Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 8
8 4. desember 2006 MÁNUDAGUR VESTURLAND Um helgina var tekin í notkun 2.760 fermetra reiðhöll á Mið-Fossum 2 á Hvanneyri. Ármann Ármannsson frá Miðhús- um lét byggja höllina en við hana er hringvöllur og hesthús þar sem aðstaða verður fyrir áttatíu hross. Þá er á svæðinu kennslustofa og eldhús og góð aðstaða fyrir stór- mót og sýningar. Landbúnaðarháskóli Íslands mun hafa höllina á leigu næstu tólf árin og segir Ágúst Sigurðs- son, rektor LBHI, höllina og aðstöðuna þar í kring verða notaða til kennslu, við barna- og unglinga- starf, í rannsóknarstarfsemi og hrossarækt. „Þessi aðstaða er gríðarleg lyftistöng fyrir hestamennsku á svæðinu og ég held að það sé óhætt að segja að hún sé ein sú besta á landinu. Ármann er að gefa svæð- inu mikið með því að koma aðstöð- unni upp og verður hún í nýtingu allan ársins hring.“ Ágúst giskar á að á milli 500 og 600 manns hafi verið á svæðinu á laugardaginn þegar reiðhöllin var vígð. Í tilefni vígslunnar var boðið upp á hópreið, reiðkennarar Land- búnaðarháskólans héldu skraut- sýningu og Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra ávarpaði gesti. Þá buðu Ármann og fjölskylda hans gestum upp á veitingar. - hs Veistu sVarið? ÖRYGGISMÁL Utanríkisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, hefur ákveðið að gerð verði þarfagrein- ing á flugvernd í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Að fengnum niður- stöðum hennar verður tekin ákvörðun um hvernig rekstri öryggisgæslu í flugstöðinni verð- ur háttað, það er hvort hún verði boðin út eða verði til að mynda á hendi sýslumannsembættisins á Keflavíkurflugvelli. Utanríkisráðherra hefur ákveð- ið að gerður verði þjónustusamn- ingur um svokallaða þriðju landa leit milli flugvallarstjóra og sýslu- mannsembættisins á Keflavíkur- flugvelli. Hann tekur gildi á ára- mótum og er gildistími hans eitt ár, að sögn Jóns Egils Egilssonar, skrifstofustjóra varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. „Það hafa verið áætlaðar 160 milljónir til verksins á gildistíma samningsins, en sú áætlun byggði á mati flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli,“ segir Jón Egill. „Flugvallarstjóri og sýslu- maður gera umræddan samning milli sinna embætta.“ Hvað varðar þarfagreiningu öryggisgæslunnar segir hann að gerð verði sérfræðileg úttekt á mögulegum rekstrarútfærslum vegna vopnaleitar í Leifsstöð til framtíðar litið. „Við höfum haft af því nokkrar áhyggjur að slík greining, sem hlýtur að vera forsenda fyrir framtíðarskipulagi og jafnframt því að öryggisgæslan verði boðin út, hefur ekki farið fram. En þegar hún hefur nú farið fram og niðurstöður hennar liggja fyrir verður tekin ákvörðun um fram- haldið. Það mun gera þriggja manna starfshópur, sem ráðherra hefur ákveðið að settur verði á laggirnar. Hann verður skipaður fulltrúum samgönguráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og utanríkis- ráðuneytis.“ Formaður hópsins verður full- trúi samgönguráðuneytis og segir Jón Egill ástæðu þess vera þá að með tíð og tíma muni reksturinn á Keflavíkurflugvelli færast frá utanríkisráðuneyti til samgöngu- ráðuneytis. Ekki sé ákveðið hve- nær það verði, en lögð sé áhersla á að sá flutningur fari skipulega fram, en ekki verði flanað að neinu. „Þetta er einn liður í því að koma öllum þeim að þessu máli, sem það varðar,“ bætir hann við. „Þessi hópur mun gefa álit, byggt á þarfagreiningunni, á hvernig flugverndinni í heild sinni skuli hagað til frambúðar. Það gildir ekki einungis um þessa þriðju landa leit, sem hefur verið til umfjöllunar að undanförnu, og er einungis brot af heildinni, heldur alla leit, sem verður á þessu bið- tímabili á einni hendi hjá sýslu- manni.“ jss@frettabladid.is LeiFsstÖð Fyrirkomulag svokallaðrar þriðju landa leitar hefur verið nokkuð til umfjöllunar, en hún er einungis brot af allri öryggis- gæslu í flugstöðinni. Sérfræðileg úttekt á flugvernd í Leifsstöð Utanríkisráðherra ætlar að láta gera þarfagreiningu á flugvernd í Leifsstöð til að komast að raun um hvort hagkvæmast sé að bjóða rekstur öryggisgæslunnar þar út, eða hafa hana hjá sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli. 1. Hvaða þrír einstaklingar fengu flest atkvæði í forvali VG á höfuðborgarsvæðinu um helgina? 2. Um helgina var afmælis- hátíð haldin á Kúbu, hve mörg ár eru frá valdatöku Fídels Kastrós í landinu? 3. Hvaða þjóðþekkti skemmti- kraftur mun á næstunni gefa út safndiskinn Hver er sinnar gæfu smiður? sVÖrin eru á síðu 46 DóMSMÁL Maður á fimmtugsaldri var á föstudag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa í maí síðastliðnum framið rán í lyfjaversluninni Apótekaranum. Maðurinn gekk inn í verslun- ina, hélt öxinni ógnandi á lofti og æpti „contalgin, rítalín, komdu með það eins og skot.“ Starfsmenn létu hann hafa lyfin og að því loknu setti hann þau í rusladall og hafði sig á brott. Lögregla grunaði manninn fljótlega um verknaðinn og var hann handtekinn þremur dögum síðar. Við leit á heimili hans fannst töluvert magn af töflunum og ját- aði hann í kjölfarið verknaðinn. Hann sagði ránið hafa verið skyndiákvörðun sem ekki hafi verið undirbúin á neinn hátt. Þá kvaðst hann vera fíkniefnaneyt- andi og að hann hafi verið í miklu morfínfráhvarfi þegar ránið átti sér stað. Maðurinn hefur áður hlotið fjölmarga dóma á Íslandi og í Svíþjóð og rauf skilorð fyrri dóms með broti sínu. Þetta er annar dómur sem fell- ur í ránsmáli sem framið var í Apótekaranum á stuttum tíma. Í síðustu viku var karlmaður á þrítugsaldri dæmdur til sömu refsingar fyrir að hafa í febrúar síðastliðnum rænt verslunina, vopnaður búrhníf og með hulið andlit. Hann var einnig á höttun- um eftir sömu lyfjum. - þsj Tveir menn hafa verið sakfelldir fyrir vopnuð rán í Apótekaranum á einni viku: Rænd tvisvar á stuttum tíma apótekarinn Var rændur tvisvar á þremur mánuðum. Í seinna skiptið öskr- aði ræninginn „contalgin, rítalín, komdu með það eins og skot,“ að starfsmanni verslunarinnar. LÖGREGLUMÁL Ökumaður á tíræðisaldri varð valdur að umferðaróhappi í miðbæ Reykja- víkur á miðvikudag þegar bifreið hans rakst saman við aðra. Tjónvaldurinn ók hins vegar strax á brott eftir áreksturinn, hinum ökumanninum til lítillar gleði. Þegar lögreglan fór að grennslast fyrir um hann kom í ljós að sá sem stakk af er á tíræðisaldri. Hann játaði þó sök sína greiðlega þegar lögreglu- menn ræddu við hann. Að sögn lögreglu hefur maðurinn ekki áður gerst sekur um umferðarlagabrot. - þsj Árekstur í miðbæ Reykjavíkur: Aldraður öku- maður stakk af 2.760 fermetra reiðhöll hefur verið tekin til notkunar á Hvanneyri: Lyftistöng fyrir hestafólk reiðhÖLLin Vígð Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Ármann Ármannsson, eigandi reið- hallarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.