Fréttablaðið - 21.12.2006, Side 70

Fréttablaðið - 21.12.2006, Side 70
Undir vinalegri súð í Þingholtunum situr Þór- halla Guðnadóttir og býr til listmuni úr gleri, silfurþræði og grjóti. Hún er kölluð Halla. Slípivél og lóðbolti eru verkfær- in sem hún notar við iðju sína en vakandi hugur og virkar hendur stjórna. Halla kveðst hafa lært aðferð- ina við glerið í félagsmiðstöð eldri borgara á Vita- torgi og lýkur miklu lofsorði á kennarana þar. „Það eru frábærir kennarar á Vitatorgi. Ég byrjaði á að læra bókband, svo fór ég í glerið. Það eru svona fimm ár síðan,“ rifjar hún upp. Halla vill greinilega vera sjálfbjarga í sinni list- sköpun því hún keypti sér fljótlega græjur til gleriðj- unnar og bjó til nýtt snið af englum og tínir sjálf steina í englahöfuð og aðra muni. Suma þeirra sækir hún vestur á Djúpalónssand. Sömuleiðis handgerir hún umbúðir utan um hvern hlut áður en hún lætur hann frá sér. Býr til öskjur og umslög úr pappa og klæðir með marglitum pappír sem hún ýmist málar eða „marmorerar“ í bókbandinu. Vasaspegla gerir hún með íslenskum jurtum á baki og saumar fína poka utanum þá sem lokast með frönskum rennilás. Allt einkar haganlegt. Spurð hvar hún selji þessa muni sína svarar hún brosandi. „Það eru engir sölustaðir. Þetta fréttist manna á milli en mest er til gjafa og gert mér til gamans.“ Þórhalla er alin upp að Krossi í Landeyjum og kveðst eiga ljúfar minningar þaðan. En hvað skyldi hún helst hafa haft fyrir stafni um dagana? „Ég hef nú fengist við sitt af hverju, eins og títt er um konur úr sveit sem ekki gátu farið í skóla. Reyndar komst ég í handíðaskólann þegar ég var nítján ára og lærði svo- lítið í myndlist. Það hefur notast mér við ýmislegt sem ég hef gert og verið góð undirstaða.“ Byrjaði í bókbandi og gekk svo glerinu á hönd 2495- GÓLFLAMPI Litir: Gylltur og kopar VIÐ FELLSMÚLA GÓLFLAMPAR 3995- GÓLFLAMPI, TVÖFALDUR Litir: Kopar, gylltur og stál
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.