Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 64
4. desember 2006 MÁNUDAGUR32
Einkaspæjarinn hefur verið að
gera það gott í glæpasögum í
svona um það bil 165 ár eða frá því
að Edgar Allan Poe kynnti Aug-
uste Dupin til sögunnar í Morðun-
um í Líkhússgötu. Slagkrafturinn í
einkaspæjurunum var svo mestur
í kringum miðbik síðustu aldar
þegar höfuðpáfar harðsoðnu hefð-
arinnar þeir Raymond Chandler
og Dashiell Hammett mótuðu
harðsoðnu hefðina með Philip
Marlowe, Sam Spade og The
Continental Op.
Spæjaralaus Norðurlönd
Marlowe er rómaðasti einkaspæj-
ari reyfarasögunnar, harður og
heiðarlegur einfari með mannlega
taug sem óð sollinn í Los Angeles
og reif kjaft í meitluðum frösum
meistara Chandlers.
Norðurlöndin eru enn þá sak-
lausari en stórborgir Bandaríkj-
anna og því hefur hingað til ekki
verið mikil eftirspurn eftir þjón-
ustu einkaspæjara í Skandinavíu.
Reyfarahöfundar í þessum heims-
hluta hafa því oft séð sér þann
kost vænstan að skipta spæjaran-
um út fyrir blaðamann. Það er alls
ekki galið þar sem rómantíska
hugmyndin um rannsóknarblaða-
manninn er náskyld Marlowe og
hans líkum en þetta eru vandræða-
gemlingar sem eru sísnuðrandi í
kringum hluti sem þeim koma
ekki við og einhver öfl vilja að
liggi í þagnargildi.
Einar, blaðamaður Árna
Þórarinssonar, nafnlausi blaða-
maðurinn í bókum Dans Turell og
Annika Bengtzon hjá Lizu Mark-
lund eru nærtæk dæmi um þetta
sem og færeyski blaðamaðurinn
Hannis Martinsson sem er aðal-
persónan í Krossmessu eftir Jóg-
van Isaksen.
Skuggamynd af Marlowe
Á bókarkápu er vitnað í færeyska
Sosialinn þar sem Hannis þessi er
sagður vera færeyskur „Marlowe
á grindhvalaveiðum …“ Þarna
fara þeir á Sosialnum fullbratt í
samanburðinn en fyrir utan það að
Hannis býr einn, reykir og er tals-
vert fyrir sopann er ekki hægt að
segja að þeir eigi margt sameigin-
legt og Hannis er lítill greiði gerð-
ur með því að vera stillt upp við
hlið þess gamla.
Hannis er frekar flöt persóna
og ekkert sérstaklega spennandi,
hvorki í gjörðum né tilsvörum, og
í raun má segja það sama um
Krossmessu en það sem gerir
hana helst áhugaverða er að hún
fjallar öðrum þræði um hvalveið-
ar og skýtur því upp kollinum á
Íslandi á heppilegum tíma.
Viðkvæmt mál
Krossmessa hefst á því að Hannis
er nýkominn heim til Færeyja
eftir áralangt flakk og kemur sér
fyrir í niðurníddu húsnæði þar
sem hann ætlar að opna ráðgjafa-
skrifstofu og skrifa greinar í frí-
stundum. Hann er þó varla byrjað-
ur að klína málningu á ljóta
veggina þegar hann er orðinn
einkaspæjari þar sem breskur
útsendari náttúruverndarsam-
taka ræður hann til þess að rann-
saka morð á tveimur ungum hval-
friðunarsinnum sem fundust
skömmu áður skornir á háls innan
um dauða grindhvali.
Málið er viðkvæmt fyrir
margra hluta sakir og það reynist
Hannis ekki síst erfitt að rann-
saka morðin þar sem andúð landa
hans á náttúruverndarsinnum,
meintri forheimsku þeirra og
skilningsleysi á mikilvægi hval-
veiða er í meira lagi djúpstæð.
Málið vindur þó hratt upp á sig
og Hannis getur varla snúið sér í
hálfhring án þess að detta um ný
lík en þrátt fyrir það tekst
höfundinum aldrei að ná upp
alvöru spennu í sögunni.
Þreytandi leikur kattar að mús
Helsta áhyggjuefni Hannis, sem
áttar sig hægt og bítandi á því að
það liggur meira að baki morðun-
um en stælar hvalveiðimanna og
náttúruverndarsinna, er að ein-
hverjum er mikið í mun að stöðva
hann með því að koma honum
fyrir kattarnef.
Hvorki höfundurinn né tilræðis-
maðurinn eru þó frumlegri en svo
að boðið er upp á þrjá eltingar-
leiki leyniskyttu við Hannis sem
einhverra hluta vegna sleppur
alltaf með skrekkinn þó ekki fari
milli mála að hann er með fag-
mann á hælunum.
Frásögnin er ómarkviss og
fumkennd, líkt og rannsókn blaða-
mannsins á morðunum, og til-
raunir til þess að halda áhuga
lesenda með endalausum leyni-
skyttuárásum og nýjum líkum
eru engan veginn að gera sig.
Umgjörðin og aðalpersónan eru
einfaldlega ekki nógu áhugaverð
til þess að þessar brellur skili
árangri.
Hvalveiðiáróður yfirtekur söguna
Hannis tekst einhvern veginn að
ramba á lausn málsins á milli þess
sem hann lætur skjóta á sig og
finnur lík en það er ekki hægt að
segja að það sé fyrir ályktunar-
hæfileika og árvekni og uppgjör
sögunnar er því í ódýrari kantin-
um og verður enn dapurlegri þar
sem illmennið er látið úttala sig
um glæpina og ástæðurnar fyrir
þeim á meðan blaðamaðurinn
hlustar á.
Leit Hannis að sannleikanum er
eins og fyrr segir ansi brokkgeng
en hann hefði sjálfsagt verið ein-
hverju nær áður en hann náði fundi
illvirkjans hefði hann eytt meiri
tíma í að eltast við vísbendingar og
þá um leið minni tíma í að lesa sér
til um grindhvaladráp.
Höfundurinn ver miklu púðri og
blaðsíðum í lýsingar á grindhvala-
drápi fyrr og síðar og virðist ekki
síst ætla bókinni að koma sjónar-
miðum Færeyinga í hvalveiðideil-
unni á framfæri. Það er svo sem
gott og blessað og maður er ýmsu
nær um þau mál öll en þrætur um
hvalveiðar eru ekki burðugt
hryggjarstykki í reyfara og langar
setur Hannis á bókasafni yfir fróð-
leik um grindhvaladráp gera lítið
annað en að kæfa söguna og draga
enn frekar úr möguleikum á ein-
hverri spennu. Þórarinn Þórarinsson
Illa flensaður reyfari
Bækur
krossmessa
Grámann
H
Hvalveiðar og dauðir
náttúruverndarsinnar eru fínn
bakgrunnur fyrir góðan reyfara en
hér líður skemmtileg hugmynd fyrir
litlausa aðalpersónu og ómarkvissa
úrvinnslu. Þar fyrir utan eru mörkin
milli reyfara og áróðursrits frekar
óljós.
Jóel Pálsson er einn fremsti djass-
tónlistarmaður okkar Íslendinga
og er fremstur meðal jafningja í
hópi þeirra ungu tónlistarmanna
sem hafa lagt þessa tónlistar-
stefnu fyrir sig. Á Varpi setur Jóel
sig í stellingar, fær til sín fjögurra
manna hljómsveit sem hrúgar sig
saman í hljóðveri og tekur upp.
Ekkert óekta, bara alvöru „live“-
hljómur sem virkar vel á djass-
plötum að mati undirritaðs. Stemn-
ingin kemst alltaf betur til skila
með þessu móti.
Lagið Innri opnar dyrnar að
heimi Jóels en gefur kannski ekki
réttu myndina af því sem koma
skal. Að einhverju leyti rólegur og
hefðbundinn djass þar sem Jóel
leikur listir sínar. Andrúm slær
hins vegar hlustandann í andlitið
og næstu þrjú lög hljóma líkt og
félagarnir hafi ákveðið að pönkast
í þessum hefðbundnu hljóðfærum.
Hammond-orgelið fær að njóta sín
og við tekur villt rokk og pönk með
góðum spuna. Á köflum getur þetta
virkað þreytandi en pönkið, rokkið
og djassinn í einum og sama pottin-
um er á köflum nokkuð skemmti-
leg útkoma. Áheyrandinn fær smá-
pásu í lögunum Plasmi og Jörð en
svo heldur Jóel áfram með því að
prófa sig í ólíkum straumum og
stefnum. Lokar þessu með því
ágæta lagi Eftirmál. Ungarnir af
öllum stærðum og gerðum eru
komnir á legg og flognir úr hreiðr-
inu í varplandi Jóels.
Varp er fyrst og fremst vel spil-
uð plata, Davíð Þór Jónsson sýnir
snilldartakta á hammond-orgelið,
Hilmar Jensson er traustur á
gítarnum og þeir Valdimar Kol-
beinn Sigurjónsson og Matthías
Hemstock standa þeim ekki langt
að baki. Varp líður hins vegar fyrir
skort á heildarmynd og á köflum
getur platan hreinlega verið þreyt-
andi fyrir áheyrandann. Varp fer
því ekki í neinar sögubækur en er
skemmtileg fyrir þá sem hafa
gaman af fjölbreyttum lagasmíð-
um og þéttum, lifandi hljómi. - fgg
Jóel í nýju varplandi
TóNliST
Varp
Jóel Pálsson
HHH
Varp ber vott um frjóar lagasmíðar
Jóels Pálssonar sem þó hefði mátt
útfæra á heildstæðari hátt.
HVAÐ? HVENær? HVAr?
DESEMBER
1 2 3 4 5 6 7
Mánudagur
n n SÝNiNGAr
c 10.00 Í Listasafni Reykjavíkur,
Hafnarhúsi, stendur yfir sýning á
bandarískri samtímalist. Sýningin
Uncertain States of America
geymir verk eftir 45 unga listamenn.
Sýningarstjórar eru Hans Ulrich
Obrist og Daniel Birnbaum en
Gunnar Kvaran, fyrrum safnstjóri
Listasafns Reykjavíkur starfaði einnig
með þeim.
c 11.00 Sigrún Guðjónsdóttir,
Rúna, sýnir verk sín í Apóteki
og Sverrissal í Hafnarborg í
Hafnarfirði. Á sýningunni Ofið úr
þögninni má sjá verk unnin á pappír
og steinflísar. Sýningin stendur til 30.
desember.
n n TóNlEikAr
c 20.00 Hin heimsfræga finnska
messósópransöngkona Monica
Groop syngur á árlegum jólatónleik-
um Mótettukórs Hallgrímskirkju.
Á efnisskránni eru jólalög frá átta
Evrópulöndum sem fjalla um
persónur og atburði jólasögunnar.
Stjórnandi er Hörður Áskelsson.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.