Fréttablaðið - 21.12.2006, Side 81

Fréttablaðið - 21.12.2006, Side 81
Sjúkraliðabraut Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti er stærsta sjúkra- liðabraut landsins en fyrstu sjúkraliðarnir útskrifuðust frá skólanum árið 1978. Þar stunda nú 249 nemendur nám og aldrei hafa jafn margir útskrifast og nú, en í dag verða 39 sjúkraliðar útskrifaðir. Sjúkraliðabrautin býður upp á dag- og kvöldskóla svo og sumar- skóla og gerir það nemendum kleift að stunda námið á mismun- andi hraða. Sjúkraliðanámið er 120 einingar sem jafngildir þrem- ur árum fyrir þá sem ekki eru með stúdentspróf. Vinnustaða- nám eru 15 einingar af náminu og starfsþjálfun 16 vikur. Markmið náms á sjúkraliðabraut er að veita nemendum fræðilega og verklega færni í hjúkrun og umönnun þannig að viðkomandi nemandi verði hæfur til að stand- ast kröfur heilbrigðiskerfisins hverju sinni. Námið er jafnframt góð undir- staða fyrir frekara nám í heil- brigðistengdum greinum svo sem hjúkrunarfræði, læknisfræði, þroskaþjálfun og sjúkraþjálfun svo eitthvað sé nefnt. Mikill skortur hefur verið á sjúkraliðum í heilbrigðiskerfinu og þeim þarf að fjölga um 50 á ári til að mæta vaxandi þörf fyrir stéttina. Síðastliðin tíu ár hafa að jafnaði um 87 sjúkraliðaleyfi verið gefin út á ári en þau þyrftu að vera á bilinu 120-140. Aldrei fleiri sjúkraliðar útskrifaðir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Ólafur G. Flóvenz, forstjóri Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR), undirrit- uðu samstarfssamning sín á milli á þriðjudaginn. Samningurinn er til fimm ára og er hann gerður til að efla samstarf á milli stofnan- ana því kennsla og rannsóknir Háskólans tengjast á margan hátt rannsóknum og verkefnum Íslenskra orkurannsókna. Tilgangur samningsins er eink- um að efla fræðilega og verklega menntun háskólanema á sviðum sem samningurinn tekur til, að auka rannsóknir á sviði náttúru- fars, orkumála og annarra auðlindamála og nýta möguleika til samreksturs tækja. Aukin sam- vinna í fimm ár Ungir jafnaðarmenn á Suðurnesj- um (Uj-Suð) vilja gjaldfrjálsa leikskóla fyrir börn námsmanna. Í tilkynningu frá Uj-Suð segir að samtökin hvetji bæjarfélögin á Suðurnesjum til að taka fyrsta skrefið og fella niður leikskóla- gjöld á námsmenn því þau sé of há fyrir fólk sem þarf að treysta á námslán til að framfleyta sér. Jafnframt segir í tilkynning- unni að það sé hagur allra bæjarfélaganna á Suðurnesjum að halda því fólki sem er í námi á svæðinu í stað þess að það flytji á brott til að sækja nám og komi ekki aftur. Leikskóli verði gjaldfrjáls Kennarasamband Íslands hefur ákveðið að senda ekki út jólakort eins og undanfarin ár en gefa þess í stað 100 þúsund krónur til skólastarfs á Barnaspítala Hringsins sem er í næsta húsi við skrifstofur Kennarasambandsins. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, afhenti gjöfina en Helga Þórðar- dóttir kennari veitti henni viðtöku fyrir hönd skóla spítalans. Barnaspítalinn fær styrk SIMPLY CLEVER GullnaStýrið Skoda Octavia hefur hlotið Gullna stýrið, einhver eftir- sóttustu bílaverðlaun heims. Au ka bú na ðu r á m yn d: á lfe lg ur Getum boðið takmarkað magn af Skoda Octavia og Octavia Combi, vinsælasta bílnum í sínum stærðarflokki á Íslandi, með sparneytinni bensínvél á frábæru verði til áramóta. Komdu og gerðu kaup ársins! verð áður 2.250.000 kr. SkodaOctavia SkodaOctavia Combi 1.990.000 kr. 2.050.000 kr. verð áður 2.190.000 kr. Kaup ársins! Örfáir Skoda Octavia á betra verði til áramóta HEKLA, Laugavegi 172-174, sími 590 5000 www.hekla.is, hekla@hekla.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.