Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 66
4. desember 2006 MÁNUDAGUR34
Fólk sem situr um fræga
einstaklinga er því miður
frekar algengt fyrirbæri.
Er þetta fólk jafnan hald-
ið þeim ranghugmyndum
að það tengist fólkinu á
einhvern hátt og getur sú
þráhyggja endað í alls kyns
vitleysu.
Lítið hefur verið um svona fólk
hér á landi en undanfarið hefur
hver stjarnan á fætur annarri úti í
heimi þurft að eiga afskipti af að
minnsta kosti einni slíkri mann-
eskju. Hafa oftast lögsóknir fylgt í
kjölfarið þar sem „umsátursfólkið“
hefur undantekningalítið verið
dæmt í nálgunarbann og jafnvel í
fangelsi.
Björk
Björk er líklega þekktasti Íslend-
ingurinn sem hefur lent í háska
vegna „umsátursmanns“. Sendi
hann söngkonunni sprengju í pósti
og framdi síðan sjálfsvíg á meðan
hann hlustaði á lag hennar. Ástæð-
an var sú að hann var afbrýðisamur
út í kærasta Bjarkar. Sem betur
fer fann nágranni undarlega lykt
koma frá íbúð mannsins og lét lög-
regluna vita. Náði hún að bregðast
við í tæka tíð áður en Björk komst
í tæri við sprengjuna.
Sandra Bullock
Leikkonan Sandra Bullock fór
fram á það við stjórnvöld að hún
yrði látin vita þegar maður að
nafni Thomas James Weldon yrði
látinn laus af geðsjúkrahúsi í
Tennessee. Samkvæmt dómsmáli
frá 2003 má Weldon ekki koma
nær henni en hundrað metra. Að
sögn leikkonunnar hafði maðurinn
sent henni tölvupósta og símbréf
og skilið eftir skilaboð hjá henni
og fjölskyldu hennar þar sem
hann gaf til kynna að hann
vildi eiga í ástarsambandi
við hana.
Hilary Duff
Unglingur var nýverið
handtekinn í Los Angeles
grunaður um að sitja um
og hóta leikkonunni
Hilary Duff. Höfðu
Duff, sem er nítján ára,
og kærasti hennar, Joel
Madden, úr hljóm-
sveitinni Good
Charlotte
óskað eftir
nálgunar-
banni
gagnvart hinum átján ára Makism
Myaskovsky. Játaði hann fyrir
rétti þráhyggju sína og að hafa
reynt allt til að ná athygli Duff.
Hafði hann hótað að drepa sig og
leit á Madden sem ógn sem þyrfti
að ryðja úr vegi.
Colin Farrell
Dessarae Bradford má ekki koma
nær leikaranum Colin Farrel, syni
hans James og móður hans Kim
Bordenave en 150 metra sam-
kvæmt dómsúrskurði. Ástæðan er
sú að hún gekk upp að Farrell á
meðan hann var gestur í þætti Jay
Leno. Konan hafði verið á meðal
áhorfenda. Farrell fylgdi henni
baksviðs og var henni síðan vísað í
burtu af öryggisvörðum. Farrell
taldi konuna ógn við sig og fjöl-
skyldu sína og taldi réttast að fara
fram á nálgunarbann.
Pamela Anderson
Kynbomban Pamela Anderson
fékk þriggja ára nálgunarbann á
William Peter Stansfield eftir að
hann fór að spjalla við sjö ára son
hennar í skóla hans. Stansfield
sagði í blaðaviðtali að ásakanir
Anderson væru fáránlegar.
Enya
Söngkonan Enya hefur átt í vanda-
málum vegna frægðar sinnar og
ríkidæmis. Einn maður braust inn
í kastala söngkonunnar, batt
þjónustustúlku hennar, og eyddi
síðan tveimur klukkutímum í að
reyna að finna Enya, sem náði að
fela sig í öryggisherbergi. Þegar
hún setti viðvörunarkerfið í gang
slapp maðurinn með nokkra muni
úr eigu hennar. Viku áður
hafði maður
brotist inn í
hús Enya og
var hann
handtek-
inn skömmu síðar.
Árið 1996 flutti 31 árs Ítali til
Dublin til að búa nálægt söngkon-
unni. Stakk hann sig fyrir utan
sveitakrá sem var í eigu foreldra
hennar.
Catherine Zeta-Jones
Kona sem hótaði að skera leikkon-
una Catherina Zeta-Jones í litla
bita var dæmd í þriggja ára fang-
elsi á síðasta ári. Hin 35 ára Daw-
nette King sat um leikkonuna og
sagðist vera ástfangin af eigin-
manni hennar, leikaranum Michael
Douglas. „Ég mun aldrei geta
gleymt hegðun þinni. Alla mína
ævi þarf ég að horfa yfir öxlina á
mér af ótta,“ sagði Zeta-Jones
við réttarhöldin. „Þú verður
aldrei fræg og aldrei alræmd.
Þú ert bara glæpamaður.“
Mel Gibson
Maður sem hafði verið
dæmdur fyrir að hafa
setið um leikarann Mel
Gibson var dæmur í
þriggja ára fangelsi á
síðasta ári eftir að
hafa brotið nálgunar-
bann. Zack Sinclair
braut bannið þegar
hann gekk upp að
Gibson í kirkju á
Malibu og
spurði hvort
hann mætti
biðja bænir
með honum.
Þrátt fyrir að
Gibson hafi
ekki litið á
hann sem mikla
ógn taldi hann
manninn geta
ógnað fjölskyldu
hans. Sinclair
hafði fyrst
samband við
Gibson eftir
að hann gaf út
myndina The
Passion of the
Christ. Sendi
hann Gibson
tólf bréf þar
sem stóð að Guð vildi að þeir
myndu fara saman með bænir.
Janet Jackson
Hinn 46 ára Robert Gardner
má ekki koma nálægt söngkon-
unni Janet Jackson næstu árin.
Mætti hann með hníf og skæri í
upptökuver sjónvarpsstöðvar þar
sem Janet var gestur í þættinum
Saturday Night Live. Vakti það að
sjálfsögðu óhug söngkonunnar.
„Ég vil ekki að litið sé á mig sem
„umsátursmann“. Ég er einn af
aðdáendum hennar,“ sagði maður-
inn við réttarhöld-
in. Janet sagði
manninn hafa
búið til sögu um
meint samband
þeirra og að
hann hafi elt
hana og
reynt að
hitta í níu
ár.
Setið um stjörnurnar
Að sitja um einhvern þýðir að mann-
eskja brýtur á einkalífi annarrar
manneskju og veldur henni ótta.
Setið hefur verið um eina af hverj-
um tólf konum í Bandaríkjunum
einhvern tímann á ævi þeirra. Einn
af hverjum 45 körlum hafa lent í
svipuðum aðstæðum. Alls er setið
um yfir eina milljón kvenna og tæp-
lega 380 þúsund karla á hverju ári í
Bandaríkjunum.
Stundum veit umsátursaðilinn
ekki hvað er að eiga sér stað eða
þá að hann ætlar sér ekki að meiða
neinn. Jafnvel telur hann að fórnar-
lambinu líki vel við hann eða að
hann hafi einhvers konar þörf til
að hjálpa því.
Öfugt við aðra glæpi sem ger-
ast oftast einu sinni, þá eru brotin
síendurtekin hjá „umsátursfólki“.
Oft eru þau ekki ólögleg í sjálfu
sér, eins og að hringja í fórnar-
lömbin, senda þeim gjafir eða
tölvupóst. Flest málin fara aldrei
svo langt að verða öfgafull þar
sem ofbeldi kemur við sögu.
Setið um eina af hverjum tólf konum
FAtAl AttrACtion Kvikmyndin Fatal
Attraction fjallar á eftirminnilegan hátt
um konu sem situr um mann sem hafði
átt í stuttu ástarsambandi við hana.
Aðalleikarinn Michael Douglas hefur
sjálfur þurft að glíma við vandamálið
í gegnum eiginkonu sína, Catherine
Zeta-Jones.
Írska hljómsveitin U2 hélt sína
fyrstu tónleika í Japan í átta ár á
dögunum. Spilaði sveitin fyrir
framan tuttugu þúsund aðdáendur
í Satiama Super Arena höllinni,
skammt frá Tókýó.
Áður en Bono og félagar stigu á
svið tóku þeir góðan tíma til að
skrifa undir eiginhandaráritanir
fyrir aðdáendur sem höfðu beðið í
margar klukkustundir fyrir utan
höllina. Sagði Bono m.a. nokkur
orð á japönsku fyrir aðdáend-
urna.
Bono nýtti einnig tækifærið
fyrir tónleikana og hitti forsætis-
ráðherra Japans, Shinzo Abe, og
gaf honum m.a. forláta sól-
gleraugu.
U2 í Japan
Bono Hljómsveitin U2 hélt sína fyrstu
tónleika í Japan í átta ár á dögunum.
Ljóst er að Eddie Murphy mun snúa
aftur sem lögreglumaðurinn Axel
Foley í kvikmyndinni Beverly Hills
Cop 4. Eddie hefur þegar skrifað
undir samning við Paramount,
framleiðanda kvikmyndarinnar
en óákveðið er hver leikstýrir
kvikyndinni eða skrifar handritið.
Tólf ár eru liðin síðan Eddie lék
Axel Foley síðast og nú eru fram-
leiðendur harðákveðnir í því að
leggja í aðra stórmynd. Beverly
Hills Cop 3 náði ekki að standa
undir væntingum og skilaði ekki
nógu miklum aur í kassann. Í þetta
skipti eru menn alveg vissir að um
skjótan gróða sé að ræða, þar sem
fólk sakni þess að sjá kjaftfora
rannsóknarlögreglumanninn á hvíta
tjaldinu.
Axel Foley
snýr aftur
EDDiE MurPHy Snýr aftur í hlutverki
Axel Foley í Beverly Hills Cop 4.