Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 18
Þrjár máltíðir = 1075,-
Veitingastaður
IKEA
Opnum kl. 9:00
mánudaga - laugardaga
195,-
2 rúnstykki, 1 egg, skinkusneið, ostsneið,
smjör, sulta og heitur drykkur
290,-
Grænmetisbuff m/kúskús, grænmeti
og graslaukssósu
590,-
Hangikjöt með kartöflum, uppstúf,
rauðkáli og grænum baunum
Þú átt allt gott skilið!
kl. 9:00 - 11:00
Morgunverður
Hádegisverður
framreiddur allan daginn
Kvöldverður
framreiddur allan daginn fram að jólum
Mikill vatnselgur vegna rigninga-
veðurs olli töluverðu tjóni á Akur-
eyri og víðar í Eyjarfirði í fyrri-
nótt og gærdag. Vatn flæddi inn í
hús á Akureyri, vegir fóru í sund-
ur, aurskriður féllu á bæ í sveit-
inni og stífla í Djúpadalsá brast.
Ofsaveðrið hófst á þriðjudags-
kvöld og olli miklum leysingum.
Slökkvilið Akureyrar hóf sam-
stundis aðgerðir vegna flóðanna
og björgunarsveitin Súlur var
kölluð út stuttu síðar til aðstoðar.
Að sögn Rúnars Jónssonar hjá
Súlum fór mestur tími þeirra í
verðmætabjörgun, dælingar úr
húsum og áveituframkvæmdir.
Vatn flæddi inn í kjallara við Grenilund og olli miklu tjóni á
nokkrum húsum í götunni. Þá
grófst Hlíðarbraut í sundur við
Glerárbrú en bráðarbirgðavið-
gerðum á veginum lauk þó í gær.
Vatnselgurinn fór að sjatna undir
morguninn og hættu menn þá
störfum á Akureyri.
Stuttu síðar féllu svo aurskrið-
ur á útihús og íbúðarhús á bænum
Grænuhlíð í Eyjafjarðarsveit. Þar
drápust á annan tug kálfa þegar
annað útihúsið féll saman. Björg-
unarsveitin Dalbjörg var þar að
störfum fram eftir degi í gær
ásamt bændum í sveitinni.
Að sögn Ragnars Jónssonar hjá
Dalbjörgu voru á bilinu 20 til 25
menn frá björgunarsveitinni send-
ir í Grænuhlíð til að aðstoða við að
bjarga því sem bjargað varð. „Við
erum búnir að vera með dráttar-
vélar og það kom verktaki með
traktorsgröfu og vörubíl. Svo
mætti jarðýta og hjólaskófla síð-
degis til að ná aurnum frá húsinu
og veita honum eitthvað annað.
Það er búið að hreinsa innan úr
húsinu og bjarga því sem bjargað
verður. Við ákváðum að hætta
undir kvöld þar sem það var komið
myrkur og það sást ekkert upp í
hlíðina.“
Ragnar segir að fólk hafi komið
víðs vegar að úr sveitinni til þess
að hjálpa til í Grænuhlíð. „Þessu
var bara skipt á vaktir. Konurnar
komu með fiskisúpu handa mann-
skapnum og þetta leystist með því
að allir hjálpuðust að.“
Undir hádegisbilið í gær brast
síðan efri stíflan í Djúpadalsá og
tók Eyjarfjarðarbraut vestri í
sundur. Búist er við því að við-
gerðir taki nokkra daga. Verulegt
tjón varð á virkjuninni. Einn bíll
varð þar innlyksa og var einn
maður í honum ásamt hundi.
Honum tókst að bjarga sér og
hundinum með undraverðrum
hætti úr ólgandi fljótinu og slapp í
land ómeiddur.
Aurskriður og flóð í
Eyjafjarðarsveit
Gífurlegur vatnselgur olli miklu tjóni á Akureyri og víðar í Eyjarfjarðarsveit í
fyrrinótt og fram eftir gærdeginum. Vatn flæddi inn í íbúðarhús, vegir fóru í
sundur, aurskriður féllu á sveitarbæ og stífla í Djúpadalsá brast.
„Það fóru hérna tvö útihús og 15
til 16 kálfar eru dauðir. Eldra
húsið hrundi ofan á kálfana og
suma þeirra þurfti maður bara að
skjóta þar sem hausarnir stóðu
einir undan þakinu. Það var ekk-
ert annað hægt að gera en að lóga
þeim,“ segir Óskar Kristjánsson
bóndi í Grænuhlíð.
Hann slapp ómeiddur ásamt
konu sinni og barni með því að
keyra á dráttarvél yfir aurskrið-
una og komast í öruggt skjól á
bænum Hrísum. Óskar segir
skriðuna hafi valdið honum gíf-
urlegu tjóni. „Það er ægilegt verk
sem er hérna fyrir höndum. Þetta
er mikið áfall.“ Hátt á fjórða tug
manna frá nærliggjandi bæjum
og björgunarsveitinni Dalbjörgu
komu Óskari til hjálpar í gær við
að moka frá bænum og hreinsa
íbúðarhúsið. Meðal annars var
farið með haugsugu inn í húsið til
að ná mesta aurnum af gólfinu.
Síðan lögðust allir á eitt við að
skafa af gólfinu með gúmmísköf-
um. Að endingu voru settir blás-
arar inn í húsið til að reyna að
þurrka það.
Aðspurður segist Óskar alveg
eins búast við fleiri skriðum
þegar líður á vikuna, en aftaka-
veðri er spáð á laugardag. „Það
má auðvtiað guð einn vita. Ef
hann kemur með aðra svona rign-
ingu þá náttúrulega veit maður
aldrei hvað getur skeð.“
Fjölskyldan slapp á dráttarvél
Ey
ja
fja
rð
ar
áAkureyri
Grænahlíð
Möðruvellir
Hrafnagil
Djúpadals-
vikjun