Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 4. desember 2006 23 Umræðan Kynbundið ofbeldi Kynferðislegt ofbeldi á börnum er víðtækt vandamál. Tölur um þetta viðkvæma málefni eru sláandi og því miður á slíkt ofbeldi sér stað um allan heim. Sem dæmi má nefna að 16% þeirra sem fá lækningu við kynsjúkdómi í Níger- íu eru undir 5 ára aldri og 17% barna á Íslandi, eða um fimmta hver stúlka og tíundi hver dreng- ur, verða fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Fjöl- mörg önnur dæmi mætti taka. Tölfræðin sýnir þó aðeins lítið brot af vandamálinu þar sem eðli þessara brota og sú leynd sem yfir þeim hvílir valda því að sjaldan er tilkynnt um þau. Óbirt rannsókn Hrefnu Ólafsdóttur félagsráð- gjafa sýnir til dæmis að kynferð- islegt ofbeldi gegn barni árið 2002 var einungis kært í fjórum tilfell- um af 122. Þrátt fyrir þessa stað- reynd er almenn vitund að aukast um það að kynferðislegt ofbeldi sé glæpur sem eigi ekki að líðast. Hins vegar virðast ekki allir átta sig á því að skoðun barna- kláms á netinu er kynferðislegt ofbeldi. Það er ofbeldi gegn því barni sem á myndinni er þó svo að engin bein líkamleg snerting eigi sér stað. Engin klámmynd verður nokkru sinni til af barni án þess að það þjáist og í hvert sinn sem þessi mynd er skoðuð er verið að halda ofbeldinu gegn barninu áfram. Sá möguleiki að útrýma efni af net- inu er takmarkaður og sannað er að vitneskja barns um mynd af því á netinu veldur því enn meira hug- arangri og miska. Barnaklám hefur komið fram í dagsljósið síðasta áratuginn og er það nær eingöngu vegna tilkomu og útþenslu nets- ins. Netið hefur ótvíræða kosti en því miður hefur það sínar dökku hliðar og þar ber einna hæst aukna möguleika kyn- ferðisafbrota- manna á að stunda iðju sína óáreittir. Jafnvel þó að erfitt verði að stöðva barnaklám á netinu með öllu getum við eigi að síður gert allt sem í okkar valdi stendur til að sporna við því. Ef baráttan einkennist af öflugri alþjóðastarfsemi og góðri samvinnu fagaðila er hægt að ná góðum árangri. Virkt eftirlit með barnaklámi á netinu og þátttaka almennings í slíku eftirliti er ekki síður mikilvægt. Barnaheill hafa starfrækt ábendingalínu síðan 2001. Við hvetjum fólk til að láta vita í hvert sinn sem það verður vart við barnaklám á Netinu með því að senda inn ábendingu. Barnaheill hafa átt öflugt alþjóðlegt samstarf frá upphafi við ábendingalínur annarra landa innan regnhlífar- samtakanna INHOPE. Einnig erum við í mjög góðu samstarfi við Lögregluna í Reykjavík, Ríkis- lögreglustjóra og netþjónustuað- ila á Íslandi. Þegar ábending berst, og starfsfólk Barna- heilla hefur metið það svo að um kyn- ferðislegt og klám- fengið efni af barni sé að ræða, finnur það út með sérstök- um hugbúnaði hvar efnið er vistað. Ef efnið er vistað á Íslandi er ábend- ingin send til alþjóðadeildar Rík- islögreglustjóra sem hefur rann- sókn á málinu. Ef efnið er hins vegar vistað erlendis er ábending- in send til samstarfsaðila Barna- heilla í viðkomandi landi sem senda hana áfram til lögreglunnar þar. Í lok október 2006 höfðu Barna- heillum borist meira en 3.000 ábendingar um barnaklám á Net- inu. Þar af voru meira en 1000 ábendingar sem höfðu að geyma myndir þar sem börn voru sýnd á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Þegar borin eru saman tvö tímabil, 1. sept. 2004 til 1. sept. 2005 og 1. sept. 2005 til 1. sept. 2006, kemur fram að 25% aukning hefur orðið á milli ára. Í 64% til- vika voru ábendingarnar sendar til samstarfsaðila erlendis og í 36% tilvika til lögreglunnar. – Barnaheill boða til hádegis- fundar í Kornhlöðunni í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi hinn 7. desember nk. kl. 12.00 undir yfirskriftinni Hvert er umfang kynferðislegs ofbeldis á netinu á Íslandi? Höfundur er lögfræðingur hjá Barnaheillum – Save the children á Íslandi. Stöðvum barnaklám á netinu! rán IngvarsdóttIr Umræðan Stjórnmál Erlendu fólki hefur fjölgað ört á Íslandi undanfarin misseri. Frjálslyndi flokkurinn leggur ríka áherslu á að fólki sem er af erlendu bergi brotið og flyst hingað til lands, verði gert kleift að finna sér hlutverk og aðlagast íslensku samfélagi. Einnig að tryggt sé að ekki verði brotið á því fólki, því verði sýnd full virðing og mannréttindi. Enn bíðum við stefnumörkunar ríkisstjórnarinnar úr nefndar- starfi um málefni innflytjenda, eins og samþykkt var á Alþingi í apríl 2006. Þinginu var lofað að sú stefnumörkun ætti að liggja fyrir 1. október síðastliðinn. Frjálslyndi flokkurinn telur það pólitískt ábyrgðarleysi að stjórnvöld skuli ekki hafa brugðist betur en raun ber vitni við þeim miklu þjóðfé- lagslegu áskorunum sem felast í því stóraukna streymi erlends vinnuafls hingað til lands sem var fyrirsjáanlegt að yrði eftir 1. maí síðastliðinn, þegar lög um frjálsa för launafólks frá nýjum aðildar- ríkjum ESB var heimilað. Það er skoðun okkar að sú leið sem meiri- hluti Alþingis valdi í vor, að nýta ekki heimildir til frestunar ákvæða í EES-samningnum um frjálsa för, hafi verið mikil mis- tök. Við andmæltum þessu einir flokka harðlega í vor. Frestun á frjálsu flæði til 2009 eða 2011 hefði gefið okkur svigrúm til betri undirbúnings, auk þess sem ætla má að atvinnuástand í mörgum þeirra landa sem um ræðir hefði batnað eftir nokkurra ára veru þessara ríkja í ESB. Margt bendir til þess að mál- efni erlendra ríkisborgara á Íslandi séu nú í ólestri. Fólk býr víða í atvinnuhúsnæði, skráning og eftirlit er gloppótt, tilfelli eru þar sem brotið er á réttindum fólks, íslenskukennsla er af skorn- um skammti og áfram má telja. Mjög mikið innstreymi hefur verið af fólki hingað til lands og aldrei meira en síðustu mánuði. Nýjustu tölur sýna að fjöldi erlendra starfsmanna nálgast nú óðfluga 20.000. Það eru um 13% af íslensku vinnuafli. Varla er ofmælt að segja að Ísland upplifi nú aðstæður sem aldrei hafa komið upp í sögu landsins þar sem mikill fjöldi erlends fólks mun keppa við Íslendinga um vinnu. nokkrar áherslur Við í þingflokki Frjálslynda flokksins teljum að eftirfarandi skuli strax haft að leiðarljósi við þá vinnu að taka þessi mál fastari tökum en gert hefur verið hingað til: Brugðist verði sérstaklega við áhrifum frjáls flæðis erlends vinnuafls á vinnumarkaðinn sem leitt getur til lækkunar launa. Fylgjast þarf með fjölgun starfs- manna á vegum starfsmanna- leigna. Stéttarfélög fái heimildir til að fara í fyrirtæki og krefjast þess að fá að sjá launaseðla, vinnu- skýrslur og önnur gögn sem varða erlenda starfsmenn svo unnt sé að fylgjast með því að ekki sé brotinn á þeim réttur. Fjöldi erlendra starfsmanna hefur ekki verið til- kynntur til Vinnumálastofnunar eins og lög gera ráð fyrir. Herða verður eftirlit með atvinnurek- endum og óskráðum starfsmönn- um, kjörum þeirra og búsetu. Við viljum að unnið verði að því að staða þess starfsfólks sem þegar er komið til landsins verði könnuð, fjölskylduhagir og áform þeirra í næstu framtíð varðandi hugsanlega framtíðarbúsetu á Íslandi. Þannig verður unnt að spá fyrir um t.d. fjölgun skólabarna, þörf á kennslu í íslensku og öðrum þáttum er varða aðlögun o.fl. Við teljum brýnt að kannað verði hvort þeir, sem vilja setjast hér að um lengri eða skemmri tíma, hafi hugsanlega saka- ferla. Meta verður menntun innflytj- enda, bæði hvað varð- ar iðnmenntun og æðri menntun. Einn- ig er sjálfsagt að heil- brigðisyfirvöld verði á varðbergi varðandi smitsjúkdóma eins og berkla. Það er afar mikilvægt að virkja innlent vinnuafl frekar en nú er gert, og þannig nýta betur þann mannauð sem fyrir er í landinu. Það mætti gera með breytingum á skattakerfi, þar sem tekið yrði til- lit til skerðingarreglna sem bitna nú harðast á eldri borgurum og öryrkjum, sem og því hvernig skattbyrði hefur þróast gagnvart lágtekjufólki. Hægt að beita takmörkunum Rétt er að vekja athygli á að það ferli að taka nú upp stýringu, eft- irlit og takmörkun hefði verið mun einfaldara ef Ísland hefði nýtt sér fyrirvara sem mögulegur var vorið 2006. Við viljum reyna að takmarka á ný frjálst flæði launa- fólks frá nýjum ríkjum EES a.m.k. á meðan unnið er að ráðstöfunum í samfélaginu sem tryggja hags- muni bæði þeirra útlendinga sem hingað vilja koma og þeirra sem eru hér fyrir. Hér er ekki verið að tala um að loka landinu eða reka fólk á brott, heldur eingöngu lögð áhersla á að sökum smæðar þjóð- arinnar er það okkur Íslendingum nauðsynlegt að stýra sjálf flæði erlendra nýbúa til landsins. Við teljum unnt að gera það samkvæmt 112. og 113. gr. EES samningsins. Samkvæmt þeim ákvæðum getur íslenska ríkið gripið einhliða til viðeigandi öryggisráðstafana ef upp koma alvarlegir, efnahagslegir, þjóðfé- lagslegir eða umhverfislegir erf- iðleikar í sérstökum atvinnugrein- um eða á sérstökum svæðum. Skilyrði fyrir beitingu þessa úrræðis eru nánar skýrð í athuga- semdum við 112. gr. þar sem fram kemur að í fyrst lagi verða erfið- leikarnir annað hvort að vera orðnir að veruleika eða yfirvof- andi, í öðru lagi eiga ráðstafanirn- ar að takmarkast við það sem er bráðnauðsynlegt til að ráða bót á ástandinu og loks eiga ráðstafanir sem gerðar eru vegna erfiðleika sem skapast vegna eins samnings- aðila að gilda gagnvart öllum samningsaðilum. Við gerð EES- samningsins áskildu stjórnvöld sér einnig rétt til að grípa til sér- stakra öryggisráðstafana, t.d. atvinnuleyfis, ef alvarleg röskun yrði á jafnvægi vinnumarkaðar vegna meiriháttar flutninga starfsfólks sem beinast að sér- stökum svæðum, störfum eða atvinnugreinum eða vegna alvar- legrar röskunar á jafnvægi fast- eignamarkaðar. Þetta var gert með sérstakri bókun íslenskra stjórnvalda við ákvæði samning- ins, sem ekki var mótmælt á sínum tíma. Höfundur er þingflokksformaður Frjálslynda flokksins. Frjálslyndi flokkur- inn og málefni inn- flytjenda magnús Þór HafsteInsson Hér er ekki verið að tala um að loka landinu eða reka fólk á brott, heldur eingöngu lögð áhersla á að sökum smæðar þjóðarinnar er það okkur Íslendingum nauðsynlegt að stýra sjálf flæði erlendra ný- búa til landsins. Óbirt rannsókn Hrefnu Ólafs- dóttur félagsráðgjafa sýnir til dæmis að kynferðislegt ofbeldi gegn barni árið 2002 var ein- ungis kært í fjórum tilfellum af 122.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.