Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 20
 4. desember 2006 MÁNUDAGUR20 Brynháfurinn Dunkleos- teus terrelli var enn ógn- vænlegri en vísindamenn hafa hingað til haldið, því nýjar rannsóknir á steingervðum leifum hans benda til þess að hann hafi haft gríðarlegan kraft í kjaftinum. Nokkuð víst er að væri brynháf- urinn Dunkleosteus terrelli enn til, hefðu kvikmyndagerðarmenn nýtt sér hann við gerð á hryll- ingsmyndum sem hræða myndu óharðna áhorfendur frá því að fara í frí á sólarströndum. En Dunkleosteus terrelli hefur ekki synt um höf jarðarinnar í um 360 milljón ár. Bandarísku vísindamennirnir Mark Westneat and Philip Ander- son hafa rannsakað steingervðar leifar þessa risadýrs og hannað eftirlíkingu af því, sem gerði þeim kleift að kanna hönnun kjaftsins og afl hans. Voru niður- stöður rannsókna þeirra birtar í breska vísindatímaritinu Biology Letters í síðustu viku. Ógnvænleg skepna Kjafturinn á brynháfinum Dun- kleosteus terrelli var svo svaka- legur að ekki er vitað til þess að nokkur fiskur, hvorki fyrr né síðar, hafi haft slíkan kraft í þeim líkamshluta. Að sögn Westneat og Ander- son gat brynháfurinn opnað kjaft- inn á örskotsstund, eða á einum fimmtugasta hluta úr sekúndu, og krafturinn þegar hann lokaði kjaftinum aftur var 5000 Newton (500 kílóa kraftur) – meira en hjá nokkurri núlifandi skepnu, þar með talið hvíthákarli nútímans, kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Eingöngu örfáar risaeðlur og útdauðir stórir krókódílar höfðu ámóta kraft í kjaftinum. Til samanburðar má nefna að grameðlan, Tyrannosaurus rex, sem var ein stærsta risaeðlan og mun yngri en fiskurinn (eða tæp- lega 300 milljón árum yngri), gat smjattað á bráð sinni með 13.000 Newtonum (1300 kílóa krafti), en blettahýena dagsins í dag notar eingöngu 2000 Newton (200 kílóa afl) til að brjóta bein í kjafti sér, segir á vefsíðu BBC. Eftirlíkingin Dunkleosteus gat orðið tíu til tólf metra langur og allt að fjögur tonn að þyngd, en hausinn og brjóstið voru þakin beinplötum, sem gerðu hann ókræsilega bráð annarra fiska. Dunkleosteus var einn fyrsti fiskurinn sem hafði kjálka, en í stað raunverulegra tanna hafði hann tvö löng beinblöð sem gátu skorið hold í sundur og brotið bein. Steingervingar hafa eingöngu fundist af haus og framhluta fisks- ins og hafa vísindamenn leitt að því getgátum að afturhlutinn hafi ekki verið brynvarinn á líkan hátt og framhlutinn var. Segja vísindamennirnir að hárbeitt beinblöðin og vöðvarnir í haus og kjafti skepnunnar hafi verið þannig uppbyggð að fiskur- inn gat sent mestan kraft bitsins á lítið svæði, væntanlega oftast með banvænum afleiðingum fyrir bráðina. Gat þrýstingurinn á hárbeittum „vígtönnunum“ verið nærri 150 milljón Pascal (1530 kílógramma afl á fersenti- metra), kom fram í grein West- neats og Andersons. Þannig gat brynháfurinn rifið í sundur bráð sem var stærri en kjafturinn á háfinum, en sá hæfi- leiki þróaðist ekki með hákörlum fyrr en 100 milljón árum síðar, kom fram í rannsókn félaganna. Sogkraftur Sú staðreynd að brynháfurinn Dunkleosteus terrelli virðist hafa getað opnað kjaftinn ógnvænlega á einungis einum fimmtugasta úr sekúndu olli því að gríðarlegur sogkraftur myndaðist, sem hlýt- ur að hafa skipt sköpum fyrir margan grunlausan fiskinn sem grandalaus skaust hjá. Þetta þýddi að jafnvel hraðskreiðustu fiskar voru ekki öruggir fyrir brynháfinum. „Þessi mjög svo brynvarði fiskur var bæði fljótur að opna kjaftinn og hafði mikið afl þegar hann lokaði kjaftinum aftur,“ sagði Westneat, sem er safnvörð- ur í fiskadeild Field-safnsins í Chicago. „Þetta er hugsanlega sérstæðu útlitslagi hauskúpunn- ar og mismunandi vöðvum sem notaðir voru til að opna og loka [kjaftinum] að þakka.“ Yfirleitt hafa fiskar annað- hvort kraftmikinn kjaft eða eru fljótir að beita honum, en ekki hvoru tveggja í senn. Telja And- erson og Westneat að Dunkleos- teus hafi verið fyrsti fiskurinn sem sameinaði hvoru tveggja í sama skrokki. Sérstæður hópur fiska Brynháfar (placoderm) komu fram á devóntímabilinu, frá um 415 milljón til um 360 milljón árum síðan, og voru lengi einráð- ir í heimshöfunum og í fersku vatni. Þeir eru nú allir fyrir löngu útdauðir og hafa ummerki um Dunkleosteus fundist í Marokkó, Belgíu, Póllandi og Norður-Amer- íku. Á Vísindavef Háskóla Íslands kemur fram að snemma á devón- tímabilinu voru brynháfar smáir, eða eingöngu um 10 sentimetra langir, en síðar á sama skeiði urðu sumar tegundir ógnarstórar og er Dunkleosteus gott dæmi þar um en hann var líklega stærstur brynháfanna. Vegna stærðar sinnar var Dun- kleosteus líklega heldur seinn í förum og kom því sogkrafturinn að góðum notum. „Dunkleosteus var umkringd- ur hugsanlegri bráð sem öll krafðist mikils krafts í kjaftin- um,“ sagði Anderson, sem vinnur í Háskólanum í Chicago, í samtali við BBC. „Þetta voru syndandi, fljótfarin dýr sem öll voru brynj- uð; flestir fiskarnir voru líka brynháfar sem höfðu sömu hörðu skelina. Og það voru líka stór lin- dýr með hörðum skeljum og afar stór krabbadýr.“ Dunkleosteus hefur líklega étið allt sem hann komst yfir, þar á meðal hákarla og aðra bryn- háfa. Hann var einnnig mikill mathákur, því oft finnast leifar af hálf-meltum og hálf-étnum fiski í steingervðum leifum Dun- kleosteus. Hafa vísindamenn því leitt að því getgátum að Dun- kleosteus hafi þjáðst af melting- artruflunum, eða þá að hann hafi kastað upp beinum bráðar sinnar, frekar en að melta þau. Einnig er talið að brynháfar, Dunkleosteus þar með talinn, hafi verið meðal fyrstu hrygg- dýranna sem eignuðust lifandi afkvæmi, líkt og flest spendýr og hákarlar gera í dag. Þegar hákarlarnir urðu til má gera ráð fyrir að þeir hafi veitt brynháfinum mikla samkeppni því þeir voru mun betri sundfisk- ar. Þó er ekki vitað hvort það hafi átt þátt í því að brynháfar urðu útdauðir. Sigrún María Kristinsd. smk@frettabladid.is Gat klippt heilan hákarl í sundur Ógnvaldur undirdjúpa Þeir geta verið fegnir, fiskarnir okkar, að þessi ógnvænlegi brynháfur dó út fyrir um 360 milljón árum síðan. Bandarískir vísindamenn hafa nú gert eftirlíkan af Dunkleosteus terrelli-brynháfin- um og þannig tekist að mæla bitkraft skepnunnar, sem var ein sú mesta af öllum lífverum jarðar allra tíma. norDicphotos/afp StEingErfður brynháfur töluvert margir steingervingar af brynháfinum hafa fundist, en nú hefur vísindamönnum í fyrsta sinn tekist að mæla bitkraft skepn- unnar. norDicphotos/afp n Brynháfar (placoderm) voru til á devóntímabilinu, frá um 415 milljón árum til um 360 milljón árum síðan. n Brynháfurinn Dunkleosteus terrelli var líklega þeirra stærstur, tíu til tólf metra langur og allt að fjögur tonn að þyngd. n hausinn og brjóstið voru þakin beinplötum, sem gerðu hann ókræsilega bráð annarra fiska. n hann gat opnað kjaftinn á einum fimmtugasta hluta úr sekúndu. n Þegar hann lokaði honum aftur, gat hann gert svo með 5000 newtonum (500 kílóa krafti). n Grameðlan, tyrannosaurus rex, gat lokað kjafti sínum með 13.000 new- tonum (1300 kílóa krafti). n nútíma blettahýena notar 2000 newton (200 kílóa kraft) til að tyggja bein. Ógnvaldur undirdjúpanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.