Fréttablaðið - 04.12.2006, Side 28

Fréttablaðið - 04.12.2006, Side 28
 4. desember 2006 MÁNUDAGUR4 Málverk, kristall, trémunir og tauþrykk eru meðal þess sem verslunin Af hjartans list í Brautarholti býður upp á. Leikið er á öll skilningarvit í gjafavöruversluninni Af hjartans list því léttur ilmur af grenikertum, epla- glögg og piparkökum berst að vitum þegar komið er inn. Augun hafa líka úr miklu að moða og athyglin beinist fyrst að glæsilegum, tékkneskum ljósakrón- um með halógenljósum. Verslunarkonan Katrín Gísladóttir kveðst einungis fá tvær til fjórar af hverri gerð þannig að ekki sé hætta á að eins krónur verði í öðru hverju húsi. Lampar og púðar með englamynd- um og öðrum fögrum mynstrum eru frá Ítalíu komn- ir, frá þekktum framleiðendum að sögn Katrínar. Einnig eru olíumálverk eftir ýmsa málara, þau eru einnig frá Ítalíu og flestir ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Amerískur sveitastíll einkennir dúka, handklæði og ýmsa heimilisvöru í versluninni. Við látum myndirnar tala sínu máli. - gun Lampi með englamyndum er fallegur á náttborðið. Lampafót- urinn er úr tré og því óbrjótandi. Verðið er 9.200 kr. Ilmkertin eru í miklu úrvali og þau eru steypt með ilmefninu í. Baðsölt og olíur eru í gamaldags og skemmtilegum ílátum. Munir úr öllum áttum Ruggustóll eftir Amish-fólkið í Ameríku er einkar þægilegt sæti. Kostar 69.900. Fást í eikarlit og dökkir. Púðarnir kosta 1.290 og dúkar í sveitastíl kosta frá 3.000 upp í 7.000 kr. Tékknesk kristalskróna úr handslípuðum kristal og burstuðu stáli. Verðið er 79.900 kr. FRéTTABLAðIð/VALLI ?? ? ?? ? jólagjafir Fyrsta flokks gæði og frábær verð HLÝJAR Dúnsængur og koddar í miklu úrvali Laugavegi 87 • símar 551 8740 & 511 2004 Gefðu hlýju Meistarinn er fyrir alla fjölskylduna!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.