Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 74
42 4. desember 2006 MÁNUDAGUR
Fótbolti Eggert Magnússon, for-
maður KSÍ og tilvonandi stjórnar-
formaður West Ham, var á meðal
áhorfenda á Goodison Park í gær
þegar Everton lagði West Ham, 2-
0, með mörkum Leon Osman og
hins unga James Vaughan.
„Þetta eru ótrúleg úrslit fyrir
okkur,“ sagði himinlifandi stjóri
Everton, David Moyes. „Ég veit
ekki hvernig strákarnir fóru að
þessu. Það voru allir að leika úr
stöðum en baráttuandinn var til
staðar og einhvern veginn tókst
strákunum að landa þessum
sigri.“
Alan Pardew, stjóri West Ham,
var eðlilega ekki eins kátur. „Það
veldur áhyggjum hversu illa okkur
gengur að skora. Annars vorum
við að spila vel fram að fyrra
markinu þeirra. David Moyes bað
mig nánast afsökunar í leikslok á
að hafa unnið. Carlos Tevez var
góður í dag en það myndi hjálpa
honum mikið að skora eitt mark,“
sagði Pardew.
-hbg
Eggert Magnússon skemmti sér ekki vel á Goodison Park í gær:
West Ham tapaði gegn Everton
efnilegurLeikmenn Everton
fagna hér hinum unga James
Vaughan í gær.
fréttabLaðið/gEtty imagEs
Fótbolti Dregið var í þriðju
umferð enska bikarsins í gær og
stórleikur umferðarinnar er
klárlega viðureign Liverpool og
Arsenal sem fram mun fara á
Anfield. Man. Utd á erfiðan
heimaleik fram undan gegn Aston
Villa en Chelsea ætti að fljúga
áfram í næstu umferð.
áhugaverðirleikir:
Liverpool - arsenal
man. Utd - aston Villa
macclesfield - Chelsea
reading - burnley
West Ham - brighton
Leicester - fulham
Enski bikarinn:
Arsenal mætir
Liverpool
HANDbolti HK-ingum mistókst að
endurheimta efsta sæti DHL-deild-
arinnar í gær er þeir töpuðu, 27-30,
fyrir Stjörnunni á heimavelli
sínum. Stjarnan hafði forystu frá
upphafi til enda og vann mikilvæg-
an og verðskuldaðan sigur.
„Við vissum að rússneski línu-
maðurinn þeirra væri í banni og
það er stórt skarð fyrir þá. Við
byrjuðum vel, svo virtust menn
aðeins missa dampinn en komu
aftur öflugir á lokakaflanum. Við
spiluðum fína vörn í þessum leik
en ég vil meina að Elli hafi gert
gæfumuninn í seinni hálfleik,“
sagði Kristján Halldórsson, þjálf-
ari Stjörnunnar, en Elías Már Hall-
dórsson reyndist sínum gömlu
félögum erfiður í síðari hálfleikn-
um og spilaði stórt hlutverk í þess-
um sigri er hann skoraði fimm
mörk.
Stjörnumenn náðu mest sex
marka forskoti í fyrri hálfleiknum
og höfðu 15-12 forystu í hálfleik.
HK kom öflugt inn í seinni hálf-
leikinn og minnkaði muninn í eitt
mark. Stjarnan keyrði þá aftur
fram úr, náði fimm marka forskoti
og sigraði á endanum með þriggja
marka mun. Liðið spilaði öflugan
varnarleik og HK-ingar áttu fá ráð.
Tite Kalandadze var bestur hjá
Garðbæingum og Roland Valur
Eradze átti einnig mjög góðan leik.
„Tite var ekki alveg heill en
hann var öflugur í byrjun. Það er
mikilvægt fyrir okkur að ná að
leggja toppliðið á þeirra heima-
velli. Við getum glaðst yfir því
hvernig staðan er hjá okkur í dag,“
sagði Kristján en Patrekur Jóhann-
esson, sem hefur ekkert spilað í
síðustu leikjum vegna meiðsla, er
að jafna sig og kemur aftur inn í
næsta leik.
Gunnar Magnússon, aðstoðar-
þjálfari HK, sagði Stjörnumenn
einfaldlega hafa verið betri á öllum
sviðum. „Þeir spiluðu frábæra
vörn, öfugt við okkur. Við fengum
góð færi í fyrri hálfleik en hann
Roland hreinlega át þau. Hjá okkur
var markvarslan ekkert í líkingu
við það sem hún hefur verið,“ sagði
Gunnar. Hann sagði sína menn hafi
komið rétt stemmda í leikinn og
því hafi annað klikkað. Lykilmenn
liðsins voru langt frá sínu besta en
markahæstur hjá heimamönnum
var Valdimar Þórsson.
„Menn ætluðu svo sannarlega
að ná sigri í þessum leik. Við vorum
ekki nægilega sáttir við leikinn
gegn Fylki og menn komu vel
stemmdir í þetta. Engu að síður
voru margir hjá okkur langt frá
sínu besta.“
-egm
Það var hart barist í Digranesi í gær þegar HK tók á móti nágrönnum sínum úr Garðabæ, Stjörnunni:
Stjarnan náði að stöðva HK-hraðlestina
titekalandadzefann sig vel í gær og þá var ekki að sökum að spyrja. stjarnan
vann og minnti um leið á sig. fréttabLaðið/VaLLi
HANDbolti Haukar hafa ekki sagt
sitt síðasta í baráttunni um
Íslandsmeistaratitilinn. Það sönn-
uðu þeir í gær með frábærum
sigri á Íslandsmeisturum Fram að
Ásvöllum, 31-28, eftir að hafa
verið þrem mörkum undir í leik-
hléi, 14-17.
Fyrri hálfleikur var mjög fjör-
ugur en það voru gestirnir úr Safa-
mýrinni sem tóku fljótt forystuna.
Hana gátu þeir þakkað massífum
varnarleik og skynsömum sóknar-
leik. Á meðan var sóknarleikur
Hauka mjög ráðleysislegur, illa
skipulagður og byggðist algjör-
lega á einstaklingsframtökum. Ef
ekki hefði verið fyrir góðan leik
Andra Stefan og Kára Kristjáns-
sonar hefðu Framarar líklega
klárað rimmuna fyrir hlé.
Síðari hálfleikur byrjaði með
miklum látum og allt annað var að
sjá til Haukanna sem mættu
ákveðnir og grimmir til síðari
hálfleiks. Barátta þeirra var fljót
að skila sér því eftir um fímm
mínútna leik voru Haukarnir
komnir yfir, 18-17.
Haukar náðu síðan tveggja
marka forystu, 20-18, og þá var
Guðmundi Guðmundssyni, þjálf-
ara Fram, nóg boðið og hann tók
leikhlé enda staðan 6-1 í síðari
hálfleik. Haukarnir héldu yfir-
höndinni þó leikurinn væri
hnífjafn.
Ákveðinn vendipunktur varð í
leiknum þegar sex mínútur lifðu
leiks en þá náðu Haukar þriggja
marka forystu, 27-24, með glæsi-
legu sirkusmarki frá Samúel
Árnasyni.
Haukar litu aldrei til baka eftir
þetta frábæra mark og fögnuður
þeirra var innilegur í leikslok.
„Það kom aldrei til greina að tapa
þessum leik,“ sagði glaðbeitt hetja
Hauka í leikslok, Andri Stefan, en
hann dró Haukavagninn frá upp-
hafi til enda. SKorað falleg mörk
og lagði upp fjölda annarra marka.
„Baráttan er ekkert búinn. Við
höfum enn trú á við getum orðið
meistarar og ef við klárum inn-
byrðisleikina gegn toppliðunum
eigum við möguleika.“
Kári Kristjánsson átti einnig
fínan leik og Magnús Sigmunds-
son varði mikilvæga bolta í mark-
inu. Framarar misstu dampinn í
síðari hálfleik og áttu ekkert svar
við leikgleði og baráttu heima-
manna.
Liðsheildin kom liðinu i fína
stöðu í leikhléi en liðsheildin var
ekki til staðar í síðari hálfleik og
Fram vantaði sárlega einhvern til
að leiða liðið á erfiðum tímum í
síðari hálfleik en sá einstaklingur
fannst ekki. henry@frettabladid.is
Haukar gefast ekki upp
Haukar sendu skýr skilaboð með sigri á Íslandsmeisturum Fram í gær. Það er
nóg eftir að mótinu og Haukar telja sig eiga góða möguleika spili þeir eins og í
gær þegar liðið sýndi gríðarlegan karakter og kom til baka í síðari hálfleik.
hetjahaukaandri stefan er allur að koma til í Haukaliðinu og hann dróg vagninn
hjá Haukum í gær gegn fram. fréttabLaðið/VaLLi
Felipe Massa hjá Ferrari:
Óhræddur við
Räikkönen
FoRMúlA Felipe Massa, ökuþórinn
brasilíski hjá Ferrari, segist
óhræddur við samkeppni síns nýja
liðsfélaga, Finnans Kimi Räikkön-
en. Sá síðarnefndi er eftirmaður
Michael Schumacher og er þegar
talinn líklegur til að hreppa heims-
meistaratitilinn á næsta tímabili.
„Hann er öflugur en ég er sjálf-
ur í góðri stöðu og tilbúinn að gefa
allt í botn. Ég er svo sannarlega
ekki hræddur við hann,“ sagði
Massa í nýlegu viðtali. -esá
massaogkimiVerða félagar hjá ferrari
næsta tímabil. nordiC pHotos/afp
Fótbolti Michael Owen, framherji
Newcastle, vonast til að hann geti
jafnað sig af meiðslum sínum
nógu snemma að hann geti
byrjaði að spila á nýjan leik áður
en núverandi tímabili lýkur.
Hann sleit krossbönd í hné í
leik gegn Svíum á HM í Þýska-
landi í sumar.
„Ég fer í myndatöku um
áramótin og vonandi fæ ég góðar
fréttir þá. Vonandi get ég byrjað
að skokka í febrúar og keyrt þetta
áfram eftir það,“ sagði Owen. -esá
Michael Owen:
Vill spila á
þessu tímabili
Enska úrvalsdeildin:
EVErton-WEst Ham 2-0
1-0 Leon osman (52.), 2-0 James Vaughan (90.).
StAðA eFStU oG NeðStU liðA:
man.united16 13 2 1 35-8 41
CHELsEa 15 11 2 2 25-8 35
arsenal 15 7 4 4 25-12 25
portsmoUtH 16 7 4 5 21-14 25
liverpool 16 7 4 5 19-15 25
------------------------------------------------------------
Westham 15 4 2 9 10-18 14
nEWCastLE 14 3 4 7 9-15 13
Watford 14 1 6 7 10-20 9
CHarLton 15 2 3 10 11-23 9
Iceland Express deild karla
Hamar/sELfoss-kr 83-69
nJarðVík-fJöLnir 96-82
tindastóLL-kEfLaVík 83-98
þór þorLáksHöfn-kEfLaVík 80-98
Iceland Express deild kv.
HaUkar-brEiðabLik 91-60
DHL-deild karla
ír-akUrEyri 34-28
Hk-stJarnan 27-30
Mörk HK (skot): Valdimar þórsson 11/7 (17/9),
brendan þorvaldsson 3 (4), tomas Eitutis 3 (7),
sigurgeir árni Ægisson 2 (2), ólafur bjarki ragn-
arsson 2 (3), brynjar Valsteinsson 2 (4), árni
björn þórarinsson 2 (4), ragnar Hjaltested 2 (5),
gunnar Jónsson 0 (2), augustas strazdas 0 (3).
Varin skot: Egidijus petkevicius 8/1, Hlynur
Jóhannesson 7.
Hraðaupphlaup: 1 (árni).
Fiskuð víti: 9 (brendan 4, tomas 2, augustus,
árni, ragnar).
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk Stjörnunnar (skot): tite kalandadze 8/3
(14/5), Elías m. Halldórsson 5 (6), björn óli guð-
mundsson 5 (9), david kekelia 4 (4), gunnar
Jóhannsson 4 (6), Volodymir kysil 2 (3), guð-
mundur guðmundsson 2 (4),.
Varin skot: roland Valur Eradze 19/1.
Hraðaupphlaup: 5 (gunnar 3, kysil, kekelia).
Fiskuð víti: 5 (kekelia 2, gunnar 2, augustus,
björn óli).
Utan vallar: 12 mínútur.
HaUkar-fram 31-28 (14-17)
Mörk Hauka (skot): andri stefan 10 (19), kári
kristjánsson 6 (9), guðmundur pedersen 5 (7),
árni þór sigtryggsson 5 (13), samúel ívar árnason
3 (6), arnar pétursson 2 (4).
Varin skot: magnús sigmundsson 13.
Hraðaupphlaup: 7 (andri 3, kári 2, samúel, árni).
fiskuð víti: 0.
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk Fram (skot): andri berg Haraldsson 8 (18),
Jóhann gunnar Einarsson 7/2 (9/2), sigfús sigfús-
son 4 (7), Haraldur þorvarðarson 3 (5), Einar ingi
Hrafnsson 2 (2), stefán stefánsson 2 (3), rúnar
kárason 1 (1), þorri b. gunnarsson 1 (4).
Varin skot: björgvin páll gústavsson 15, magnús
Erlendsson 6.
Hraðaupphlaup: 4 (stefán, Jóhann, andri,
þorri).
Fiskuð víti: 2 (Haraldur, rúnar).
Utan vallar: 0 mínútur.
StAðAN
valur 9 7 0 2250:23114
Hk 9 6 1 2 237:221 13
fram 9 5 1 3271:24611
akUrEyri 9 4 1 4 244:243 9
stjarnan 9 4 0 5240:247 8
HaUkar 9 3 2 4 258:268 8
fylkir 9 2 1 6240:260 5
ír 9 2 0 7 250:274 4
Royal League
1. Riðill
brann-ob 1-1
ólafur örn bjarnason lék allan leikinn fyrir brann.
kristján örn sigurðsson og ármann smári björns-
son voru ekki í hópnum hjá brann.
2. Riðill
fC kaUpmannaHöfn-LiLLEström 0-1
Viktor bjarki arnarsson sat allan leikinn á
varamannabekk Lilleström.
3. Riðill
VåLErEnga-aik 4-2
árni gautur arason lék ekki með Vålerenga vegna
meiðsla.
Ítalski boltinn:
CagLiari - aC miLan 2-2
0-1 alberto gilardino (48.), 1-1 david suazo (53.),
2-1 andrea Capone (65.), 2-2 m. borriello (69.).
fiorEntina - LaZio 1-0
1-0 Luca toni (15.).
LiVorno - CHiEVo 0-2
torino - EmpoLi 1-0
UdinEsE - rEggina 1-1
StAðA eFStU liðA:
inter 14 11 3 0 29-14 36
as roma 14 10 2 2 32-11 32
palermo 14 9 1 4 27-18 28
LiVorno 14 5 5 4 15-15 20
empoli 14 4 7 3 12-10 19
Spænski boltinn:
rCd EspanyoL - sEViLLa fC 2-1
rCd maLLorCa - CELta dE Vigo 2-2
rEaL madrid - atHLEtiC biLbao 2-1
prieto (34) - ronaldo (65.), Carlos (82.).
StAðA eFStU liðA:
fCBarCelona13 9 3 1 32-11 30
rEaL madrid 13 9 2 2 24-9 29
sevillafC 13 9 1 3 26-13 28
a. madrid 13 7 3 3 18-9 24
úrslitleikjaígær