Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 58
4. desember 2006 MÁNUDAGUR26
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis
atburði, stórafmæli og
útfarir í smáletursdálkinn
hér til hliðar má senda á
netfangið timamot@fret-
tabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma
550 5000.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Alhliða útfararþjónusta í 16 ár
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
Kristín Gestsdóttir
Grænagarði, Garðaholti, Garðabæ,
verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ
miðvikudaginn 6. desember kl. 13.
Sigurður Þorkelsson
Jóhann Sigurðsson Ingibjörg St. Sigurðardóttir
Hólmfríður Sigurðardóttir Ágúst Þ. Gunnarsson
Bjarney Sigurðardóttir Þór Sverrisson
barnabörn og langömmubarn.
Elskuleg kona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Ingibjörg Sófusdóttir
áður til heimilis að Köldukinn 13,
Hafnarfirði,
sem lést á Sólvangi þriðjudaginn 28. nóvember, verður
jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
6. desember kl. 13.00.
Gunnar Guðmundsson
Guðmundur Haukur Gunnarsson Guðný Magnúsdóttir
Svavar Gunnarsson Rannveig Aðalsteinsdóttir
Sævar Gunnarsson Sólveig Jónsdóttir
Gunnar Gunnarsson Linda Laufey Bragadóttir
Kristinn Gunnarsson Lilja Steinþórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Magðalena Ólafsdóttir
húsmóðir, Austurgerði 8, Reykjavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni þann 27. nóvember
sl. Jarðarförin fer fram í Bústaðakirkju þriðjudaginn
5. desember kl. 13.00.
Hannes Vigfússon
Ómar Hannesson Anna Karlsdóttir
Elín Hannesdóttir
Baldur Hannesson Særós Guðnadóttir
Haukur Hannesson
Bryndís Hannesdóttir Halldór Helgason
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sonur minn, vinur, bróðir okkar,
mágur og frændi,
Ásgeir Hilmar Jónsson
Bræðraborgarstíg 32, Reykjavík,
sem lést af slysförum sunnudaginn 26. nóvember,
verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn
6. desember kl. 15.00.
Þorbjörg Eiríksdóttir
Bára Bryndís Sigmarsdóttir
Jón Guðmundsson Guðný Ragnarsdóttir
Jóna Halldórsdóttir Svanur Pálsson
Ragnhildur Þórólfsdóttir
og systkinabörn.
Merkisatburðir
1619 Fyrsta þakkargjörðarhá-
tíðin fer fram í Virginíu í
Bandaríkjunum.
1829 Bretland afnemur „sut-
tee“, þann sið að ekkjur
séu brenndar á líkbáli
eiginmanna sinna á
Indlandi.
1954 Kvikmyndin Salka Valka,
sem gerð var eftir sögu
Halldórs Laxness, er
frumsýnd í Austurbæj-
arbíói og Nýja bíói í
Reykjavík.
1971 Veitingahúsið Glaumbær
við Fríkirkjuveg brennur.
Þetta var einn vinsælasti
skemmtistaðurinn í heil-
an áratug.
1991 Síðasta bandaríska gísl-
inum er sleppt úr haldi í
Líbanon. Maðurinn hafði
þá verið í haldi mann-
ræningja í 2.454 daga.
chloé ophelia gorbulew
fyrirsæta er 25 ára í dag
„Að vera eða ekki vera. Það
er þekkt setning, sem allir
hafa hugsað um og væntan-
lega sagt, en höfum við
virkilega brotið heilann um
hana?“
Chloé veltir lífinu fyrir sér á
myspace-síðu sinni.
„Það er ekki á hverjum degi sem við
verðum 120 ára og vitaskuld héldum
við upp á það með pomp og prakt,“
segir Guðjón Sveinsson, en hann og
Ólafur tvíburabróðir hans eru sextugir
í dag. Bræðurnir tóku hins vegar for-
skot á sæluna og héldu veglega upp á
daginn í húsnæði Golfklúbbsins Keili í
Hafnarfirði á laugardag. „Þangað
mættu fjölmargir af vinum okkar og
vandamönnum og yljuðu okkur með
hlýju hjartalagi og faðmlagi. Meira er
ekki hægt að fara fram á.“
Guðjón segir að þeir bræður séu
fráleitt mikil afmælisbörn og hafi í
rauninni ekki haldið sérstaklega upp á
afmælisdaginn hingað til. „Við höfum
yfirleitt látið nægja að hringja í hvor
annan og óskað til hamingju með dag-
inn. Annars höfum við eiginlega ekk-
ert viljað hugsa mikið út í þennan dag.“
Fyrir ári síðan brá Guðjón hins vegar
út af venjunni og bauð bróður sínum
og fleirum í mat í tilefni dagsins og til-
kynnti þá að hann hygðist ætla að halda
veglega upp á 60 ára afmælið. „Mér
fannst tilvalið að gera það á þessum
tímapunkti, á meðan við værum báðir
með fullri rænu og viti og kannski ekki
sérlega mörg stórafmæli eftir úr
þessu,“ bætir hann við kankvíslega. „Í
september spurði ég svo Ólaf hvort við
ættum ekki að slá saman í veislu.
Honum leist ekkert á tilstandið en
snerist síðar hugur og við ákváðum að
gera þetta í sameiningu.“
Þótt þeir bræður hafi sjaldan séð
ástæðu til að gera eitthvað sérstakt
saman á afmælisdaginn séu þeir mjög
samrýndir. „Ólafur er minn besti vinur
og það er eflaust gagnkvæmt. Við leit-
um mikið hvor til annars.“ Þeir eru
líka á áþekkri hillu í lífinu; Guðjón er
jógakennari og starfar hjá fangahjálp-
inni Vernd en Ólafur vann árum saman
hjá SÁÁ. „Það má segja að við höfum
helgað okkur eins konar áfallahjálp,“
segir Guðjón og hlær.
Þótt þeir hafi haldið upp á daginn á
laugardag segir Guðjón ekki loku fyrir
það skotið að þeir geri eitthvað líka á
sjálfan afmælisdaginn. „Kannski
förum við út að borða, við spilum það
bara eftir eyranu.“ bergsteinn@frettabladid.is
GuðjóN oG óLAFuR SVeINSSyNIR: 120 ára tvíburar
alltaf verið samrýndir
Ólafur og guðjÓn Hafa aldrei verið mikið fyrir afmælistilstand en brugðu út af venjunni í ár. FRéttABLAðIð/VILHeLM
Þessi dagur árið 1980 var sorgardagur í augum
margra tónlistaraðdáenda, en þá sendu meðlimir
rokksveitarinnar Led Zeppelin
frá sér tilkynningu þess efnis að
hljómsveitin hefði lagt upp laup-
ana. Nokkur óvissa hafði ríkt um
framtíð hennar eftir að trommari
sveitarinnar, john Bonham, lést í
svefni hinn 25. september sama
ár, eftir að hafa neytt óheyrilegs
magns af áfengi.
Led Zeppelin, skipuð þeim
jimmy Page, Robert Plant, john
Paul jones og john Bonham,
varð til úr rústum sveitarinnar the
yardbirds árið 1968. Page, sem var
bassaleikari the yardbirds, þurfti að manna sveit-
ina fyrir tónleikaferðalag um Skandinavíu eftir að
aðrir meðlimir hennar héldu til annarra starfa.
eftir ferðalagið tóku félagarnir sér nafnið Led
Zeppelin. orðatiltækið „lead zeppelin“ var stund-
um notað yfir slæma tónleika, í þeim skilningi að
þeir hefðu farið eins og zeppelin-
loftskip úr blýi: niður á við.
Led Zeppelin naut gríðarlegra
vinsælda á starfstíma sínum, og
hafði að sögn margra jafn mikil
áhrif á tónlistarheiminn á áttunda
áratugnum og Bítlarnir höfðu haft
áratugi á undan þeim. Á meðal
afraksturs erfiðis þeirra eru víðfræg
lög eins og Stairway to Heaven
og Dazed and Confused. Á seinni
hluta áttunda áratugsins dró þó
nokkuð úr drifkrafti þeirra, sérstak-
lega eftir að Robert Plant meiddist
í bílslysi og missti ungan son sinn skömmu síðar.
Það var þó dauði Bonham sem gerði endanlega
út af við sveitina, þar sem hljómsveitarmeðlim-
um fannst ógerlegt að finna mann í hans stað.
þetta gerðist: 4. DeSeMBeR 1980
Led Zeppelin leggur upp laupana
Starfsfólk Air Atlanta Ice-
landic hefur ákveðið að gefa
jólagjöf sína frá fyrirtæk-
inu til Ástu Lovísu Vil-
hjálmsdóttur sem berst við
krabbamein. Upphæðin er
500.000 krónur og má segja
að það sé snemmbúin jóla-
gjöf til Ástu og barna henn-
ar svo hún geti undirbúið
jólin án þess að hafa fjár-
hagsáhyggjur.
Hannes Hilmarsson, for-
stjóri Atlanta, segir þetta í
fyrsta skipti sem starfsfólk
ánafni jólagjöfina til góðs
málefnis en hann lítur á gjöf-
ina sem samhug í verki af
hálfu starfsmannanna. Um
280 fastráðnir starfsmenn
starfa hjá fyrirtækinu. - hs
Starfsfólk Atlanta gefur
Ástu Lovísu hálfa milljón
ásta lovísa fær styrk Ásta
ásamt tveimur barna sinna.