Fréttablaðið - 28.11.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 28.11.2006, Blaðsíða 62
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Rýr hlutur kvenna á nýafstaðinni Eddu-verðlaunahátíð vakti mikla athygli og hefur nú leitt til þess að konur innan kvikmynda- og sjón- varpsakademíunnar sitja á rök- stólum og íhuga sinn hlut. Fjórar konur hlutu verðlaun á hátíðinni þótt lítið hafi verið fjallað um við- urkenningu þeirra en þetta voru þær Lilja Pálmadóttir og Agnes Johansen en þær framleiddu Mýr- ina ásamt Baltasar Kormáki; Harpa Elísa Þórsdóttir, einn fram- leiðenda Stelpnanna, sem var kos- inn skemmtiþáttur ársins og Nína Dögg Filippusdóttir fyrir handrit- ið að Börnum ásamt leikhópnum Vesturporti. Þegar verðlaunahaf- arnir söfnuðust saman upp á svið var hins vegar engin kona, ein- göngu karlar með styttu. Elísabet Ronaldsdóttir, formað- ur fagfélags kvenna í kvikmynd- um og sjónvarpi, segir að hún finni vissulega fyrir óánægju meðal kvenna en þetta sýni jafnframt stöðu kvenna innan þessa geira. „Það hlýtur að vera takmark okkar allra að breyta þessu enda varla gott að saga þjóðarinnar skuli vera séð í gegnum auga annars kynsins,“ segir Elísabet sem bætir því að þegar hætt var að verðlauna leik fyrir bæði kyn hafi hlutur kvenna minnkað til muna. „Þetta er hins vegar samfélagsvandamál og end- urspeglast víðar en í þessum geira,“ bætir hún við. Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, tekur undir orð Elísabetar og segir hlut kvenna hafa verið nokkuð rýran á þessu ári. „Það er ekki gott ástand að við skulum vera með svona fáar konur og við þurfum að reyna að bregðast við þessu með ein- hverjum hætti,“ segir Björn sem áréttar þó að verið sé að fara yfir þessa hluti og umræðunni verði hald- ið lifandi fram að næstu hátíð. Þar til fyrir þremur árum var sá háttur hafður á að verðlaunað var fyrir kven- og karlhlutverk en horfið hefur verið frá því. Björn Brynjúlfur segir ástæðurnar tvær: annars vegar að reynt hafi verið að stytta beinu útsendinguna og að sum árin væru kvenhlutverk einfaldlega ekki jafn áberandi eða bitastæð. Í ár hafi hins vegar konur verið mjög áberandi í tveimur kvik- myndum, Börnum og Blóðbönd- um, og segir Björn það vel koma til greina að haga útnefningunum eftir árfari eða breyta þessu jafnvel alveg. „Þetta er þó hins vegar eins og í prófkjörum, það er ekki hægt að skikka fólk til að kjósa konur þótt allir vilji að það sé gert.“ „Við viljum minna á það að desem- ber er tími samhjálpar,“ segir Sig- ríður Arnardóttir, Sirrý, annar umsjónarmanna Íslands í bítið, sem ásamt Litaveri stendur fyrir jólaleik í anda þáttanna Extreme Makeover: Home Edition, sem sýndur er á Stöð 2. „Við bjóðum fólki semsagt að senda okkur í þættinum línu og benda okkur á fjölskyldur sem því finnst eiga skilið að íbúðin þeirra sé tekin í gegn og segir okkur sög- una á bakvið.“ Skilafresturinn rennur út 1. desember en þá munu Sirrý og Heimir Karlsson fara vandlega yfir bréfin og ákveða hver hreppir hnossið. „Þá mæta starfsmenn Litavers á svæðið og taka íbúðina í gegn; mála íbúðina í hólf og gólf, teppaleggja, setja á veggfóður, dúkaleggja og svo framvegis. Á meðan fylgjumst við með öllu saman, ræðum við fólkið og sýnum íbúðina fyrir og eftir breytingar.“ Sirrý bendir á að í allsnægtar- þjóðfélaginu Íslandi séu þeir til sem ekki hafa efni á að halda hús- næði sínu við. „Með þessu viljum við vekja fólk til umhugsunar um hvort það geti ekki gert eitthvað til að rétta öðrum hjálparhönd. Fyrir marga er mun mikilvægara að vera rétt hjálparhönd en að fá eitthvað glingur.“ Sirrý segir það fara eftir því hversu vaskir starfsmenn Lita- vers verða hvenær þátturinn verð- ur á dagskrá en vonast til að geta gert veglegan jólaþátt úr þessu. Þeir sem vilja benda á fólk í leikinn geta sent línu á netfangið bitid@365.is. Sirrý og Heimir sýna jólaandann í verki Gítarleikarinn Friðrik Karlsson hefur unnið náið með Bretanum Simon Cowell, Idol-dómaranum ill- kvittna, sem nokkurs konar hirð- gítarleikari X-Factor-þáttanna á Englandi. Hann segir það fínt að vinna með Cowell þótt það sé svolítið erf- itt. „Hann er alltaf eins og hann er í sjónvarpinu,“ segir Friðrik og hlær. „Þótt maður geri eitthvað flott þá passar það kannski ekki og hann virðist alltaf vita það. Hann virðist vera ótrúlega hittinn á hvað virkar og hvað fólk vill,“ segir hann, við upptökur fyrir þær hljómsveitir sem hann er með í sigtinu. Friðrik hefur einnig unnið fyrir Cowell að öðrum verkefnum. Hefur hann m.a. spilað undir á plötum hljómsveitanna Westlife og Il Divo sem hafa báðar selt milljónir platna á ferli sínum. Friðrik hefur haft í nógu að snúast síðan hann flutti til Eng- lands fyrir ellefu árum. Hefur hann spilað á um 400 plötum og komið við sögu í um fimmtíu lögum sem hafa komist á topp breska vin- sældalistans. Á meðal þeirra sem hann hefur unnið með undanfarin ár eru Madonna, Ronan Keating, Clay Aiken, Jose Carreras, Tom Jones, Andrew Loyd Webber og fótboltaruddinn fyrrverandi Vinn- ie Jones. Jafnframt er stutt síðan hann spilaði undir hjá þeim Lionel Ritchie og Rod Stewart sem voru gestir í X-Factor-þættinum. Að auki er hann að ljúka við að taka upp nýjustu plötu Garðars Cortes fyrir Bretlandsmarkað. Friðrik, sem er orðinn einn virt- asti hljóðversgítarleikari Bret- lands, segist þess vegna geta hætt að spila ef hann vill. „Ég þarf ekk- ert á því að halda lengur til að lifa af því. En ég ætla að halda áfram á meðan ég hef gaman af því. Ég er alveg sestur að þarna og býst ekki við því að flytja aftur til Íslands,“ segir Friðrik, sem ætlar að setjast í helgan stein í húsi sínu á Spáni þegar fram líða stundir. Ítarlegra viðtal við Friðrik um nýjustu plöt- ur hans verður birt á morgun. Hirðgítarleikari X-Factor … fá Ilmur Kristjánsdóttir og aðrir leikarar og skemmtikraft- ar sem leggja góðu málefni lið í umfangsmikilli sjónvarpsút- sendingu á Degi rauða nefsins á föstudaginn. 86.487 kr. Glænýtt og stórglæsilegt golfhótel með öllum þægindum: Rúmgóð herbergi með háhraða- nettengingu, útsýni yfir hafið eða golfvöllinn, þrír veitingastaðir og tveir barir. Áhugaverð svæði allt um kring. Tveir frábærir golfvellir, annar er par 72 og hinn par 62. Breiðar brautir, krefjandi flatir og glæsilegt útsýni yfir Miðjarðarhafið. Einstök lífsreynsla fyrir alla golfara, reynda sem byrjendur. GOLF SHERATON REAL DE FAULA Verð á mann í tvíbýli í viku: PAKKAFERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Nóvember–mars 84.900 kr. Orrustan um Liverpool! Þegar Liverpool og Everton mætast fer allt á annan endann í borginni og þá er aðeins eitt sem skiptir máli: Ertu blár eða rauður? Liðin mættust fyrr á þessu tímabili á Goodison Park í dramatískum leik sem endaði með 3–0 sigri Everton. En nú er komið að leik þessara skemmtilegu liða á Anfield og það er næsta víst að heimamenn ætla sér að ná fram hefndum. LIVERPOOL– EVERTON 2.–4. febrúar Verð á mann í tvíbýli:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.