Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 18
 4. desember 2006 MÁNUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Á örfáum árum hefur það magn kókaíns sem yfir- völd hér á landi haldleggja margfaldast. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í síðustu viku með þrjú kíló af efninu falið í tösku sinni og er það mesta magn kókaíns sem fundist hefur við tollaeftir- lit á Íslandi frá upphafi. Þá hefur fjöldi þeirra sem leita sér hjálpar vegna kóka- ínfíknar tuttugufaldast á örfáum árum. Maðurinn, sem handtekinn var í síðustu viku, var einn á ferð og flaug til Keflavíkur frá Kaup- mannahöfn þann 21. nóvember síðastliðinn. Hann var úrskurðað- ur í þriggja vikna gæsluvarðhald daginn eftir handtökuna. Styrk- leiki efnisins sem hann var með í tösku sinni liggur enn ekki fyrir en ef hann er mikill er hægt að drýgja það tvöfalt eða þrefalt þannig að hægt væri að ná sex til níu kílóum af söluefni úr þeim þremur kílóum sem tekin voru. Ef miðað er við að götuverð á kókaíni sé á bilinu 12 til 15.000 krónur þá gæti söluverðmæti kókaínsins verið á bilinu 80 til 120 milljónir. Það sem af er ári hefur toll- gæslan á Keflavíkurflugvelli lagt hald á tæp átta og hálft kíló af kókaíni, en á síðustu árum hefur um 80 prósent af öllu kókaíni sem tekið er hérlendis verið haldlagt þar. Það er nánast jafnmikið magn af kókaíni og tollgæslan lagði samanlagt hald á undanfar- in tuttugu ár á undan því á tíma- bilinu 1985 til 2005 lagði tollgæsl- an allt í allt hald á um tíu kíló af kókaíni. Erfitt að áætla eftirspurnina Víða erlendis er miðað við að yfir- völd nái á bilinu fimm til tíu pró- sent þeirra efna sem reynt sé að smygla. Kári Gunnlaugsson, aðal- deildarstjóri tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, segir erfitt að áætla eftirspurnina eftir þeirri formúlu. „Mér finnst að minnsta kosti ólíklegt, miðað við það að við tókum rúm átta hundruð grömm í fyrra en meira en tíu sinnum meira það sem af er ári, að eftir- spurnin og neyslan hafi tífaldast á einu ári. Það held ég að geti ekki staðist.“ Í sama streng tekur Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefna- deildar lögreglunnar í Reykjavík, og segir þannig reiknikúnstir ein- ungis vera leik að tölum sem ekki sé hægt að staðfesta hvort séu réttar eða rangar. Þórarinn Tyrfingsson, yfir- læknir á Vogi, segir að það magn sem finnist sé fyrst og fremst mælikvarði á það að aðilar séu mjög markvisst að reyna að koma kókaíni á markað hérlendis. „Það er eftirsóknarvert að koma kóka- íni á markað vegna þess að verðið er mjög hátt og ágóðavonin mikil. Það er mikið af fólki í þjóðfélag- inu sem vill kókaín og er tilbúið að borga mikið til að fá það.“ Ekki að rækta jólarósir Að sögn Jóhanns R. Benediktsson- ar, sýslumanns á Keflavíkurflug- velli, er það vissulega gleðiefni að fíkniefnaeftirlit tollgæslunnar sé að skila auknum árangri. Hann segir það þó mikið áhyggjuefni að smygltilraunir á fíkniefnum séu að verða mun stórtækari en áður. Kári Gunnlaugsson er sammála því og segir tilraunirnar virðast vera mun skipulagðari en áður. Þá sé verið að flytja inn aðrar og dýr- ari tegundir efna sem gefa fyrir- heit um mikinn ágóða. „Kannabis- efnin eru meira og minna ræktuð á Íslandi í dag, enda minni ágóða- von í þeim. Við höfum fundið pressur og annan slíkan búnað til að búa til hass úr plöntunum. Það þarf ekki annað en að skoða hversu mörgum lömpum hefur verið stolið úr gróðurhúsum til að stað- festa það. Það stelur enginn þannig lömpum til að rækta jólarósir.“ Fjöldi fíkla tuttugufaldast Fjöldi þeirra sem leita sér hjálpar vegna kókaínfíknar á Íslandi hefur meira en tuttugufaldast á skömm- um tíma. Aukningin hófst rétt fyrir aldamótin síðustu. Þórarinn segir að á tveggja ára tímabili frá 1998 til ársins 2000 hafi fjöldi tilfella farið úr því að vera um tíu á ári í það að vera yfir 150. Í ár er búist við því að tilfellin verði yfir 200. Langflestir eru á aldursbilinu 20 til 30 ára. Jóhann Benediktsson hefur áhyggjur af því að neysla kókaíns sé að verða almennari og nái nú til fleiri þjóðfélagshópa en áður. Þór- arinn tekur í sama streng og telur neysluna í dag tengjast meira skemmtunum og skemmtanaiðn- aðinum. Hann segir það líka fær- ast í aukana að fólk noti einvörð- ungu kókaín. „Þegar vel stendur á hjá því efnalega þá sækir það í kókaín en skiptir svo yfir í amfet- amín þegar það er féminna. Sumir kvarta yfir því að kókaín sé svo dýrt, annars myndu þeir taka meira af því.“ Svona erum við > Fjöldi varphænsna á Íslandi Heimild: Hagstofa Íslands 1990 16 4. 40 2 17 8. 09 3 16 6. 11 9 21 4. 93 6 1995 2000 2005 Fréttaskýring Þórður Snær JúlíuSSon thordur@frettabladid.is Ökumenn sem eru yfir 72 ára gamlir eru 2,5 sinnum líklegri til að látast í slysi en aðrir ökumenn. Þá eru eldri ökumenn einnig líklegri til að valda slysum miðað við yngri ökumenn að því er fram kemur í rannsókn- arniðurstöðum guðmundar Freys Úlfarssonar, prófessors við Wash- ingtonháskóla. sigurður Helgason er verkefnastjóri hjá Umferðarstofu. Hefur eldra fólki í umferðinni fjölgað? „Já, virkum ökumönnum sem eru fæddir á milli 1930-1940 hefur fjölgað og þeim fjölgar enn.“ Hvers vegna er eldra fólk líklegra til að valda slysum? „Það liggur ljóst fyrir að við höldum ekki akstursgetu okkar alla tíð og það eru takmörk fyrir því hvað fólk getur keyrt lengi. til eru dæmi þess að eldri ökumenn hafi orðið valdir að því að yngra fólk hefur látið lífið í bílslysum. ég tek mikilvægt að eldra fólk láti athuga sig hjá lækni til að kanna aksturshæfni sína. Þá þurfa læknar að vera vakandi fyrir ástandi þessa fólks og gefa þeim réttu ráðin.“ Er eitthvað sem eldri ökumenn ættu að hafa í huga? „Það væri gott ráð fyrir ökumenn sem komnir eru yfir sjötugt að reyna að komast hjá því að vera í umferð- inni þegar hún er hvað mest.“ spURt & svARAð Eldri ökumönnum HEFur Fjölgað Hæfnin könn- uð reglulega Sigurður HElgaSon Verkefnastjóri hjá Umferðarstofu. Rúm átta kíló af kókaíni tekin af smyglurum á árinu ÁSgEir karlSSon kÁri gunnlaugSSon jóHann r. BEnEdiktSSon Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á fimmtudag að stofnun hans hefði gert samning við lyfjafyrirtæki um að lækka verð á alnæm- islyfjum ætluðum börnum um heim allan. Munu tvö indversk lyfjafyrirtæki leggja til algeng veirulyf á verði sem er um 45 prósent lægra en nú þekkist. Var tilkynningunni tekið fagnandi víða um heim, en alþjóðadagur alnæmis var á föstudag. Hvað eru margir smitaðir? Á vefsíðu alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar, WHO, kemur fram að 40 milljónir manna eru smitaðir af HiV- veirunni og í fyrra fórust nærri 3,5 milljónir vinnufærra manna úr sjúkdómnum. Líkt og alþjóðavinnumálastofnunin bendir á hefur sjúkdómurinn sífellt meiri áhrif á vinnuafl jarðarinnar, sérstaklega í fátækari löndum þar sem fræðsla og forvarnir eru minni en þær sem við þekkjum hér á landi. Mikið var um stór orð á degi alnæmis á föstudag og komu ráðamenn margra þjóða með ýmiskonar loforð. til dæmis ætla suður-afríkustjórn að hafa dregið úr smittíðni þar um helming árið 2011 og gera veirulyf aðgengilegri fyrir smitaða landsmenn. Hins vegar sendu stjórnvöld í norður- kóreu frá sér tilkynningu þar sem fullyrt var að ekki eitt einasta tilfelli HiV-smits eða alnæmis væri að finna í kommúnistaríkinu og að leiðbeinandi hönd leiðtogans, kim Jong-il, væri svo fyrir að þakka. Enn felumál? Eitt það sem gerir þennan sjúkdóm svo erfið- an viðureignar er hversu mikið felumál hann reynist vera, bæði meðal þeirra sem smitaðir eru sem og stjórnvalda. Á föstudag hvatti framkvæmdastjóri sameinuðu þjóðanna, kofi annan, til þess að fólk hætti að laumast með svo alvarlegt mál sem sjúkdómurinn er, og sagði að stjórnmálamenn um heim allan yrðu að fara að taka persónulega ábyrgð á útbreiðslu sjúkdómsins. Hið sama ætti við um hverja einustu manneskju í heiminum. FBl-grEining: HiV-VEiran Og aLnæMi Sívaxandi vandamál allra þjóða Ekkert blað? 550 5600 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið kókaín Flæðir til íSlandS gífurleg aukning hefur orðið á haldlagningum á kókaíni hjá íslenskum yfirvöldum á þessu ári. toll- gæslan á keflavíkurflugvelli hefur tekið nánast sama magn í ár og undanfarin tuttugu ár á undan. Þá hefur fjöldi þeirra sem leita sér hjálpar vegna kókaínfíknar tuttugufaldast frá árinu 1998.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.