Fréttablaðið - 21.12.2006, Side 13

Fréttablaðið - 21.12.2006, Side 13
Gjöf til framtí›ar Legg›u gó›an grunn a› framtí› barnsins me› Framtí›arbók KB banka. Me› 5.000 kr. gjafabréfi fær n‡r Framtí›arbókareigandi 2.500 kr. mótframlag frá bankanum. A› auki fylgir glæsilegt flísteppi öllum 5.000 kr. gjafabréfum til n‡rra jafnt sem eldri Framtí›arbókareigenda. fiú getur gengi› frá kaupum á Framtí›arbók í síma 444 7000 e›a í næsta útibúi KB banka. E N N E M M / S ÍA / N M 2 4 8 0 6 Kvörtunum og kærum almennings vegna heilbrigðisþjónustu fjölgaði um sextán prósent milli áranna 2004 og 2005, úr 244 í 290 skráð mál. Mál eru einnig orðin flóknari og kröfur um rökstuðning og greinargerðir umfangsmeiri. Þetta kemur fram í nýrri greinargerð um eftirlit landlæknis- embættisins með heilbrigðisstofnunum og starfi heilbrigðisstétta. Flestar kvartanir voru vegna Landspítalans sem fækkaði þó hlutfallslega frá árinu á undan. Næstmest var kvartað undan einka- stofum, sérfræðilæknum, heimilislæknum, tannlæknum, sálfræðingum og sjúkraþjálfur- um. Kvörtunum fjölgaði vegna dvalar- og hjúkrunarheimila. Landlæknisembættið lagði tvisvar til við ráðherra að heilbrigðisstarfs- maður yrði sviptur starfsleyfi árið 2005. Þrisvar sinnum var heilbrigðisstarfsmanni veitt lögformleg áminning í framhaldi kvörtunarmáls og afrit sent til ráðherra. Árið 2005 bárust í auknum mæli kvartanir frá sjúklingum til landlæknisembættisins vegna þess að erfitt var að fá afgreidd algeng lyf þar sem þau voru ekki til á lager. Átti það jafnvel við um lyf við alvarlegum sjúkdómum. Stundum þurfti fólk að borga meira fyrir þau lyf sem til voru þegar samsvarandi ódýrari lyf vantaði. Haldnir voru fundir með Lyfja- stofnun og þeim fyrirtækjum sem hlut áttu að máli og hafa mál heldur þróast til réttrar áttar að því er segir í greinargerðinni. Kvörtunum og kærum fjölgar milli ára Í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2007 er gert ráð fyrir að 1.200 milljón- um verði varið í framkvæmdir vegna menningar-, íþrótta- og æskulýðsmála. Heildartekjur Akureyrarbæjar verða tæpir 12,2 milljarðar króna á næsta ári en heildargjöld tæplega 11,9 milljarðar sam- kvæmt samstæðureikningi. Á næsta ári verður 175 milljónum varið í fræðslu- og uppeldismál og 690 milljónir í menningarmál og munar þar mest um menningarhús en áætlað er að nota 680 milljónir vegna þess. 1.200 milljónir í aukna þjónustu Nýting jarðhita í og á jörðum þjóðgarða og friðlanda með sérstakri áherslu á umhverfis- sjónarmið var eitt aðalumræðu- efni námskeiðs sem Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hélt nýlega þar sem fyrirlesarar voru meðal annars frá Íslandi. Námskeiðið sóttu yfirmenn orku- og umhverfisráðuneyta, stjórnendur raforkufyrirtækja og rannsóknarstofnana og helstu jarðhitasérfræðingar El Salvador, Níkaragva, Kosta Ríka og Gvatemala. Námskeiðið er hið fyrsta í röð námskeiða sem haldin verða í Mið-Ameríku á næstu árum á vegum Jarðhitaskólans. Nýting jarðhita í þjóðgörðum Nokkrir tugir sjálfboða- liða munu starfa á Hjálparsíma Rauða krossins yfir hátíðarnar. Í fyrra bárust tæplega 200 símtöl á þessum árstíma og voru flest þeirra vegna einmanaleika, erfiðra samskipta innan fjölskyldna og neyslu áfengis og vímuefna. Elfa Dögg Leifsdóttir, verkefna- stjóri Hjálparsímans, segir að því miður geti ekki allir notið jóla- hátíðarinnar og að margir eigi um sárt að binda vegna veikinda, fátæktar, sorgar, skilnaðar og fleira. Hjálparsíminn er opinn allan sólarhringinn og er ókeypis að hringja í 1717 úr öllum símum. 200 hringingar um síðustu jól
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.