Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 4. desember 2006 Guðmundur Óli Scheving skrifar um meindýr og meindýravarnir Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið gudmunduroli@simnet.is. Bjöllur af þessari ætt hafa ekki hlotið íslenskt heiti og eru því með eitt samheiti, fleskbjalla. attagenus smirnovi er tiltölulega nýr land- nemi á Íslandi og hefur ekki hlotið íslenskt nafn. nokkur afbrigði hafa fundist hér á landi. Tegundin er upprunnin í afríku en er nú algeng í norðan- verðri evrópu. Hún þrífst best við 20°C og lifir því ekki utanhúss hér á landi. Bjöllurnar fljúga ágætlega og geta flogið á milli húsa á góðviðrisdögum. Þær sækja í birtu og finnast því oft í gluggum. Bjallan og lirfan skemma skinnavöru, náttúrugripi, ullarvöru og alls konar matvöru. Bjallan sækir mjög í ost og áður fyrr settu menn ost í glas til að veiða hana en það brást ekki að eftir skamma stund var bjalla komin í ostinn. Þessar bjöllur eru að berast til okkar öðru hvoru. eini möguleikinn til að losna við þær er að láta úða fyrir þeim. Það er því afar mikilvægt að ná sýni af bjöllum og öðrum skordýrum og áttfættlum til að láta greina dýrin. Bjallan er svört eða brún að lit með þremur blettum sem eru brúnleitir eða gráir eftir því hvaða afbrigði er á ferð. frambolur er dekkri en afturbolur. Hún er 2,5-4 mm löng. Lirfurnar eru brúnar, allt að 8 mm langar, svolítið gulrót- arlaga með langt tagl aftur úr sér. fullorðnu bjöllurnar nærast ekki en lirfurnar lifa á þurrum leifum dýra og plantna, s.s. hárum, fiðri, dauð- um skordýrum og fræjum plantna. Yfirleitt eru bjöllurnar skaðlausar í heimahúsum en geta valdið skaða á náttúrugripasöfnum þar sem lirfurnar herja á dýrahami. erfitt getur reynst að losna við kvikindin því lirfurnar eru ljósfælnar og geta auðveldlega leynst á óað- gengilegum stöðum, t.d. á bak við og undir eldhúsinn- réttingu, undir ísskáp og eldavél, bak við gólflista og í öðrum skúmaskot- um þar sem erfitt er að ryksuga og þrífa. Varnaðarorð Þegar fólk þarf að fá til sín meindýraeyði eða garðúðara, hvar á landinu sem er, skal alltaf óska eftir því að fá að sjá starfsréttindaskírteini útgefið af umhverfisstofnun og eiturefnaleyfi gefið út af lög- reglustjóra/sýslumanni og það mikilvægasta er að viðkomandi hafi starfsleyfi frá viðkomandi sveitar- félagi. Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir 2004 Greining skordýra 2006 Náttúrufræði- stofnun Íslands Greining skordýra 2006 Náttúrufræðistofa Kópavogs Fleskbjalla (Dermestes lardarius) (Attagenus smirnov)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.