Fréttablaðið - 04.12.2006, Side 57

Fréttablaðið - 04.12.2006, Side 57
MÁNUDAGUR 4. desember 2006 25 Send­ið okkur línu Við hvetj­um lesendur til að senda okkur línu og leggj­a orð í belg um málefni líðandi stund­ ar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoðanasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Rit­ stj­órn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leið­ réttinga og til að stytta efni. bréf til blaðSinS fullkomnasta svefnkerfiðStuðningur sem þú treystir, þægindi sem þú elskar Einkaleyfin 4 frá Sealy: 15%afsláttur Af mjúku vörunni, gjafavörunni og völdum rúmum og hvíldarstólum. umræðan Sveitarstjórnarmál Þann 21. nóvember sl. birtist grein í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Súðavík er eitt rík- asta sveitarfélagið“. Það verður að segja eins og er að þessi grein virðist nokkuð fljótvirknislega unnin. Hún var ekki löng, en samt voru nú villurnar í henni ótrúlega margar. Segja má að það eina rétta í greininni sé það sem gefið er til kynna með fyrirsögninni. Súða- víkurhreppur er eitt af ríkustu sveitarfélögum á Íslandi (þó ekki það ríkasta), þegar miðað er við hreina eign á hvern íbúa eins og hún birtist í Árbók sveitarfélaga og þar miðað við árslok 2005. Síðan hefur sveitarfélögum fækkað tals- vert eins og kunnugt er og mörg sveitarfélög sem þá voru til eru ekki til lengur. Blaðamaður Fréttablaðsins bjó til „topp tíu“ lista yfir rík- ustu sveitarfélög landsins. Þar voru í efstu sætum eftirtalin sveitarfélög: Sveitarfélag Hreineignáíbúa Súðavíkurhreppur 2.700.000 Innri-Akraneshreppur 2.700.000 Akraneskaupstaður 1.600.000 Höfðahreppur 1.600.000 Þessi listi blaðamannsins er tóm vitleysa. Réttur listi lítur svona út: Sveitarfélag Hreineignáíbúa Hvalfjarðarstrandarhreppur 2.699.551,- Innri-Akraneshreppur 2.667.672,- Súðavíkurhreppur 2.666.464,- Skilmannahreppur 2.208.038,- Sem dæmi um vitleysu blaða- mannsins þá komust Hvalfjarðar- strandarhreppur og Skilmanna- hreppur ekki inn á „topp tíu“- lista blaðamannsins! Að auki er óskiljanlegt hvernig Akranes- kaupstaður kemst á listann. Hann á ekkert erindi á þennan lista með eign upp á 0,6 milljónir en ekki 1,6 milljónir eins og blaðamaðurinn fullyrðir. Fleira þarf að leiðrétta. Full- yrt er í fréttinni að efni Innri-Akraneshrepps byggist á starfsemi og skattgreiðslum Íslenska járnblendi- félagsins. Þetta er á misskilningi byggt. Innri-Akraneshreppur hefur aldrei fengið krónu frá Íslenska járnblendifélaginu af þeirri einföldu ástæðu að Grundartangi og svæðið þar í kring hefur aldrei tilheyrt því sveitarfélagi. Innri- Akraneshreppur seldi hins vegar sinn hlut í Andakíls- árvirkjun fyrir nokkrum árum og lét þá fjárhæð ávaxta sig að mestu leyti. Aðhald hefur verið í rekstri og sveitarsjóð- ur hefur skilað tekju- afgangi. Um Akranes- kaupstað má lesa eftirfarandi í grein blaðamannsins: „Akra- neskaupstaður lendir í þriðja sæti á topp tíu listanum yfir efnuðustu sveitarfélög landsins og virðist byggjast á góðum rekstri.“ Eins og fram kemur hér að ofan er þetta tóm della. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en Akranes- kaupstaður sé ágætlega rekið sveitarfélag, en hann er fjarri því að komast inn á þennan lista. Það var síðan ótrúlegt að sjá hvað aðrir fjölmiðlar voru fljótir að taka upp þessa illa unnu frétt Fréttablaðsins algjörlega gagn- rýnislaust með öllum sömu vill- unum. Ég verð að viðurkenna að það varð mér dálítið áfall sem dyggum fréttalesanda í mörg ár. Nú er það svo að hvorki Hval- fjarðarstrandarhreppur, Innri- Akraneshreppur og Skilmanna- hreppur eru til lengur. Þeir hafa allir sameinast (ásamt Leirár- og Melahreppi) í nýju sveitarfélagi sem varð til í júní síðastliðnum og heitir Hvalfjarðarsveit. Það er kannski aðalfréttin og hlýtur að vekja athygli þegar listinn yfir tíu eignamestu sveitarfélög- in (pr. íbúa) er skoðaður, að í fjór- um efstu sætunum skuli vera að finna þrjú sveitarfélög sem nú hafa öll sameinast í einu sveitar- félagi. Eins og gefur að skilja hefur Hvalfjarðarsveit mjög sterkan efnahag. En þegar öllu er á botninn hvolft skipa eignir pr. íbúa kannski ekki allra mestu máli þegar menn velta ríkidæmi sveitarfélaga fyrir sér. Mestu skiptir mannauðurinn og að mannlíf sé gott. En sterk fjár- hagsstaða sveitarfélags hjálpar óneitanlega til þegar skapa á sóknarfæri til framtíðar. Og ég held að framtíð Hvalfjarðar- sveitar sé mjög björt af mörgum ástæðum og íbúarnir geti horft bjartsýnir fram á veg. Höfundur er sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Er Súðavík eitt ríkasta sveitarfélagið? einar Örn thorlaciuS Sigmar Guðmundsson skrifar um prófkjör Enn eitt prófkj­örið að baki. Og alltaf eru viðbrögð frambj­óðendanna við úrslitunum j­afn fyrirsj­áanleg og döll. „Þetta er gríðarlega sterkur listi sem hér var valinn með lýðræðislegum hætti eftir drengilega baráttu. Í raun er þetta sigur fyrir flokkinn því þessi glæsilega þátttaka er góður byr í seglin fyrir kosningarnar í vor … blablablabla. Þessi þula heyrist hj­á öllum eftir prófkj­ör, líka þeim sem eru hundfúlir og vilj­a helst mölva bj­órglas á höfði meðframbj­óðenda sinna í prófkj­örinu. Til að brj­óta upp þetta staðnaða form ætlar Zygmarr.is að bj­óða þeim frambj­óðanda bj­órkassa sem bregst svona við úrslitum í próf­ kj­öri: „Þetta er glataður listi sem samanstendur af hæfileikalausu fólki sem svindlaði í prófkj­örinu. Við verðum algerlega úti á túni í kosningunum í vor og það er betra að skila auðu en að kj­ósa þetta pakk. Aumingj­ar.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.