Fréttablaðið - 21.12.2006, Page 45
Laufey Klementína Ingólfsdótt-
ir hannar og saumar föt eftir
óskum viðskiptavina.
Laufey sérhæfir sig í þægilegum
fatnaði sem bæði hefur klassískt
og frumlegt yfirbragð. Hver ein-
asta flík sem hún sendir frá sér er
einstök og algjörlega gerð af
henni.
Laufey er tiltölulega ný á tísku-
senunni og hingað til hafa við-
skiptavinirnir verið úr innsta
hring. „Þetta byrjaði með vinum
mínum og kunningjum en svo hafa
aðrir frétt af mér gegnum þá og
þær flíkur sem ég hef hannað,“
segir Klementína. „Þetta er allt í
startholunum enda ekki um stór-
viðskipti að ræða enn þá.“
Hægt er að setja sig í samband
við Laufeyju í síma 661-0759 eða í
gegnum tölvupóst á klementinan@
hotmail.com. Myndir og nánari
upplýsingar er einnig að finna á
www.hugmot.is/klementinan.
Hver flík
einstök
Fatalína Gwen Stefani undir
áhrifum frá glæponamynd.
Söngkonan Gwen Stefani hefur
viðurkennt að kvenfatalína sem
hún markaðssetti nýlega, sé undir
sterkum áhrifum af klæðaburði
leikkonunnar Michelle Pfeiffer í
hlutverki mafíudúkkunnar Elviru
Hancock, úr kvikmyndinni Scar-
face.
Sjálf hefur söngkonan mætt við
opinberar athafnir íklædd fötum
sem þykja óneitanlega draga dám
af búningum Elviru auk þess að
skarta svipaðri hárgreiðslu og
hún, með sítt aflitað hár og pönnu-
topp.
Skiptar skoðanir eru á ágæti
fatalínunnar og hafa sumir lýst
áhyggjum yfir því að Stefani skuli
leita í smiðju einnar ofbeldis-
fyllstu kvikmyndar sem framleidd
hefur verið, þar sem fyrirmyndin
sjálf er dofinn kókaínneytandi,
sem virðist haldin sjálfstortíming-
arhvöt.
Hvað sem því líður er ljóst að
Stefani ræðst ekki á garðinn þar
sem hann er lægstur þar sem
sjálfur Giorgio Armani hannaði
fötin í Scarface, sem ruddi meðal
annars brautina fyrir velgengni
hans og hafði áhrif á tísku síns
tíma.
Þess má geta að Armani hefur
sjálfur viðurkennt að hafa fengið
hugmyndir að fötunum í Scarface
úr kvikmyndaheiminum, svo Stef-
ani verður líklegast seint sökuð
um beinan hugmyndastuld.
Scarface er áhrifavaldur í tísku
oyster perpetual
datejust
www.rolex.com