Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 2
2 4. desember 2006 MÁNUDAGUR Spurning dagSinS 75.000 KR. GJAFABRÉF FRÁ SMÁRALIND FYLGIR NÚNA ÖLLUM NOTUÐUM BÍLUM FRÁ INGVARI HELGASYNI LöGReGLUMÁL Eyra var bitið af manni á þrítugsaldri í miðbæ Reykjavíkur um fjögur leytið í fyrrinótt. Hann sagði lögreglu að hann hefði stöðvað annan mann í Pósthússtræti til að spyrja til vegar. Í kjölfarið sló í brýnu milli mannanna og kom til átaka sem lyktaði með því að sá aðspurði hefði bitið stærðar hluta úr eyra hins. Fórnarlambið fann eyrað sjálfur og hafði það meðferðis til lögreglunnar sem ók honum á slysadeild. Þar var kallaður til sérfræðingur sem festi eyrað á. Árásarmaðurinn er ófundinn að sögn lögreglu. - sh Fólskulegar aðfarir í átökum: Eyrnabítur laus í höfuðborginni Fjórir á slysadeild Fjórir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsl eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar um klukkan sjö í gærmorgun. Talið er að annar hafi ekið gegn rauðu ljósi. Báðir bílar eru óökuhæfir. lögregluFréttir WAshiNGtoN, AP Skömmu áður en George W. Bush Bandaríkjaforseti skýrði frá því að Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra myndi láta af störfum hafði Rumsfeld sagt nauð- synlegt að breyta algerlega um stefnu í Írak. „Að mínu mati er þörf á mikl- um breytingum,“ sagði Rumsfeld í minnisblaði frá 6. nóvember, dag- inn fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum og tveimur dögum áður en Bush tilkynnti að Rums- feld myndi hætta. „Það er greinilegt að það sem bandarískir hermenn eru að gera núna í Írak virkar hvorki nógu vel né nógu hratt,“ sagði ennfremur í minnisblaði Rumsfelds, sem átti að fara leynt en bandaríska dag- blaðið New York Times gerði það opinbert á heimasíðu sinni seint á laugardagskvöld og á prenti í gær- morgun. Í minnisblaðinu kemst Rums- feld ekki að neinni niðurstöðu um það til hvaða aðgerða þurfi að grípa, en telur upp ýmsa mögu- leika, þar á meðal að „hugsa alveg upp á nýtt verkefni bandaríska hersins og markmið Bandaríkj- anna (hvernig við tölum um þau) - fara naumhyggjuleiðina.“ Jafnframt sagði hann að Banda- ríkjastjórn þurfi að „tilkynna að hvaða ákvörðun um nýjar leiðir sem Bandaríkin taka þá sé það gert í tilraunaskyni. Þetta gefur okkur tækifæri til að aðlagast á ný og fara aðrar leiðir, ef þörf krefur, og þar með að „tapa“ ekki.“ - gb donald H. rumSFeld Á laugardaginn brá Rumsfeld sér á völlinn í Philadelphíu þar sem lið landhersins og sjóhersins áttust við í ruðningi. FRéTTaBlaðið/aP Rumsfeld vildi breyta um stefnu í Írak daginn fyrir kosningarnar: Sagði hernaðinn ekki virka ÍRAk, AP Lögfræðingar Saddams Husseins áfrýjuðu í gær dauða- dómnum, sem kveðinn var upp yfir honum í byrjun nóvember. Jafnframt sökuðu lögfræðingarnir dómstólinn um að tefja fyrir framgangi málsins, þar sem þeir hefðu ekki fengið afrit af dómsúrskurðinum fyrr en 23. nóvember. Úrskurðurinn kemur nú til kasta áfrýjunardómstóls, sem ekki þarf að skila niðurstöðu fyrir ákveðinn tíma, en dauðadómi þarf að fullnægja ekki síðar en þrjátíu dögum eftir að áfrýjunardómstóll skilar málinu frá sér. - gb Saddam Hussein: Hefur áfrýjað dauðadómnum Saddam HuSSein Önnur réttarhöld yfir Saddam héldu áfram í gær. stjóRNMÁL Ögmundur Jónasson, Katrín Jakobsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir lentu í efstu sætum í forvali vinstri grænna á höfuðborg- arsvæðinu á laugardag. Þau munu því að öllum líkindum leiða sinn listann hvert í Reykjavíkurkjör- dæmunum tveimur og Suðvestur- kjördæmi í komandi Alþingiskosn- ingum. Í næstu sætum lentu Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Álf- heiður Ingadóttir og Árni Þór Sig- urðsson. Sjö konur höfnuðu í tólf efstu sætunum. Ögmundur Jónasson hlaut afgerandi stuðning í fyrsta sætið. „Það hefur verið sagt að hver sem niðurstaðan yrði þá yrðu menn ánægðir í ljósi þess mannvals sem var hjá okkur og nú horfum við bjartsýn fram á veginn. Það eru margir að feta sig inn á hinn pólit- íska vettvang Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs sem tendrar trú í mínu hjarta um að framtíðin sé björt í þessum flokki.“ Katrín Jakobsdóttir, vara- formaður flokksins, hlaut einnig nokkuð afgerandi stuðning í fyrsta sætið. „Ég er auðvitað mjög ánægð. Ég stefndi á eitt af þessum fyrstu sætum og fæ góðan stuðn- ing í það. Ég er mjög ánægð með þetta forval og hvernig það fór fram. Við vorum með þrjátíu frambjóðendur, fjölgun í flokkn- um og góða kosningaþátttöku. Mér líst mjög vel á þá sem náðu kjöri. Ég átti sjálf í megnustu vandræð- um með að takmarka mig við þessa tólf sem ég mátti kjósa.“ Þingmaðurinn Kolbrún Hall- dórsdóttir var einnig mjög örugg í fyrsta sætið. „Ég sé ekki annað en að við séum að fá þarna mjög sam- henta sveit. Útkoma kvenna er ótrú- lega sterk. Varaformaðurinn fær glæsilega kosningu, Auður Lilja, formaður Ungra vinstri grænna líka og við þingmennirnir fáum staðfestingu á því að við höfum flokksmenn á bak við okkur.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður flokksins, segir niðurstöð- una glæsilega. „Þetta er geysi- sterk, breið og vel samsett sveit sem þarna myndast. Við afsönnum líka þá reglu að prófkjör séu kven- fjandsamleg. Hún gildir greini- lega ekki um kvenfrelsisflokkinn vinstri græna.“ Kjörstjórn mun raða frambjóð- endum niður á listana þrjá í sam- ræmi við niðurstöður forvalsins og bera tillögur undir flokksfund. Vinstri grænir hafa nú einn þing- mann í hvoru Reykjavíkurkjör- dæminu en engan í Suðvesturkjör- dæmi. 1093 greiddu atkvæði í forvalinu, en 1796 voru á kjörskrá og var kjörsókn því 61 prósent. stigur@frettabladid.is Sjö konur lentu í tólf efstu sætunum Ögmundur Jónasson, Katrín Jakobsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir munu leiða lista vinstra grænna á höfuðborgarsvæðinu. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hlaut mestan stuðning í 2. sæti. Um 1100 tóku þátt. Sjö konur eru á meðal tólf efstu. lokatölur próFkjörSinS Fyrsta sæti: Ögmundur Jónasson 832 Katrín Jakobsdóttir 665 Kolbrún Halldórsdóttir 591 annað sæti: Guðfríður lilja Grétarsdóttir 764 Álfheiður ingadóttir 525 Árni Þór Sigurðsson 435 Þriðja sæti: Gestur Svavarsson 491 auður lilja Erlingsdóttir 468 Paul F. Nikolov 373 Fjórða sæti: Mireya Samper 518 Steinunn Þóra Árnadóttir 461 Guðmundur Magnússon 448 Í reglum um forval Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs á höfuð- borgarsvæðinu er kveðið á um að í anda kvenfrelsis skuli jafnmargir frambjóðendur af hvoru kyni skipa efstu sæti listanna þriggja. Þannig skuli þrír karlar og þrjár konur vera í efstu sætunum tveimur og fjórir karlar og fjórar konur í efstu fjórum sætunum. Niðurstöður forvalsins eru hins vegar á þá leið að fjórar konur eru í efstu tveimur sætunum, Katrín Jakobsdóttir og Kolbrún Halldórs- dóttir í því fyrsta og Guðfríður lilja Grétarsdóttir og Álfheiður ingadóttir í öðru. Samkvæmt reglunum ætti því Álfheiður að skipta um sæti við Gest Svavarsson, næsta mann inn í annað sætið. að sögn Svanhildar Kaaber, formanns kjörstjórnar, liggur ekki fyrir hvað gert verður. „Kjörstjórnin hittist á miðvikudag og við ætlum ekkert að ræða þessi mál fyrr en við höfum hist og tekið út stöðuna.“ Gestur Svavarsson, sem varð efstur í þriðja sætið, hafði í aðdrag- anda forvalsins sagst ekki vilja taka sæti í stað konu sem lenti ofar en hann á lista, og hvatti aðra karl- menn til hins sama. Hann staðfesti þessa skoðun í gær en sagðist þó myndu lúta vilja kjörstjórnar. - sh óvíSt Hvort ÁlFHeiður Skiptir við geSt um Sæti Halldór, bauðstu Bush? „Jájá, og ef vel stendur á þá mæta þeir báðir feðgarnir.“ Halldór Baldursson, skopmyndateiknari Blaðsins, hyggst bjóða öllum þeim sem hann hefur skopast að í myndum sínum udanfarið ár til veglegrar veislu í vikunni. Hann hefur meðal annars oft teiknað George W. Bush Bandaríkjaforseta. tRúARbRöGð Fjórtán síðna bréf, uppfullt af óhróðri um múslima og íslamstrú, hefur verið sent til fjölda landsmanna undanfarna daga, meðal annars stjórnmálamanna. Nokkrir hafa sent lögreglunni bréfin til rannsóknar. Á efni bréfsins má skilja að það hafi verið skrifað 21. nóvember af hóp sem kallar sig „Group 1627“. Að öðru leyti er ekkert sem gefur til kynna hverjir standa að sendingunum. Talið er að undirskriftin vísi til Tyrkjaránsins sem var framið það ár. Valgeir Helgi Bergþórsson er einn þeirra sem fékk bréfið sent heim til sín og tengir það við pistil sem hann skrifaði og birti á vefsíðu um að hjálpa bæri innflytjendum að aðlagast landi og þjóð. „Ég er hálfpartinn í sjokki yfir að fá svona póst sendan heim til mín og sérstaklega þar sem hann er alveg nafnlaus. Maður er svona dæmigerður Íslendingur sem heldur að svona líðist ekki á Íslandi. Fyrir mér er þetta hreinn og beinn níðingsháttur um Íslams- trú.“ Vitað er að allir frambjóðendur í forvali vinstri grænna í Reykjavík fengu bréfið, sem og flestir aðrir sem koma að stjórnmálaumræðu í landinu. Í lögum er kveðið á um að hver sem smánar trúarkenningar löglegs trúfélags skuli sæta sektum eða fangelsi. Óvíst er hvort umrætt bréf falli þar undir. - sdg / sh Fjölda stjórnmálamanna hefur borist nafnlaust bréf með grófu múslimahatri: Múslimahatri dreift bréfleiðis HaturSÁróður Þessi teikning er meðal þess sem sjá má í bréfinu. Margir sem fengu bréfið sent hafa þegar kært það til lögreglu. stjóRNMÁL „Mér finnst eðlilegt að sækjast eftir embætti varaformanns. Ég hafði ekki hugsað mér að bjóða mig fram til formanns en það gæti jafnvel farið svo,“ sagði Margrét Sverrisdóttir í samtali við Fréttablaðið í gærkvöld. Í viðtali í Kastljósi Ríkissjón- varpsins sagðist hún vera að íhuga að sækjast eftir embætti formanns á landsfundi Frjáls- lynda flokksins sem haldinn verður í lok janúar. Margréti var í síðustu viku sagt upp sem framkvæmdastjóra þingflokks Frjálslynda flokksins og hefur hún gefið það til kynna í fjölmiðlum að Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður, sem gekk nýverið til liðs við flokkinn, hafið átt þar hlut að máli. Hann hefur neitað því alfarið. - mh Margrét Sverrisdóttir: Íhugar fram- boð til forystu margrét SverriSdóttir LöGReGLUMÁL Sautján ára gamall piltur, sem stunginn var í kviðinn fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Kópavogi á föstudags- kvöld, hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Um tíma var pilturinn í lífshættu vegna áverka sem hann hlaut. Rannsóknardeild lögregl- unnar í Kópavogi vinnur að rannsókn á málinu en þrír menn um tvítugt, sem grunaðir eru um aðild að hópslagsmálum sem leiddu til þess að pilturinn var stunginn í kviðinn, eru enn í haldi lögreglu en þeir hafa verið yfirheyrðir frá því þeir voru handteknir á vetvangi. - mh Slasaður eftir stungu: Kominn af gjörgæsludeildvélarvana hraðbátur Hraðbátur varð vélarvana skammt utan Keflavíkur í gær. Þyrla landhelg- isgæslunnar var send á staðinn til öryggis en áhöfn hennar þurfti ekkert að aðstoða tvo menn sem voru um borð. Fiskibáturinn Gunnar Hámund- arson dró bátinn að landi. landHelgiSgæSlan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.