni og bandamanna okkar.
Þetta komi fleirum við en okkur
einum,“ sagði Jón Egill er Frétta-
blaðið bar undir hann ummæli
sem norski varnarmálaráðherr-
ann Anne-Grete Strøm-Erichsen
lætur falla í viðtali við blaðið í
dag, þess efnis að eigið mat Íslend-
inga á þörfinni á varnarviðbúnaði
hérlendis sé forsenda fyrir við-
ræðum um eflt varnarsamstarf.
„Þessi mál þurfum við að reka í
góðu samstarfi bæði við bandalag-
ið sem slíkt, og einnig við þá
bandamenn sem hlut eiga að máli,
ekki bara Norðmenn, og þá fyrst
og fremst Bandaríkin þar sem
fyrir liggur að vinna skuli úr þeirri
niðurstöðu sem náðist í viðræðun-
um um framhald varnarsam-
starfsins,“ áréttar Jón Egill.
Hann segir þessi ummæli
norska ráðherrans mjög í sam-
ræmi við það sem áður hefur
komið fram, að Norðmenn séu
reiðubúnir til viðræðna við Íslend-
inga um þessi mál, en frumkvæðið
verði að koma frá Íslendingum.
„Þeir hafa lengi sagt að þeir séu til
reiðu ef við viljum tala við þá. Það
sem þeir vilja forðast er að það líti
út fyrir að þeir séu að þrönga sér
upp á okkur,“ útskýrir Jón Egill.
Norðmenn séu hvorki að þröngva
sér upp á Íslendinga, né láti þeir í
það skína að „þeir þurfi að kenna
okkur stafrófið,“ það er Íslending-
ar séu fullfærir um það sjálfir að
skilgreina sínar varnarþarfir. Eins
og kunnugt er var það lengi mat
íslenskra stjórnvalda að föst við-
vera fjögurra orrustuþotna á
Keflavíkurflugvelli væri lág-
marksviðbúnaður til að tryggja
varnir landsins. Spurður hvort
horfið hafi verið frá því mati eftir
að Bandaríkjamenn ákváðu að
kalla allt sitt lið héðan, segir Jón
Egill að svo sé í raun ekki.
„Það hefur aldrei verið sagt að
við höfum horfið frá því mati. Við
höfum ítrekað sagt að við hljótum
að falla innan þess heildarmats
sem NATO og allir okkar banda-
menn byggja á. Þar er í gildi
grundvallarstefna og við hljótum
að hafa hana sem einn útgangs-
punktinn þegar við metum okkar
varnarþarfir,“ segir Jón Egill.
Ekki horfið frá fyrra
mati á varnarþörf
Jón Egill Egilsson, yfirmaður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir
íslensk stjórnvöld hafa grundvallarmat á varnarþörf Íslands á hreinu og þar með
grundvallarforsendurnar fyrir viðræðum við Norðmenn og aðra bandamenn.
Efnahagsbrotadeild Rík-
islögreglustjóra fékk í gær frest til
þriðjudagsins 5. desember til þess
að skila skriflegri greinargerð
vegna kæru fimm einstaklinga er
tengjast Baugsmálinu.
Jón Ásgeir Jóhannesson, for-
stjóri Baugs Group, Jóhannes Jóns-
son, Kristín Jóhannesdóttir,
Tryggvi Jónsson og Stefán Hilm-
arsson kærðu meint vanhæfi
starfsmanna efnahagsbrotadeildar
Ríkislögreglustjóra til héraðsdóms
fyrir liðna helgi.
Þau ætla ekki að svara spurn-
ingum er tengjast rannsókn efna-
hagsbrotadeildar á ætluðum skatta-
lagabrotum þar til niðurstaða fæst
í kærumálinu.
Kærendur krefjast þess að
rannsóknin verði dæmd ólögmæt
og til vara að starfsmenn efnahags-
brotadeildar verði dæmdir van-
hæfir til þess að fara með rann-
sókn málsins. Í kröfunni er meðal
annars vitnað til orða sem yfir-
menn hjá embætti Ríkislögreglu-
stjóra hafa látið falla í fjölmiðlum
síðan rannsókn Baugsmálsins
hófst.
Jón H.B. Snorrason, yfirmaður
efnahagsbrotadeildar Ríkislög-
reglustjóra, var ekki tilbúinn til
þess að veita vilyrði fyrir því að
ekki yrðu gefnar út ákærur í
skattamálinu áður en niðurstaða
fengist í kærumálinu. Eftir stuttan
fund lögmanna kærenda og Jóns
H.B. náðist samkomulag um frest.
Munnlegur málflutningur vegna
kærunnar fer fram 6. desember en
dómari í málinu er Eggert Óskars-
son.
Efnahagsbrotadeildin skilar
greinargerð fyrir 5. desember
Starfsmannaleigum hefur fækkað
um þrjár hér á landi það sem af er nóvembermán-
uði, samkvæmt nýjum upplýsingum frá Vinnumála-
stofnun. Alls voru 28 starfsmannaleigur skráðar á
Íslandi í síðustu viku, en 22 þeirra voru með virka
starfsemi og 798 erlenda starfsmenn.
Nokkurn tíma mun hafa tekið að fá sumar
starfsmannaleignanna til að skrá sig hjá Vinnumála-
stofnun eftir gildistöku nýrra laga um áramót og
starfsmenn stofnunarinnar voru önnum kafnir
fyrstu mánuði ársins við að reka á eftir starfs-
mannaleigunum að skrá sig í kerfið.
Alls hafa 0,5 til 0,6 prósent vinnuafls á Íslandi
unnið á vegum starfsmannaleigna á árinu og er það
mun lægra hlutfall en þekkist víðast hvar í Evrópu.
Einna hæst mun hlutfall starfsmanna hjá leigum
vera í Þýskalandi og Frakklandi og sérstaklega í
Hollandi, en þar er hlutfallið um fjögur prósent, að
sögn Jóns Sigurðar Karlssonar, verkefnisstjóra
Vinnumálastofnunar.
Nýjustu tölur um starfsmannaleigur má nálgast á
heimasíðu Vinnumálastofnunar.
Heppnir fá þá eitthvað fallegt...
A
RG
U
S
/
06
-0
55
2
DMK Reglulegur
sparnaður*
– verðlaunaður með sérstöku mótframlagi!
Kynntu þér DMK Reglulegan sparnað og aðra
þjónustuþætti DMK á spron.is
* skv. útlánareglum SPRON