Fréttablaðið - 21.12.2006, Qupperneq 81
Sjúkraliðabraut Fjölbrautaskól-
ans í Breiðholti er stærsta sjúkra-
liðabraut landsins en fyrstu
sjúkraliðarnir útskrifuðust frá
skólanum árið 1978. Þar stunda
nú 249 nemendur nám og aldrei
hafa jafn margir útskrifast og
nú, en í dag verða 39 sjúkraliðar
útskrifaðir.
Sjúkraliðabrautin býður upp á
dag- og kvöldskóla svo og sumar-
skóla og gerir það nemendum
kleift að stunda námið á mismun-
andi hraða. Sjúkraliðanámið er
120 einingar sem jafngildir þrem-
ur árum fyrir þá sem ekki eru
með stúdentspróf. Vinnustaða-
nám eru 15 einingar af náminu og
starfsþjálfun 16 vikur. Markmið
náms á sjúkraliðabraut er að
veita nemendum fræðilega og
verklega færni í hjúkrun og
umönnun þannig að viðkomandi
nemandi verði hæfur til að stand-
ast kröfur heilbrigðiskerfisins
hverju sinni.
Námið er jafnframt góð undir-
staða fyrir frekara nám í heil-
brigðistengdum greinum svo sem
hjúkrunarfræði, læknisfræði,
þroskaþjálfun og sjúkraþjálfun
svo eitthvað sé nefnt.
Mikill skortur hefur verið á
sjúkraliðum í heilbrigðiskerfinu
og þeim þarf að fjölga um 50 á ári
til að mæta vaxandi þörf fyrir
stéttina. Síðastliðin tíu ár hafa að
jafnaði um 87 sjúkraliðaleyfi
verið gefin út á ári en þau þyrftu
að vera á bilinu 120-140.
Aldrei fleiri sjúkraliðar útskrifaðir
Kristín Ingólfsdóttir, rektor
Háskóla Íslands, og Ólafur G.
Flóvenz, forstjóri Íslenskra
orkurannsókna (ÍSOR), undirrit-
uðu samstarfssamning sín á milli
á þriðjudaginn. Samningurinn er
til fimm ára og er hann gerður til
að efla samstarf á milli stofnan-
ana því kennsla og rannsóknir
Háskólans tengjast á margan hátt
rannsóknum og verkefnum
Íslenskra orkurannsókna.
Tilgangur samningsins er eink-
um að efla fræðilega og verklega
menntun háskólanema á sviðum
sem samningurinn tekur til, að
auka rannsóknir á sviði náttúru-
fars, orkumála og annarra
auðlindamála og nýta möguleika
til samreksturs tækja.
Aukin sam-
vinna í fimm ár
Ungir jafnaðarmenn á Suðurnesj-
um (Uj-Suð) vilja gjaldfrjálsa
leikskóla fyrir börn námsmanna.
Í tilkynningu frá Uj-Suð segir
að samtökin hvetji bæjarfélögin á
Suðurnesjum til að taka fyrsta
skrefið og fella niður leikskóla-
gjöld á námsmenn því þau sé of
há fyrir fólk sem þarf að treysta
á námslán til að framfleyta sér.
Jafnframt segir í tilkynning-
unni að það sé hagur allra
bæjarfélaganna á Suðurnesjum
að halda því fólki sem er í námi á
svæðinu í stað þess að það flytji á
brott til að sækja nám og komi
ekki aftur.
Leikskóli verði
gjaldfrjáls
Kennarasamband Íslands hefur
ákveðið að senda ekki út jólakort
eins og undanfarin ár en gefa
þess í stað 100 þúsund krónur til
skólastarfs á Barnaspítala
Hringsins sem er í næsta húsi við
skrifstofur Kennarasambandsins.
Eiríkur Jónsson, formaður KÍ,
afhenti gjöfina en Helga Þórðar-
dóttir kennari veitti henni viðtöku
fyrir hönd skóla spítalans.
Barnaspítalinn
fær styrk
SIMPLY CLEVER
GullnaStýrið
Skoda Octavia hefur hlotið
Gullna stýrið, einhver eftir-
sóttustu bílaverðlaun heims.
Au
ka
bú
na
ðu
r á
m
yn
d:
á
lfe
lg
ur
Getum boðið takmarkað magn af Skoda Octavia
og Octavia Combi, vinsælasta bílnum í sínum
stærðarflokki á Íslandi, með sparneytinni
bensínvél á frábæru verði til áramóta.
Komdu og gerðu kaup ársins!
verð áður 2.250.000 kr.
SkodaOctavia
SkodaOctavia Combi
1.990.000 kr.
2.050.000 kr.
verð áður 2.190.000 kr.
Kaup ársins!
Örfáir Skoda Octavia á betra verði til áramóta
HEKLA, Laugavegi 172-174, sími 590 5000
www.hekla.is, hekla@hekla.is