Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 24
 4. desember 2006 MÁNUDAGUR24 Umræðan Ábyrgð fyrirtækja Fyrir nokkru fór fram málþing í Reykjavík með þann áhuga- verða titil „Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja“. Var þetta mjög fínt upphaf að umræðu sem Hjálpar- starf kirkjunnar vonar að fleiri og fleiri eigi eftir að taka þátt í. Sam- félagsleg ábyrgð er vítt málefni sem felur í sér mannréttindi, jafn- rétti, umhverfisvernd og fleiri víðfeðm mál og því e.t.v. ekki skrítið að hugtakið sé ekki skýrt og afmarkað í huga fólks. Hér fjalla ég um málið frá sjónarhóli frjálsra félagasamtaka. Í hverju felst samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja? Af mörgum stærstu hagkerfum heims standa fyrirtæki en ekki ríki, 26 af 40 stærstu hagkerfum heims eru í dag fyrirtæki og ekki ríki. Þótt sú þróun sé ekki orðin að veruleika á Íslandi virðumst við ekki langt frá því að fyrirtæki muni einn daginn verða með hærri veltu en íslenska ríkið. Fyrirtæki hafa gríðarleg áhrif sem sífellt aukast, um leið og áhrif þjóða og þinga þverra að sama skapi. Þau verða einfaldlega ekki eins öflugir áhrifaaðilar og fyrirtækin. Samfélagsleg ábyrgð er stefna sem æ fleiri fyrirtæki taka upp og við sjáum sífellt fleiri þeirra gefa góðum málefnum gaum. Hvort skilgreina eigi samfélagslega ábyrgð sem skyldu, áhugamál eða viðskiptatækni er lengi hægt að deila um. Eitt er víst að sam- félagsleg ábyrgð hefst með áhuga, áhuga á því umhverfi sem við lifum og hrærumst í. Gott sam- félag einkennist af manneskjum sem þrífast og þróast, umhverfi í jafnvægi, sanngirni í samskiptum og umhyggju fyrir þeim sem ekki hafa eða geta nýtt sér þá mögu- leika sem boðið er upp á í fjöl- breyttu samfélagi. Að fjárfesta í góðu samfélagi er fjárfesting til framtíðar. Til að vaxa þurfum við stöðugt að betrumbæta aðstæður og kjör, menntun okkar og allt það sem hjálpar okkur að nýta tæki- færin. Fyrir fyrirtæki þýðir sam- félagslegur vöxtur yfirleitt stærri við- skiptamarkaður á öllum sviðum. Þannig er það hagur okkar allra að bæta kjör, ekki bara á Íslandi heldur úti um allan heim. Mörg íslensk fyrir- tæki hafa sýnt sam- félagslega ábyrgð með stuðningi við starfsemi Hjálparstarfs kirkj- unnar. Flest þeirra styðja matarbúrið okkar þar sem fólk hér á landi fær afgreitt úr þegar verulega kreppir að. Kveikjan að stuðningi fyrir- tækja við góð málefni er líklega oftast sprottin af mannúðar- hugsjón. En það má einnig líta á slíkan stuðning sem góð viðskipti. Að sýna samfélagslega ábyrgð bætir ímynd og getur þannig skil- að auknum hagnaði. Fyrirtæki eru fólk og hluthafar eru manneskjur. Þó að fjárhagslegur hagnaður sé mikilvægur geta hluthafar einnig verið stoltir af því að eiga hlut í ábyrgu fyrirtæki sem líkt og íslenskur almenningur lætur sig velferð annarra varða. Samfélagsleg ábyrgð einstaklinga Sem farsælt dæmi fyrir okkur öll vill Hjálparstarf kirkjunnar vekja athygli á þeirri ríku samfélags- legu ábyrgð sem íslenskur almenn- ingur hefur sýnt í fjölda ára. Íslenskur almenningur hefur axlað ábyrgð og styrkt verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í meira en 30 ár. Pétur og Páll og Jóna og Gunna hafa gefið rausnarlega af sínum sköttuðu launum og þannig gefið þyrstum vatn, hungruðum mat, frelsað börn úr ánauð, byggt heimili fyrir munaðarlaus börn og eflt bæði fullorðna og börn til menntunar. Verkefnin hafa verið heima og erlendis. Þessi sam- félagslega ábyrgð er öxluð í hljóði, aldrei sjáum við auglýst að Pétur hafi gefið svo og svo mikið. Hing- að til hefur Gunna ekki kallað til fjölmiðlafundar til þess að kynna sitt framlag og ekki hefur heldur Páll spurt „hvernig gagnast þetta framlag mér?“ Ég held að við getum með góðri samvisku sagt að íslenskur almenningur sé bakhjarl allra frjálsa félagasamtaka á Íslandi og því fylgir stöðug- leiki, því íslenskur almenningur gefur ekki bara einu sinni. Sam- félagsleg ábyrgð, það að gefa með sér, virðist hluti af þjóðarsálinni – sjálfsagt þegar við búum sjálf við svo góð kjör. Við látum okkur mál og aðstæður ann- arra manna varða. Íslenskur almenningur hefur líka sýnt í verki að okkar samfélagslega ábyrgð endar ekki við strendur Íslands. Alheimur er samfélag okkar allra og njótum við þar bæði réttinda og berum skyldur. Fyrirtækin fylgi almenningi Samtímis og við þökkum innilega fyrir þá ábyrgð almennings í verki er það von okkar og draumur að einn dag muni þessi ábyrgð og stöðugleiki endurspeglast í öllum okkar fyrirtækjum og stjórnvöld- um, ekki sem skylda heldur sem áhugi og umhyggja fyrir náungan- um, umhverfinu og veröldinni allri. Með þeim hætti væri okkur kleift að byggja enn betra sam- félag, samfélag sem ekki þekkir landamæri. Frjáls félagasamtök eru ekkert án fólksins Pétur og Páll, Jóna og Gunna, Hjálparstarf kirkjunnar þakkar ykkur fyrir allan veittan stuðning og stuðning í framtíðinni. Afstaða ykkar til neyðar annarra, hvar sem þeir búa, er öðrum fyrirmynd. Frjáls félagasamtök eins og Hjálparstarf kirkjunnar leika mikilvægt hlutverk í velferð þeirra sem ekki eru í aðstöðu til að bjarga sér sjálfir að einhverju eða öllu leyti. Og frjáls félagasamtök eru ekkert án ykkar. Hjálparstarf kirkjunnar þakkar fyrir að fá að miðla þinni hjálp til þeirra sem mest þurfa á henni að halda. Höfundur er verkefnastjóri hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Samfélagsleg ábyrgð Lydia GeirSdóttir Umræðan Siðfræði Vísindarannsóknum á heilbrigðissviði hefur vaxið mjög ásmegin á Íslandi á undanförnum 10- 15 árum. Í dag er um mik- ilvæga atvinnugrein að ræða, sem veitir þúsund- um hámenntaðra starfs- manna atvinnu við hæfi. Opinberar stofnanir, einka- fyrirtæki og einyrkjar stunda rannsóknir á hinum margvíslegustu sviðum heilbrigðis- vísindanna, allt frá því að kanna aðstæður aðstandenda sjúklinga í gegnum spurningakannanir og viðtalsrannsóknir, til þess að stunda tæknilega flóknar rann- sóknir á sviði líflæknis-, erfða- og lyfjafræði. Það er óvefengjanlegt, að mikilvæg nýsköpun hefur átt sér stað í atvinnulífinu á grunni vísindarannsókna á heilbrigðis- sviði. Löggjöfin sem varðar vísinda- rannsóknir á heilbrigðissviði er um margt brotakennd. Hröð þróun innan rannsóknarsviðsins gerir það að verkum að þrátt fyrir að lagasetning á ýmsum sviðum viðfangsefnisins hafi á sínum tíma verið framsýn og jafnvel hin fyrsta sinnar tegundar í heimin- um (sbr. Lög um lífsýnasöfn nr. 110/2000), er endurskoðunar víða þegar orðin þörf. Meðal þeirra laga sem lengi hefur verið vitað til að þörf sé á að endurnýja vegna nýrra rannsóknar- sviða og nýrra viðfangsefna, eru lagaákvæði sem varða rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum. Þetta rannsóknarsvið hefur vaxið á undanförnum árum og í nágrannalöndum okkar hefur átt sér stað umræða og reglusetning sem tekur tillit til þeirra ágreiningsefna sem rannsóknir á þessum viðkvæma efnivið geta vakið. Árið 2005 var skipuð nefnd sem hafði það verkefni með höndum að endurskoða lög um tæknifrjóvgun með tilliti til rannsóknar á stofn- frumum úr fósturvísum. Afrakst- ur nefndarstarfsins liggur nú fyrir og til stendur að leggja frumvarp um breytingar á þess- um lögum fyrir á yfirstandandi þingi. Í frumvarpsdrögum eru lagðar til veigamiklar breytingar sem lúta að rannsóknum á stofn- frumum úr fósturvísum, enda þörf á; núgildandi lög voru sett árið 1996, þó nokkrum árum áður en rannsóknarsviðið varð í raun til. Það er ástæða í þessu samhengi til að fagna þeirri umræðu sem orðið hefur á undanförnum misserum um stofnfrumurannsóknir. Vísindasiðanefnd er fjölskipuð, þverfagleg nefnd sem hefur það verkefni stærst að gæta hags- muna þeirra sem þátt taka í vísindarannsóknum á heilbrigðis- sviði. Einn veigamesti þátturinn í að gæta hagsmuna þátttakenda í slíkum rannsóknum felst í að tryggja upplýsingaveitu til þeirra og skilning þeirra á því hvað í þátttöku í tiltekinni vísindarann- sókn felst. Nefndin taldi af þess- um sökum tilvalið að leggja sitt af mörkum til upplýstrar umræðu um stofnfrumurannsóknir með því að taka höndum saman við Líffræðifélag Íslands og standa fyrir málþingi 30. nóvember sl. um fyrirliggjandi drög að frum- varpi, þar sem sérfæðingar á ýmsum sviðum ræddu um rannsóknarsviðið. Á málþinginu var fjallað um málefnið frá ýmsum hliðum, enda ljóst að ef vanda á til löggjafar á sviði vísindarannsókna sem lúta að mönnum þarf að eiga sér stað upplýsandi umræða meðal almennings og annarra hagsmunaaðila og reifa þau álitamál sem upp geta komið hverju sinni. Nú er lag að halda áfram vinnu við endurskoðun lög- gjafar og reglusetningar á sviði vísindarannsókna á heilbrigðis- sviði. Ekki síður er ástæða til að hvetja til áframhaldandi umræðu meðal almennings um vísinda- rannsóknir á heilbrigðissviði og stjórnsýsluumhverfis þeirra. Ýmis ákvæði sem varða rétt- indi sjúklinga, persónuvernd og öflun og nýtingu lífsýna hljóta þegar að teljast barn síns tíma, þar sem ófyrirséð þróun á rannsóknarsviðum og nýtingar- möguleikum slíks efniviðar hefur orðið á þeim tiltölulega stutta tíma sem liðinn er frá því að grundvallar- löggjöf var staðfest á þessu sviði. Endurskoða þarf laga- og reglu- gerðarumhverfið til að taka til þróunar, leysa úr nýjum ágrein- ingsmálum en ekki síst til að skapa þeim sem koma að rannsóknun- um, rannsakendum og ekki síður þátttakendum, skýran og auð- rataðan ramma um atvinnugrein- ina, ramma sem tekur mið af raunverulegri stöðu innan grein- arinnar. Það er mikilvægt fyrir rann- sakendur og hina fjölmörgu sér- hæfðu starfsmenn sem að vísinda- rannsóknum á heilbrigðissviði koma að löggjöfin endurspegli upplýsta afstöðu samfélagsins til þeirra möguleika sem nú eru uppi á þessu margbreytilega rannsóknar- sviði. Það er ekki síður mikilvægt fyrir okkur Íslendinga, þátttak- endur í þessum rannsóknum, að réttindi okkar séu tryggð með skýrum hætti. Einn mikilvægasti grundvöllur- inn fyrir framgangi vísindarann- sókna á heilbrigðissviði og þeirri mikilvægu nýsköpun í atvinnulíf- inu sem efling þeirra getur haft í för með sér er að traust ríki milli rannsóknarsamfélagsins og þátt- takenda í vísindarannsóknum. Ein grunnstoðin undir því trausti er að leikreglur séu skýrar og að almenn umræða sé upplýst og lifandi. Það er vonandi að sú vinna sem nú hefur verið skilað á sviði stofn- frumurannsókna sé til vitnis um aukinn áhuga löggjafarvaldsins á þessum málaflokki. Höfundur er framkvæmdastjóri Vísindasiðanefndar. Vísindarannsóknir á heilbrigðissviði óLöF Ýrr atLadóttir Umræðan Trúmál Þriðjudaginn 28. nóv-ember féll dómur í Héraðsdómi Reykja- víkur vegna málsókn- ar Ásatrúarfélagsins á hendur íslenska ríkinu um greiðslur, sambæri- legar þeim sem renna til íslensku Þjóðkirkj- unnar. Þjóðkirkjan hefur hvatt stjórnvöld til að auka jafnræði milli trú- félaga í þessum efnum. Niðurstaða ofangreinds dóms er á margan hátt áhugaverð. Dóm- urinn skoðar mismunandi hlut- verk sjóðanna og kemst að þeirri niðurstöðu að varðandi annan þeirra, Jöfnunarsjóð sókna, sé gert upp á milli trúfélaga. Greiðsl- ur í Jöfnunarsjóð sókna eru hins vegar ákvarðaðar með lögum og telur dómstóllinn ekki hægt að fallast á fjárkröfur Ásatrúar- félagsins því lagaheimild skorti. Þjóðkirkjan hvatti stjórnvöld til að auka jafnræði Biskup Íslands lagði til við forsætis- ráðherra og dóms- og kirkjumála- ráðherra árið 1999 að staða trú- félaga yrði jöfnuð að þessu leyti og væri það vel við hæfi í tilefni hátíðahaldanna árið 2000. Kirkju- þing 2005 ályktaði um stöðu ann- arra trúfélaga og taldi rétt að söfn- uðir nytu jafnræðis. Kirkjuráð, sem er framkvæmdastjórn Þjóð- kirkjunnar, samþykkti einnig ályktun til stjórnvalda um þetta mál árið 2005. Þá hefur samstarfsnefnd krist- inna trúfélaga að frum- kvæði Þjóðkirkjunnar rætt möguleika á sam- eiginlegum þrýstingi á stjórnvöld um breyt- ingu hvað þetta varðar. Ásatrúarfélagið mun áfrýja úrskurði héraðsdóms til Hæsta- réttar. Það verður áhugavert að sjá hver niðurstaðan verður, einkum er varðar Jöfnunarsjóð sókna og hvort hún kalli á lagabreytingu. Sérstaða Þjóðkirkjunnar Jón Kaldal skrifar leiðara um ofangreindan dóm og stöðu trú- félaga í Fréttablaðið hinn 30.11. síðastliðinn. Vegna þeirra skrifa langar mig að ítreka aðeins sérstöðu Þjóð- kirkjunnar og þær skyldur sem hún hefur hennar vegna umfram önnur trúfélög á landinu. Engin stofnun á Íslandi getur sýnt fram á annað eins samhengi í þjóðar- sögunni og Þjóðkirkjan – órofa samhengi trúarlegrar þjónustu, menntunar og menningar í þúsund ár. Þéttriðið net sókna um land allt tryggir að þjónusta hennar nái til landsmanna allra, óháð búsetu, aldri og efnahag. Um tvö hundruð friðaðar sóknarkirkjur um land allt eru meðal dýrmætustu menningarverðmæta íslensku þjóðarinnar. Þjóðkirkjan hefur með höndum margs konar félagslega þjónustu, kærleiksþjónustu safnaða og neyðaraðstoð innanlands og þró- unar og neyðarhjálp á alþjóðavett- vangi um farveg Hjálparstarfs kirkjunnar. Prestar og djáknar í sóknum og á stofnunum veita fólki stuðning, ráðgjöf og sálgæslu auk leiðsagnar í andlegum efnum. Stuðningur við fólk í hjúskapar- erfiðleikum er umtalsverður þátt- ur í starfi presta og með Fjölskylduþjónustu kirkjunnar er veitt þjónusta til stuðnings fjöl- skyldum, óháð trúfélagi. Á vett- vangi Þjóðkirkjunnar er mikill fjöldi að störfum, launað og ólaun- að. Má þar til dæmis nefna þá öfl- ugu kórastarfsemi sem á vegum kirkjunnar, sem ekki fer fram hjá neinum á aðventu og um jólahátíð- ina. Þjóðkirkjan vill stuðla að góðum samskiptum við aðrar kristnar kirkjur og trúarsamfélög í landinu og vinna að skilningi og virðingu fyrir öðrum trúarbrögð- um sem festa rætur hér á landi. Að því hefur verið unnið á virkan hátt á vegum Þjóðkirkjunnar, meðal annars með því að hafa frumkvæði að stofnun samráðs- vettvangs trúfélaga sem stofnað- ur var fyrir viku. Það er ljóst að Þjóðkirkjan nýtur sérstöðu í íslensku þjóð- félagi. Að hluta til er það vegna sögu hennar og stöðu og einnig skapar stærð hennar sérstöðu. En því fylgja líka skyldur og ábyrgð, langt umfram þær kröfur sem gerðar eru til annarra trúfélaga. Höfundur er verkefnastjóri samkirkju- og upplýsingamála hjá Þjóðkirkjunni. Jafnræði trúfélaga og staða Þjóðkirkjunnar SteinUnn arnÞrúðUr BjörnSdóttir Það er mikilvægt fyrir rann- sakendur og hina fjölmörgu sérhæfðu starfsmenn sem að vísindarannsóknum á heilbrigðissviði koma að löggjöfin endurspegli upp- lýsta afstöðu samfélagsins til þeirra möguleika sem nú eru uppi á þessu margbreytilega rannsóknarsviði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.