Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 56
 4. desember 2006 MÁNUDAGUR32 Skriðuklaustur í Fljótsdalshreppi á Austurlandi var fornfrægt stórbýli en frá árinu 1493 til 1552 var þar klaustur. Við siðaskiptin runnu klaustureignirnar til Danakonungs og urðu að sérstöku léni sem kallað var Skriðuklausturlén. Kirkja var á Skriðuklaustri frá 1496 til 1792. Árið 1939 settist Gunnar Gunnarsson að á Skriðuklaustri og lét reisa húsið sem þar stendur en það var teiknað af þýska arkitektinum Fritz Höger. Gunnar ánafnaði ríkissjóði síðan jörðina með því skilyrði að hún yrði notuð til menningarauka sem hún hefur verið og árið 1997 varð stofnun Gunnars Gunnarssonar til. Hver og einn hefur sína hugmynd um hvernig draumahúsið skuli líta út. Kristín Eva Ólafsdóttir, grafískur hönnuður, vill hafa sitt draumahús utan bæjarmarka. „Draumahúsið mitt yrði að vera staðsett rétt fyrir utan Heiðmörk. Mér finnst það svæði einmitt svo fallegt.“ Ekki er komið að tómum kofanum þegar Kristín er innt eftir því hvernig væri umhorfs innanhúss. „Það yrði að vera stórt vinnuherbergi þar sem hægt er að steypa, mála og svo framvegis. Það væri alveg draumurinn.“ Kristín bætir við að hún myndi vilja hafa færanlega milliveggi þar sem þeir bjóði upp á marga möguleika og séu einfaldlega skemmtilegri en til dæmis venjulegar hurðir. Þá yrði í draumahúsinu að vera stórt tómstundaherbergi þar sem öll fjölskyldan gæti síðan komið saman á kvöldin. Til að koma þessu öllu heim og saman myndi Kristín vilja að Jóhanna Kristín innanhússarkitekt myndi hanna húsið en hún er í algeru uppáhaldi hjá Kristínu Evu. DrAumAHúSið mitt KriStín EVA ÓlAFSDÓttir GrAFíSKur Hönnuður Vinnuherbergi og færanlegir veggir Kristín Eva vill hafa draumahúsið sitt staðsett rétt fyrir utan bæjarmörk. Eden í Hveragerði hefur verið auglýst til sölu. Eden-húsnæðið er um 3.500 fer- metra stórt en þar er rekin verslun og matsölustaður auk þriggja gróðurhúsa. Til greina kemur að selja aðeins reksturinn eða allt saman. Fyrir liggur tillaga að deili- skipulagi, þar sem 1.500 fermetra stækkun gróðurhúss og tengi- byggingar á bak við veitingasal er ráðgerð, auk fjögurra hæða hótelbyggingar á lóðinni. Núverandi eigandi Eden, Egill Guðni Jónsson, sagði í samtali við Suðurland.is að salan væri ekki sprottin af ágreiningi við bæjaryfirvöld, jafnvel þótt þau hefðu staðið í vegi fyrir að hann byggði átta hæða blokk á lóðinni, eða vegna erfiðleika í rekstri. Ár er liðið frá því að Egill festi kaup á Eden. Frá þessu er greint á frétta- vefnum Suðurland.is. - rve Eden til sölu Eden í Hveragerði er nú til sölu. fréTTablaðið/E.Ól SKriðuKlAuStur SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *Þinglýstir kaupsamningar. Heimild: Fasteignamat ríkisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJölDi 20/10- 26/10 108 27/10- 2/11 122 3/11- 9/11 120 10/11- 16/11 145 17/11- 23/11 176 24/11- 30/11 151 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.