Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 57
MÁNUDAGUR 4. desember 2006 25 Send­ið okkur línu Við hvetj­um lesendur til að senda okkur línu og leggj­a orð í belg um málefni líðandi stund­ ar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoðanasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Rit­ stj­órn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leið­ réttinga og til að stytta efni. bréf til blaðSinS fullkomnasta svefnkerfiðStuðningur sem þú treystir, þægindi sem þú elskar Einkaleyfin 4 frá Sealy: 15%afsláttur Af mjúku vörunni, gjafavörunni og völdum rúmum og hvíldarstólum. umræðan Sveitarstjórnarmál Þann 21. nóvember sl. birtist grein í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Súðavík er eitt rík- asta sveitarfélagið“. Það verður að segja eins og er að þessi grein virðist nokkuð fljótvirknislega unnin. Hún var ekki löng, en samt voru nú villurnar í henni ótrúlega margar. Segja má að það eina rétta í greininni sé það sem gefið er til kynna með fyrirsögninni. Súða- víkurhreppur er eitt af ríkustu sveitarfélögum á Íslandi (þó ekki það ríkasta), þegar miðað er við hreina eign á hvern íbúa eins og hún birtist í Árbók sveitarfélaga og þar miðað við árslok 2005. Síðan hefur sveitarfélögum fækkað tals- vert eins og kunnugt er og mörg sveitarfélög sem þá voru til eru ekki til lengur. Blaðamaður Fréttablaðsins bjó til „topp tíu“ lista yfir rík- ustu sveitarfélög landsins. Þar voru í efstu sætum eftirtalin sveitarfélög: Sveitarfélag Hreineignáíbúa Súðavíkurhreppur 2.700.000 Innri-Akraneshreppur 2.700.000 Akraneskaupstaður 1.600.000 Höfðahreppur 1.600.000 Þessi listi blaðamannsins er tóm vitleysa. Réttur listi lítur svona út: Sveitarfélag Hreineignáíbúa Hvalfjarðarstrandarhreppur 2.699.551,- Innri-Akraneshreppur 2.667.672,- Súðavíkurhreppur 2.666.464,- Skilmannahreppur 2.208.038,- Sem dæmi um vitleysu blaða- mannsins þá komust Hvalfjarðar- strandarhreppur og Skilmanna- hreppur ekki inn á „topp tíu“- lista blaðamannsins! Að auki er óskiljanlegt hvernig Akranes- kaupstaður kemst á listann. Hann á ekkert erindi á þennan lista með eign upp á 0,6 milljónir en ekki 1,6 milljónir eins og blaðamaðurinn fullyrðir. Fleira þarf að leiðrétta. Full- yrt er í fréttinni að efni Innri-Akraneshrepps byggist á starfsemi og skattgreiðslum Íslenska járnblendi- félagsins. Þetta er á misskilningi byggt. Innri-Akraneshreppur hefur aldrei fengið krónu frá Íslenska járnblendifélaginu af þeirri einföldu ástæðu að Grundartangi og svæðið þar í kring hefur aldrei tilheyrt því sveitarfélagi. Innri- Akraneshreppur seldi hins vegar sinn hlut í Andakíls- árvirkjun fyrir nokkrum árum og lét þá fjárhæð ávaxta sig að mestu leyti. Aðhald hefur verið í rekstri og sveitarsjóð- ur hefur skilað tekju- afgangi. Um Akranes- kaupstað má lesa eftirfarandi í grein blaðamannsins: „Akra- neskaupstaður lendir í þriðja sæti á topp tíu listanum yfir efnuðustu sveitarfélög landsins og virðist byggjast á góðum rekstri.“ Eins og fram kemur hér að ofan er þetta tóm della. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en Akranes- kaupstaður sé ágætlega rekið sveitarfélag, en hann er fjarri því að komast inn á þennan lista. Það var síðan ótrúlegt að sjá hvað aðrir fjölmiðlar voru fljótir að taka upp þessa illa unnu frétt Fréttablaðsins algjörlega gagn- rýnislaust með öllum sömu vill- unum. Ég verð að viðurkenna að það varð mér dálítið áfall sem dyggum fréttalesanda í mörg ár. Nú er það svo að hvorki Hval- fjarðarstrandarhreppur, Innri- Akraneshreppur og Skilmanna- hreppur eru til lengur. Þeir hafa allir sameinast (ásamt Leirár- og Melahreppi) í nýju sveitarfélagi sem varð til í júní síðastliðnum og heitir Hvalfjarðarsveit. Það er kannski aðalfréttin og hlýtur að vekja athygli þegar listinn yfir tíu eignamestu sveitarfélög- in (pr. íbúa) er skoðaður, að í fjór- um efstu sætunum skuli vera að finna þrjú sveitarfélög sem nú hafa öll sameinast í einu sveitar- félagi. Eins og gefur að skilja hefur Hvalfjarðarsveit mjög sterkan efnahag. En þegar öllu er á botninn hvolft skipa eignir pr. íbúa kannski ekki allra mestu máli þegar menn velta ríkidæmi sveitarfélaga fyrir sér. Mestu skiptir mannauðurinn og að mannlíf sé gott. En sterk fjár- hagsstaða sveitarfélags hjálpar óneitanlega til þegar skapa á sóknarfæri til framtíðar. Og ég held að framtíð Hvalfjarðar- sveitar sé mjög björt af mörgum ástæðum og íbúarnir geti horft bjartsýnir fram á veg. Höfundur er sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Er Súðavík eitt ríkasta sveitarfélagið? einar Örn thorlaciuS Sigmar Guðmundsson skrifar um prófkjör Enn eitt prófkj­örið að baki. Og alltaf eru viðbrögð frambj­óðendanna við úrslitunum j­afn fyrirsj­áanleg og döll. „Þetta er gríðarlega sterkur listi sem hér var valinn með lýðræðislegum hætti eftir drengilega baráttu. Í raun er þetta sigur fyrir flokkinn því þessi glæsilega þátttaka er góður byr í seglin fyrir kosningarnar í vor … blablablabla. Þessi þula heyrist hj­á öllum eftir prófkj­ör, líka þeim sem eru hundfúlir og vilj­a helst mölva bj­órglas á höfði meðframbj­óðenda sinna í prófkj­örinu. Til að brj­óta upp þetta staðnaða form ætlar Zygmarr.is að bj­óða þeim frambj­óðanda bj­órkassa sem bregst svona við úrslitum í próf­ kj­öri: „Þetta er glataður listi sem samanstendur af hæfileikalausu fólki sem svindlaði í prófkj­örinu. Við verðum algerlega úti á túni í kosningunum í vor og það er betra að skila auðu en að kj­ósa þetta pakk. Aumingj­ar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.