Fréttablaðið - 21.12.2006, Side 12
George W. Bush
Bandaríkjaforseti viðurkenndi í
viðtali við Washington Post á
þriðjudag að Bandaríkin væru
ekki að vinna Íraksstríðið.
„Við erum ekki að vinna, við
erum ekki að tapa,“ hefur blaðið
eftir Bush, en þetta var í fyrsta
sinn sem forsetinn viðurkennir að
landar hans séu ekki að sigra í
Írak. Á árlegum blaðamannafundi
sínum í gær, sem haldinn er í lok
hvers árs, dró hann þó orð þessi til
baka.
„Ég trúi því að við munum
vinna, ég trúi því. Ummæli mín [á
þriðjudag] endurspegluðu að
árangurinn kemur ekki nærri eins
fljótt fram og ég vildi,“ sagði Bush
og bætti við að uppreisnarmenn í
Írak hindruðu í ár tilraunir Banda-
ríkjahers til að koma á öryggi og
stöðugleika í Írak.
Gert er ráð fyrir að Bush leggi
fram nýja stefnu stjórnar sinnar
varðandi Írak í næsta mánuði, en í
gær sagði Bush að Bandaríkja-
stjórn myndi fara fram á frekari
framlög frá þeim þjóðum sem
stutt hafa þau í Írak á næsta ári.
Eins kom fram að Robert Gates,
nýr varnarmálaráðherra Banda-
ríkjanna, íhugi nú áform um að
efla bæði landherinn og banda-
ríska landgönguliðið til að berjast
gegn hryðjuverkum í heiminum,
en Bush sagði blaðamanni Wash-
ington Post að slíkt væri í bígerð.
Nú er rúm hálf milljón manna í
bandaríska hernum.
Bush svaraði þó ekki spurningu
um hvort fjölgað yrði snarlega í
bandaríska hernum í Írak, líkt og
ráðgjafar hafa lagt til. Fram hefur
komið að yfirmenn í bandaríska
hernum þar vilji síst af öllu fá
fleiri hermenn til landsins og hafa
hvatt til þess að aðrar lausnir séu
ræddar, svo sem frekari aðstoð
við stjórn- og hagkerfi landsins.
Nálega 3.000 bandarískir her-
menn hafa farist í Írak síðan
Bandaríkin gerðu innrás í landið
árið 2003 og nýverið kom fram í
fréttum breska ríkisútvarpsins að
á þessum sama tíma hefðu tæp-
lega 50.000 óbreyttir borgarar far-
ist í Írak vegna átakanna. Aðrir
fréttaskýrendur segja þá tölu allt
of lága og segja rúm 600.000
manns vera nær lagi.
Margir stjórnmálaskýrendur
telja landið verr sett nú en það var
fyrir innrásina; ofbeldið sé slíkt
að landið sé á barmi borgarastyrj-
aldar.
Bush fjölgar
í herliði sínu
Bandaríkjaforseti dró til baka í gær orð sín um að
bandaríski herinn væri ekki að vinna stríðið í Írak.
Hann ætlar að fjölga herliði lands síns og íhugar að
senda fleiri hermenn til Íraks. Talsmenn hersins þar
telja það þó enga lausn.
Starfshópur um öruggt
varasamband fjarskipta við
umheiminn leggur til að nýr
sæstrengur verði lagður frá
Íslandi til Skotlands eða Írlands
fyrir árið 2008 og gæti það kostað
á bilinu 3 til 4 milljarða króna.
Tillögur starfshópsins, sem var
skipaður af Sturlu Böðvarssyni
samgönguráðherra í sumar, voru
kynntar í fyrradag.
Nú fer öll net- og talsímaum-
ferð um tvo sæstrengi, Cantat 3
og Farice. Cantat 3 er 12 ára
gamall og verður flutningsgeta
hans sennilega fullnýtt eftir ár.
Hann er heldur ekki talinn geta
tekið við umferð Farice strengs-
ins, komi til bilunar í honum.
Flestir háskólar og sjúkrahús
landsins hafa þurft að glíma við
stopult netsamband síðustu daga
vegna bilunar í Cantat 3.
Nýr sæstrengur
tilbúinn 2008
x6
12/230 volt. AUX-inngangur.
Hátalara- og bassa-
útgangur. Heyrnatólatengi.
Frábær jólagjöf fyrir
útilegufólkið.
Fullt ver›: 15.900 kr.
Safnkortshafar borga a›eins:
9.900 kr.
auk 1000 punkta
TANGENT UNO BLACK
ÚTVARP
Ákveðið hefur verið
að koma á fót heimili fyrir tíu
heimilislausa karlmenn í Reykja-
vík. Það voru Magnús Stefánsson
félagsmálaráðherra og Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sem
skrifuðu undir samning þess efnis
í gær.
Samkvæmt skýrslu samráðs-
hóps um heimilislausa eru um 45-
50 karlmenn heimilislausir í
Reykjavík á hverjum tíma. Félag-
málaráðherra segir þennan hóp
glíma við ýmsa erfiðleika svo sem
áfengisneyslu, heilsuleysi og geð-
sjúkdóma. Þá séu margir þeirra
einstæðingar og öryrkjar. „Með
stofnun heimilisins er ekki búið að
bæta úr húsnæðisvanda þessa
hóps í eitt skipti fyrir öll en þetta
er mikilvægt skref í rétta átt.“
Á heimilinu verður heimilis-
mönnum boðið upp á almenna og
sérhæfða heilbrigðis- og hjúkrun-
arþjónustu, heildstæða félagslega
ráðgjöf og stuðning til þess að ná
tökum á lífi sínu til dæmis með því
að sækja áfengis- og fíkniefna-
meðferð. Dvöl á heimilinu verður
ekki háð því að viðkomandi sé
hættur neyslu.
Heimilið er tilraunaverkefni til
þriggja ára og á samningstíman-
um munu félagsmálaráðuneytið
og Reykjavíkurborg verja 150-160
milljónum króna til stofnunar og
reksturs heimilisins en að því
loknu tekur Reykjavíkurborg við
rekstrinum. Verið er að leita að
húsnæði undir starfsemina.
Heimili fyrir tíu heimilislausa
Maglite vasaljós
Verð frá kr. 990.-
Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - 110 Reykjavík - Sími 590 2000 - Fax 590 2099 - Opið þorláksmessu frá kl. 10.00-16.00
DÓTABÚÐ BÍLAÁHUGAMANNSINS
Mikið úrval af dráttarspilum
Verð frá kr. 29.490.-
Höfuðljós
Verð frá kr. 1.995.-
Crosshjálmar
Verð frá kr. 9.900.-
Loftdælur mikið úrval
Verð frá kr. 4.990.-
www.benni.is
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI