Fréttablaðið - 04.12.2006, Page 4

Fréttablaðið - 04.12.2006, Page 4
4 4. desember 2006 MÁNUDAGUR GenGið 01.12.2006 Gjaldmiðlar kaup sala Heimild: seðlabanki Íslands 122,6835 GenGisvísitala krónunnar 67,72 68,04 133,16 133,80 89,58 90,08 12,015 12,085 10,962 11,026 9,92 9,978 0,5818 0,5852 102,22 102,82 Bandaríkjadalur sterlingspund evra dönsk króna Norsk króna sænsk króna japanskt jen sdr J Ó L A L E S T 5DAGA k e m u r e f t i r SAMGöNGUR Fimmtíu og fjórir hafa látist í umferðarslysum á Suður- landsvegi frá því árið 1972. Sam- tals hafa 27 látist í umferðarslys- um á þessu ári. Fjögurra ára gömul stúlka og þrítugur karlmaður létust í hörð- um árekstri tveggja bíla á Sand- skeiði skammt frá afleggjaranum til Bláfjalla á laugardag. Átta ára drengur slasaðist alvarlega og ligg- ur enn á gjörgæsludeild en líðan hans er stöðug og eftir atvikum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík, sem fer með rannsókn málsins, voru tildrög slyssins þau að bifreið var ekið yfir á öfugan vegarhelming er hann var að taka fram úr. Í kjölfarið skall bif- reiðin framan á annarri bifreið, sem var að koma úr gagnstæðri átt. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir hörmuleg bílslys á þessu ári gefa tilefni til þess að flýta uppbyggingu vegakerfisins, með það fyrir augum að auka öryggi. „Ég hef marglýst því yfir að það sé nauðsynlegt að skilja að akstursstefnur á Suðurlandsvegi, og að því verður unnið eins og hratt og kostur er. Hörmuleg slys minna okkur á það, með óþægileg- um hætti, hversu mikilvægt það er að flýta uppbyggingu á vega- kerfinu til þess að auka öryggi og fyrir því þurfum við ráðamenn í landinu að beita okkur eftir fremsta megni.“ Svanur Kristinsson, varðstjóri í lögreglunni á Selfossi, segir það aðkallandi verkefni að ráðast í tvöföldun Suðurlandsvegar. „Það verður að ráðast í tvöföldun Suð- urlandsvegar strax. Það er afskap- lega dapurlegt að þurfa að horfa upp á hvert á fætur öðru. Tvöföld- un vegarins eykur öryggi og myndi draga úr slysum, það gefur auga leið. Þess vegna verður að ráðast í þetta verkefni strax. Banaslysin fjölmörgu benda til þess að málið þoli enga bið.“ Jón Rögnvaldsson, vegamála- stjóri hjá Vegagerð ríkisins, segir tvöföldun Suðurlandsvegar ekki nauðsynlega heldur þurfi að breikka veginn á ákveðnum köfl- um til þess að auka öryggi. „Umferð á Suðurlandsvegi er ennþá langt undir þeim mörkum sem miða þarf við þegar ákvarðanir um tvöföldun eru teknar. Hins vegar þarf að auka öryggi á veginum með breikk- un og aðskilnað á milli aksturs- stefna. Við höfum að undanförnu unnið að undirbúningi fram- kvæmda til þess að ráðast í þær framkvæmdir.“ magnush@frettabladid.is Fimmtíu og fjórir látist á Suðurlandsvegi frá 1972 Fimm banaslys hafa orðið á Sandskeiði þar sem tveir létust á laugardag. Tvöföldun vegarins þolir enga bið, segir Svanur Kristinsson lögreglumaður. Vegamálastjóri segir tvöföldun vegarins ekki nauðsynlega. „Þetta var ekki ég,“ sagði Hannes kristmundsson, garðyrkjubóndi í Hveragerði, við konu sína í síma skömmu eftir að fréttir bárust af hörðum árekstri á sandskeiði á laugardag. Hannes missti son sinn í bílslysi á suðurlandsvegi fyrir nokkr- um árum, auk þess sem kona hans og annar sonur hafa slasast töluvert í hörðum árekstrum á suðurlands- vegi. „Það vill svo til að ég var á ferð á þessum slóðum þegar slysið varð og eins og alltaf þegar slys verður á suðurlandsvegi þá fékk ég sting í magann. Ég veit að kona mín fær hann líka og þess vegna varð ég að láta hana vita að ég hefði sloppið. mér finnst það gjörsam- lega óþolandi staða fyrir fólk sem keyrir um suðurlandsveg að þurfa að vera í stöðugri lífshættu á ferð á þessum vegi vegna þess að ekki hefur verið ráðist í nægilega miklar framkvæmdir til þess að bjarga mannslífum, með tvöföldun vegarins. Ég trúi því að ráðamenn þessa lands vilji ekki heyra af fleiri banaslysum sem hefði mátt koma í veg fyrir með traustari vegum,“ segir Hannes og biður fólk um að gera ríka kröfu til yfirvalda um að treysta vegi í landinu. „Ég veit hvers konar hörmungar fylgja því að missa einhvern nákom- inn í bílslysi. Nú á tímum, þegar umferð er víðast hvar að aukast til muna, þarf að gera miklu meiri kröfur um tafarlausar aðgerðir um samgönguúrbætur. Á suðurlands- vegi líkt og annars staðar þar sem þörf er á.“ - mh Faðir pilts sem lést í slysi segir yfirvöld þurfa að bregðast við: Tafarlausar úrbætur eina ráðið BeiRút, AP Fuad Saniora, forsætis- ráðherra Líbanons, ætlar að sitja sem fastast í embætti þrátt fyrir dagleg fjöldamótmæli frá því á föstudag þar sem afsagnar hans er krafist. Hann lýsti þessu yfir eftir að hafa leiðtogar í arabaheiminum sögðust ætla að gera sitt til þess að miðla málum og koma í veg fyrir borgarastyrjöld. Mótmælin eru á vegum Hezbollah-samtakanna sem krefjast þess að fá stærri hlut í stjórn landsins. Kristni minni- hlutinn í landinu styður Hez- bollah í þessum kröfum. - gb enn mótmælt í líbanon: Saniora ætlar að sitja áfram MótMæli í Beirút „Farðu bara“ stendur á þessu mótmælaskilti gegn forsætis- ráðherranum. FrÉttaBlaðið/ap Chile, AP Augusto Pinochet, fyrr- verandi einræðisherra í Chile, fékk hjartaáfall í gærmorgun og var í skyndi fluttur á sjúkrahús þar sem tvísýnt var um líf hans. Hann gekkst undir hjartaþræð- ingu til þess að víkka út þröngar æðar við hjartað og átti í fram- haldi af því að gangast undir opna skurðaðgerð í þeirri von að bjarga mætti lífi hans. Kaþólskur prestur veitti honum hinstu smurningu að kaþólskum sið, en Pinochet var að mestu með meðvitund í gær. Pinochet, sem er orðinn 91 árs, hafði verið í stofufangelsi frá því í síðustu viku þegar honum voru birtar ákærur vegna lífláts tveggja lífvarða Salvadors Allende, for- seta Chile sem Pinochet og herlið hans steypti af stóli árið 1973. Pinochet ríkti harðri hendi í Chile árin 1973 til 1990 og hefur verið sakaður um margvísleg mannréttindabrot og hrottaskap. Heilsu hans hefur hrakað á síð- ustu árum. Hann hefur notað gangráð árum saman, hefur feng- ið heilablóðfall nokkrum sinnum og greindist með væga heilabilun. Bágt heilsufar hans hefur orðið til þess að fallið hefur verið frá réttarhöldum, bæði í Bretlandi og í Chile, vegna mannréttindabrota í stjórnartíð hans. - gb einræðisherrann á sínuM Mektar- döGuM líf pinochets hangir á bláþræði en kaþólska kirkjan hefur veitt honum syndaaflausn með síðustu smurningu. FrÉttaBlaðið/aFp augusto Pinochet fékk hjartaáfall í gærmorgun og er tvísýnt um líf hans: Úr stofufangelsi á sjúkrahúsið ���������������������������������� ������������� �������� ���� �������� �� ��������� ������ ����� ��������� ��������������� ������ �������� �������� ������� ���� ������� �� ������������� ������������������ ������������� ����������������� ����������������� ����������� ����������� ����������� ����������� ����������� ��������������� ��������������� ����������� ��������������� ��������������� ����������� ��������� �������������������� �������������� ��������� �� ����������������� ���� �� ����������������� �� �������� ������ ������� ��� ������������������� �������������� ��������������� �������� ���������� �������������� ������� ����������� �������������� ������� ��������� ������������� ������� �������������� �������������� ������� ����������� ����������������� ���������������� ������ ���� ����������������� ���������� ����������� ��� � ����� ��� ��������� �� ������ �� ���������� ������� �� ��� � � � � � � � � � � � � �� � � � � � � �� � � � �� � ���� � � � � Frá slysstað tvennt lést í árekstri á suðurlandsvegi á laugardag. loNDoN, AP Gríðarlegar spreng- ingar urðu í flugeldaverksmiðju í Sussex, sunnanvert á Englandi, upp úr hádegi í gær. Tugir slökkviliðsmanna börðust við eld í verksmiðjunni lengi dags og eitthvað af fólki slasaðist, sumt alvarlega. „Þetta var eins og flugeldasýn- ing með eld í miðjunni,“ sagði Richard Mitchell, þrítugur maður sem fylgdist með skammt frá. „Þetta var brjálæðislegt. Þetta gekk svona í um það bil hálftíma áður en aðeins dró úr þessu. Við sáum tíu eða tólf slökkviliðsbíla og fjóra eða fimm sjúkrabíla.“ - gb Mikill eldsvoði í Bretlandi: Sprengingar í flugeldagerð Þrír sækja um hæli Þrír flóttamenn frá Hvíta-rússlandi hafa sótt um pólitískt hæli hér á landi og hafa þar með þrjátíu og tveir menn sótt um hæli hér á þessu ári. umsókn Hvít-rússanna er til vinnslu hjá Útlendingastofnun. útlendinGaMál ingólfsfjallkambar hveragerði hellisheiði hveradalir svínahraun til bláfjalla sandskeið rauðhólar breiðholtsbraut rauðavatn Nýr vegur lagður í svínahrauni og tekinn í notkun sumarið 2005 dreiFinG Banaslysa á suðurlandsveGi 1972 – 2006 reykjavík selfoss

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.