Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 62
8 Uppruni þeirrar hefðar Vesturlanda- búa að skreyta grenitré á jólunum er nokkuð á reiki. Ýmsir telja að hefðin sé komin frá norrænum heiðingjum, samanber ask Yggdrasils. Rómverj- ar skreyttu líka hús sín með greni í kringum áramót. Jólatré nútím- ans kom þó fram í Þýskalandi og nágrannalöndum á 17. öld. Skreytt tré tengdust líka ákveðnum hefðum víða í Evrópa og Lettar stæra sig af því að í höfuðborg Lettlands, Ríga, var þegar farið að setja upp skreytt nýárstré árið 1510. Í byrjun 19. aldar voru skreytt jólatré orðin að fastri hefð í hluta Rínarlanda og sú hefð varð síðan að tískufyrirbrigði hjá hefðarfólki, bæði í Rússlandi, Prússlandi og seinna í Bretlandi. Um 1850 má hins vegar segja að jólatrén hafi fyrst slegið almenni- lega í gegn, þá sérstaklega í Banda- ríkjunum. Bandaríkjamenn eiga það líka til að ýkja hluti all veru- lega upp og þar er jólatréð engin undantekning. Þar í landi er mikil hefð fyrir því að skreyta jólatré og helst að hafa þau eins stór og hægt er. Margar borgir þar í landi vilja líka eigna sér heiðurinn af fyrsta eiginlega jólatrénu og þá aðallega í fylkjum Nýja-Englands. Víða eru haldnar hátíðir í tengsl- um við ákveðin bæjarjólatré, líkt og þegar ljósin eru tendruð á Austur- velli ár hvert. Það jólatré er gjöf frá Ósló en Norðmenn gefa fleiri borgum jólatré. Þeir gefa til dæmis Lundúnaborg sitt jólatré sem sett er upp á Trafalgar-torgi. Newcastle fær einnig sitt jólatré frá Noregi, nánar tiltekið frá Björgvin. Ástæðan fyrir því að við skreyt- um grenitré en ekki einhverja aðra trjátegund er þó líklegast einfaldari en margan grunar. Flestir telja að ástæðan liggi í þeirri einföldu stað- reynd að grenitré eru græn á þess- um tíma ársins á meðan lauftré eru í vetrardvala. Jólatréshefðin hefur þó breyst mikið í markaðshyggj- unni undanfarin ár. Alls konar jóla- tré eru nú fáanleg og í fyrra voru meira að segja tré á hvolfi vinsæl. Sögðu kaupmenn að ein af ástæð- unum fyrir vinsældunum væri sú að þannig væri hægt að koma stærri jólagjöfum fyrir. Jólatrés- hefðin er hins vegar skemmtileg og alveg einstaklega sjarmerandi og á örugglega eftir að haldast lengi. (Heimildir: Vísindavefurinn og Wikipedia) - sha Heimur og saga jólatrésins Jólatré eru ekki bara jólatré eins og allir ættu reyndar að vita. Hjá Blómavali, einni stærstu jólatréssölu landsins, eru þrjár tegundir til sölu, þar af tvær frá Íslandi en hin er frá Dan- mörku. Dönsku trén eru lang vinsælust en það er hinn þekkti Normannsþinur en um 80 til 90 prósent af seldum trjám hjá Blómavali eru af þeirri gerð, að sögn Bjarna Ásgeirsson- ar, yfirmanns jólatréssölunnar hjá Blómavali. „Ætli Normannsþinurinn sé ekki vinsæl- astur af því hann er barrheldinn og þekkt- ur að gæðum,“ útskýrir Bjarni. „Stafafura og rauðgreni eru síðan hin íslensku jólatré sem til sölu eru en framboðið af þeim er því miður ekki nógu mikið ennþá.“ Bjarni telur hins vegar að framboðið eigi eftir að aukast á næstu árum. Hin íslensku jólatré gætu því tekið við af þeim dönsku ef fram heldur sem horfir. Íslensku jólatrén sækja í sig veðrið Gervijólatré eru til af ýmsum stærðum og gerð- um. Hjá Garðheimum er hægt að finna mikið úrval en Emil Húni Bjarnason, sölumaður þar á bæ, segir vissara að velja gæði fram yfir verð. „Fólk vill fá gott tré sem endist í nokkur ár og þau mega heldur ekki vera of plastpokaleg,“ útskýrir Emil. Fólk er því hvatt til þess að skoða tré á nokkrum stöðum áður en það ákveður sig. Trén eru öll mismunandi að gæðum og ef fólk ætlar að fá sér tré sem það hyggst nota aftur og aftur er betra að vanda valið. Gervitré eru líka tré { íslensk jól } Skreytum hús með greinum grænum Nú þegar aðeins örfáir dagar eru til jóla eru margir farnir að huga að jólatrénu sem prýða á stofuna um hátíðarnar. Flestir halda í hefðir þegar kemur að vali á þessum góða heimilisgesti og velja þá trjátegund sem er í mestu uppáhaldi. Hins vegar er ekki úr vegi að kynna fyrir lesendum heim jólatrjánna, sögu þeirra og uppruna. Kannski verður það til þess að einhverjir taki upp nýja hefð þetta árið og fái sér splunkunýjan grænan gest í jólastofuna þetta árið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.