Fréttablaðið - 21.12.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 21.12.2006, Síða 10
 Karlmaður á þrítugs- aldri, Stefán Hjaltested Ófeigs- son, var í gær dæmdur til eins og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að gefa stúlku sljóvgandi efni og nauðga henni í íbúð sinni í lok maí árið 2004. Hann var einnig dæmd- ur til þess að greiða stúlkunni eina milljón króna í skaðabætur. Stefán var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi 15. júní á þessu ári fyrir að nauðga stúlku eftir að hafa gefið henni sljóvg- andi efni íbúð sinni. Hann er þegar byrjaður að taka út refsingu sína. Stúlkan lagði ekki fram kæru vegna atviksins fyrr en 28. desem- ber í fyrra eða rúmlega einu og hálfu ári eftir að Stefán nauðgaði henni. Aðfaranótt laugardags í lok maí 2004 fór stúlkan á Hverfisbarinn ásamt vini sínum. Þar hittu þau Stefán en vinur stúlkunnar fór fljótlega heim. Stefán spurði stúlkuna hvort hún vildi koma heim með honum, því það „væri ódýrara að fá sér í glas heima hjá honum,“ eins og orðrétt segir í atvikalýsingu hér- aðsdóms. Hún féllst á það. Eftir skamma stund fann stúlk- an fyrir sljóvleika. Hún rankaði við sér þar sem hún lá á maganum, ber að neðan „með mjaðmirnar eitthvað reistar upp og með hend- ur niður með síðum.“ Var Stefán þá að eiga við hana kynmök aftan frá í endaþarm auk þess sem hann sló hana „ítrekað með flötum lófa“, í mjaðmirnar meðan á nauðgun- inni stóð. Stúlkan sagði ítrekað við hann „hættu“ og „nei“ en Stefán hætti ekki. Stúlkan kom sér út úr íbúð Stef- áns eftir að hafa lognast útaf öðru sinni en hann kallaði á eftir henni: „Hóra, drusla, komdu hér aftur,“ þegar hún fjarlægðist íbúðina hröðum skrefum. Hún fór eftir þetta heim til vinar síns sem hafði verið með henni fyrr um kvöldið. Í skýrslutökum hjá lögreglu sagði vinur hennar stúlkuna hafa verið „grátandi og í mikilli geðs- hræringu,“ þegar hún kom til hans. Stúlkan sýndi honum áverka á framanverðum fótleggjum, utan- verðum lærum og ofan á brjóst- um. Sagði hann marblettina á lær- unum bera þess merki að „einhver hefði gripið óþyrmilega í hana með báðum höndum“. Sagðist vinur hennar vera tilbúinn til þess hjálpa henni og bauðst til að hafa samband við móður sína sem væri lögfræðingur. Það samþykkti stúlkan ekki en hún var þá í losti vegna atburðanna. Hún leitaði sér aðstoðar löngu síðar en myndir af áverkum voru teknar skömmu eftir nauðgunina sem hægt var nota við rannsókn málsins. Sandra Baldvinsdóttir héraðs- dómari skilaði séráliti er dómur var kveðinn upp þar sem hún taldi „ósannað að ákærði hafi með ofbeldi þröngvað henni [stúlk- unni] til samræðis eða kynmaka í endaþarm“. Fékk annan dóm á árinu fyrir nauðgun Stefán Hjaltested Ófeigsson var í gær dæmdur fyrir að nauðga stúlku í lok maí árið 2004. Þetta var í annað sinn á þessu ári sem Stefán fær dóm fyrir gefa stúlku sljóvgandi efni og nauðga henni. Tveir palestínskir lögreglumenn, hliðhollir Fatah- samtökunum, voru skotnir af liðs- mönnum Hamas í Gazaborg í gær- morgun, aðeins fáeinum klukkustundum eftir að Hamas og Fatah höfðu samþykkt nýtt vopna- hlé. Tawfiq Abu Khoussa, talsmaður Fatah, sagði átökin vera brot á vopnahlénu, en Fatah myndi samt líta svo á að vopnahléð sé enn í gildi. Alls hafa hátt í tuttugu manns látist í átökum milli þessara tveggja meg- infylkinga Palestínumanna. Harðir skotbardagar geisuðu einnig milli liðsmanna Hamas og Fatah í Gazaborg á þriðjudag. Að minnsta kosti fjórir týndu lífi og átján slös- uðust í það skiptið, þar á meðal fimm börn sem urðu fyrir skoti. Þeir bardagar voru brot á vopna- hléi, sem um var samið um helgina. Bardagarnir milli Hamas og Fatah hófust snemma í síðustu viku fljótlega eftir að Mahmoud Abbas forseti, sem er Fatah-maður, sagð- ist ætla að flýta kosningum. Hamas hefur fordæmt þau áform og segir þau ekkert annað en valdaránstil- raun af hálfu forsetans. Hamas og Fatah hafa átt í valdabaráttu allt frá því að Hamas náði meirihluta á þingi Palestínu- manna í kosningunum í janúar síðastliðnum. Brothætt vopnahlé enn í gildi í Palestínu Allt það fína frá Kína Gott úrval af lömpum, vösum og glæsilegri gjafavöru á frábæru verði Ármúla 42 - sími 895 8966 Opið mánudaga - sunnudaga 10.00 - 22.00
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.