Fréttablaðið - 21.12.2006, Síða 8

Fréttablaðið - 21.12.2006, Síða 8
Jólin koma. Ættingjar og vinir hittast og gleðjast saman yfir margskonar jólagóðgæti. Hellmann's® majónes er eitt af því sem fullkomnar jólamatreiðsluna og gerir árangurinn ómótstæðilegan. Flauelsmjúk áferð, besta hráefni og ósvikin bragðgæði. Gleðileg jól. Hellmann’s gerir bragðið betra Ef þú átt afgang af kalkúna um jólin geturðu gert þetta góða salat. Kalkúna-waldorf-salat ½ bolli Hellmanns's® Mayonnaise 1 msk sítrónusafi ½ tsk salt 2 bollar af elduðum kalkúna eða kjúklingi í teningum 1 stórt epli, afhýtt og kjarnahreinsað ½ bolli sellerí, sneitt 1/3 bolli rúsínur eða þurrkuð trönuber ¼ bolli laukur, fínt sneiddur (má sleppa) Ristaðar valhnetur, saxaðar (má sleppa) Hrærið majónes, sítrónusafa og salt í skál. Blandið öllu öðru en hnetum vel saman við. Stráið hnetum yfir salatið. Kælið ef vill. F í t o n / S Í A F I 0 1 9 3 8 0 SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 35 20 0 11 /0 6Barts í jólapakkann 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Liðlega tvítugt par var í gær dæmt í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir til- raun til smygls á miklu magni af kókaíni til landsins. Refsingin er óskilorðsbundin. Maðurinn, sem var 21 árs þegar brotið var framið, og stúlkan, sem var 19 ára, voru ákærð af ríkissak- sóknara fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur fyrir að reyna að smygla tæplega kílói af kókaíni til lands- ins í skóm sínum. Fólkið er jafn- framt ákært fyrir að hafa rúmlega 1,3 kíló af hassi í vörslu sinni, en efnið fannst á heimili konunnar við húsleit lögreglu. Tollverðir fundu kókaínið í skóm parsins þegar það var að koma frá Frankfurt í Þýskalandi í júlí. Höfðu skötuhjúin skipt efn- inu nokkuð jafnt í skó sína. Konan hafði í sömu ferð falið 0,26 grömm af kókaíni í líkama sínum. Með kókaín í skóm Bæði norsk og dönsk stjórnvöld eru mjög opin fyrir því að skoða alla möguleika á efldu samstarfi við Íslendinga um öryggi og eftirlit á hafsvæðinu og í lofthelginni í kringum Ísland, að sögn Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra eftir að háttsett embættismannanefnd átti í við- ræðum við fulltrúa Dana og Norð- manna um þessi mál í vikunni. Í samtali við Fréttablaðið segir Valgerður að fundirnir hafi verið á mjög jákvæðum nótum og allir hlutaðeigandi hafi verið sammála um gagnsemi þess að halda við- ræðunum áfram á nýju ári. Næstu fundir með Dönum og Norðmönn- um verða í febrúar. Viðræðurnar við frændþjóðirnar eru liður í víð- tækara samráði sem Íslendingar hafa leitað eftir við næstu granna sína í NATO í kjölfar brottfarar bandaríska varnarliðsins. Hlið- stæður fundur með fulltrúum breskra stjórnvalda er fyrirhug- aður um miðjan janúar og með Kanadamönnum fljótlega eftir það, að sögn Valgerðar. Viðræðurnar við Dani hófust í Kaupmannahöfn á mánudag, en sendinefnd háttsettra manna úr norska stjórnkerfinu og hernum átti á þriðjudag viðræður í Reykja- vík við íslensku samninganefnd- ina, sem er skipuð háttsettum embættismönnum úr þremur ráðuneytum. Kåre Aas, skrifstofustjóri í norska utanríkisráðuneytinu og formaður norsku sendinefndar- innar, segir í samtali við Frétta- blaðið að viðræðurnar hafi verið mjög jákvæðar. „Þetta var óform- legur fundur þar sem við skipt- umst á sjónarmiðum; við kynnt- umst sýn Íslendinga á málið og þeir okkar,“ segir Aas. Norska sendinefndin skoðaði einnig aðstöðu fyrir hernaðarumsvif á fyrirhuguðu öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli. Aas segir heimsóknina hafa verið fróðlega og gagnlega fyrir framhaldið. Að sögn Valgerðar var í við- ræðunum fjallað um núverandi samstarf á þessu sviði og hugsan- legar leiðir til að auka það, bæði við Norðmenn og Dani. Af hálfu allra aðila hafi komið fram mjög svipað mat á þróun öryggismála á Norður-Atlantshafi og ákveðið að ýmsir hagnýtir valkostir varðandi aukið samstarf yrðu skoðaðir, „þannig að það auki öryggi á svæðinu öllum þjóðunum í hag“. Aðspurður sagði Aas að ekki hefði komið til tals á fundinum hvernig málið yrði rætt á vett- vangi NATO, en áður en viðræð- urnar hófust lögðu norski varnar- málaráðherrann Anne-Grete Strøm-Erichsen og fleiri fulltrúar norskra stjórnvalda áherslu á að hugsanleg aukin aðkoma Norð- manna að því að tryggja öryggi og varnir í lögsögu Íslands yrði að gerast innan ramma NATO-sam- starfsins. Spurð um þetta segir Valgerður að ekki sé búið að ákveða hvort efni þessara tvíhliða viðræðna eigi erindi inn á vett- vang NATO: „Málið er bara ekki komið það langt að tímabært sé að ræða það,“ segir hún. Ánægja með varnarsamráð Fulltrúar Íslands, Noregs og Danmerkur eru ánægðir með viðræður sem fram fóru í vikunni um aukið sam- starf um öryggismál og ætla að halda þeim áfram á nýju ári. Þá verður líka rætt við Breta og Kanadamenn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.