Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 62
 4. desember 2006 MÁNUDAGUR30 menning@frettabladid.is ! Tenórinn Jóhann Friðgeir hefur sent frá sér á vegum Frost dúetta- plötuna Jóhann Friðgeir og vinir þar sem hann syngur m.a. með Stefáni Hilmarssyni, Björgvini Halldórssyni, KK og Diddú. „Þetta er gömul hugmynd sem ég hafði í kollinum. Í fyrra söng ég með Leone Tinganelli og það vakti mikla athygli og lukku. Ég ætlaði mér þá að gera léttklassískan disk í þessum anda og útgefandi greip þetta á lofti og vildi nefna hann Jóhann Friðgeir og vinir eins og Pavarotti and Friends-plöturnar,“ segir Jóhann. „Mér fannst ég í fyrstu vera að herma eftir því en það stefnir allt í sömu áttina í þessum heimi.“ Að sögn Jóhanns var frábært að syngja dúettana. „Þetta er allt öðruvísi en ég hef verið að gera. Þetta var dálítið skringilegt fyrir mig í fyrstu,“ segir hann og tekur fram að upptökustjórinn, Þórir Úlfarsson, hafi verið galdra- maðurinn á bak við útkomuna. Hann segist vel geta hugsað sér að endurtaka leikinn síðar. „Það er engin spurning að ég mun gera það. Það voru margir fleiri sem ég myndi vilja hafa á þessum disk, því ég á svo mikið af vinum í þess- um bransa. Það er gaman að syngja þetta því þetta er svo allt öðruvísi en maður er að gera dags- daglega. Þetta eru flott lög með fallegum melódíum.“ Jóhann Friðgeir hefur sungið einsöng við ýmis tækifæri hér heima, til dæmis með Karlakórn- um Fóstbræðrum, Karlakór Reykjavíkur, Skagfirsku söng- sveitinni, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norður- lands og Tríói Reykjavíkur. Hann hefur haldið nokkra einsöngs- tónleika hér á landi þar á meðal í Íslensku óperunni. Hann mun á næstunni halda áfram að ferðast vítt og breitt um heiminn til að syngja í hinum ýmsu óperuhúsum, m.a. í Wales, Dublin, Bandaríkjunum og Þýska- landi. Auk þess verður hann „einn af dívunum“ á Frostrósartónleik- unum hinn 5. desember þar sem hann mun syngja að minnsta kosti tvö lög. - fb Vinalegir dúettar LéttkLassík með vinunum Tenórinn Jóhann Friðgeir syngur poppaða dúetta á nýjustu plötu sinni. FréTTablaðið/gva Óperukórinn í Reykjavík heldur sérstaka tónleika í Langholts- kirkju aðfaranótt 5. desember en þá flytur kórinn Sálumessu Mozarts ásamt hljóðfæraleikur- um úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og einsöngvurum. Tónleikarnir fara fram á dánar- tíma tónskáldsins en hann lést laust eftir miðnætti aðfaranótt 5. desember árið 1791, aðeins 35 ára að aldri. „Okkur þykir verðugt að gera þetta á þessum tíma. Mozart dó frá þessu verki, hann var langt kominn með það en lauk því ekki. Sálumessan er eitt þekktasta verkið hans og við munum flytja hana eins og hann skildi við hana og aðeins þá kafla sem hann hafði lokið,“ útskýrir Ásrún Davíðs- dóttir sem situr í stjórn Óperu- kórsins. „Við gerðum þetta á sama tíma fyrir tveimur árum, þá myndaðist alveg einstök stemning í kirkjunni og framtak- ið vakti mikla hrifningu hjá bæði áheyrendum og gagnrýnendum. Því var ákveðið að gera þetta aftur nú og reka með því smiðs- höggið á þetta afmælisár.“ Rúmlega fimmtíu félagar Óperukórs Reykjavíkur flytja messuna ásamt einsöngvurunum Huldu Björk Garðarsdóttur, Sesselju Kristinsdóttur, Snorra Wium og Davíð Ólafssyni en stjórnandi er Garðar Cortes. Mozartsveit skipuð hljóðfæra- leikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur á tónleikunum en konsertmeistari er Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari. Tónleikarnir hefjast kl. 00.30 í nótt en hægt er að nálgast aðgöngu- miða í síma 552-7366, á midi.is, einnig við innganginn klukku- stund fyrir tónleikana. - khh Sálumessa Mozarts á miðnætti ÓperukÓrinn í reykjavík Flytur Sálumessu Mozarts á dánarstundu hans í nótt. Miðasala á þrjá stórviðburði hefst í dag á www.listahatid.is Dmitri Hvorostovsky í Háskólabíói 20. maí Miðaverð: 5.900 / 6.400 San Francisco ballettinn undir stjórn Helga Tómassonar í Borgarleikhúsinu Tvennutilboð á barítónana út desember Miðasala á www.listahatid.is og í síma 552 8588 Á hátindi frægðar sinnar Tveir fremstu barítónar heims Miðaverð: 4.800 Sýningarnar eru samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Borgarleikhússins Miðaverð: 11.800 Takmarkaður sætafjöldi Nánari upplýsingar á www.listahatid.is Bryn Terfel í Háskólabíói 21. maí Miðaverð: 5.900 / 6.400 San Francisco ballettinn, Hvorostovsky og Terfel á Listahátíð í vor Glæsileg hátíðargjöf! Aðalsamstarfsaðilar Listahátíðar í Reykjavík 2007 eru KB-banki, Samskip og Radisson SAS > ekki missa af … veglegri afmælisdagskrá Listvinafélags Hallgríms- kirkju sem nú fagnar 25 ára starfsafmæli. Nú stendur þar yfir myndlistarsýning þar sem 28 listamenn sýna myndir sínar af sálmaskáldinu og sérstök jólatónlistarhátíð. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni, www.hallgrims- kirkja.is Matthías Johannessen heldur fyrirlestur í dag kl. 12.10 á vegum hug- vísindadeildar Háskóla Íslands um Dymbilvöku og imbrudaga Hannesar Sigfússonar. boðað er til fyrirlestrarins í tilefni af útkomu bókarinnar Hrunadans og heimaslóð eftir Matthías. Í bók sinni birtir Matthías Hruna- dans, ljóðabálk sem speglar sýn skáldsins á lífið, menninguna og heimsmynd samtímans og kallast þannig á við fyrirlestra og erindi höf- undar sem bókin hefur að geyma. Í erindunum birtist sýn skáldsins til bókmennta og ekki síst til annarra skálda og listamanna. Þá dregur höfund- ur upp sterka mynd af ýmsum þáttum í samtímamenningu okkar er snerta í senn listir, stjórn- og efnahagsmál, en ræðir jafnframt mikilvægi íslenskrar menningar- arfleifðar. Matthías lauk meist- araprófi í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands fyrir um hálfri öld og hefur æ síðan tengst háskól- anum sterkum böndum, m.a. sem fyrirlesari og stundakennari. bók hans kemur út í dag á forlagi Háskólaútgáfu. Fyrirlesturinn verð- ur haldinn í stofu 101 í Odda. - pbb Matthías með fyrirlestur matthías johannessen ræðir um Hannes Sigfússon í dag. Kl. 12.10 Kimmo Lehtonen heldur fyrirlestur um finnska ljósmyndun í samtíman- um í Þjóðminjasafni Íslands. Kimmo er framkvæmdastjóri miðstöðvar skapandi ljósmyndunar í Jyväskylä í Finnlandi – Jyväskylä Centre for Creative Photography – en markmið þeirrar miðstöðvar er m.a. að kynna og vekja athygli á ljósmyndun sem listgrein. Kimmo kennir einnig við Háskólann í Jyväskylä. Skáldsögurnar Rokland eftir Hall- grím Helgason og Sumarljós, og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs 2007. Skáldsögur Jóns Kal- mans hafa tvívegis verið tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs áður, árin 2001 og 2004, en saga Hallgríms, 101 Reykjavík, var tilnefnd til verðlaunanna 1999. Tilkynnt hefur verið um til- nefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2007. Full- trúar Norðurlandanna í dómnefnd- inni tilnefndu tólf bókmenntaverk norrænna höfunda. Meðal þeirra eru bæði færeysk og samísk bók- menntaverk. Engin tilnefning kom frá Grænlandi að þessu sinni. Ákveðið verður hver hlýtur bókmenntaverðlaunin á fundi dómnefndarinnar sem haldinn verður á Íslandi í byrjun mars 2007. Verðlaunin, sem eru 350 þús- und danskar krónur, eða jafnvirði 4,2 milljóna íslenskra króna, verða afhent á 59. Norðurlandaráðsþingi í Ósló um mánaðamótin október- nóvember 2007. - khh Tilnefnt til norrænna verðlauna jÓn kaLman stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.