Fréttablaðið - 21.12.2006, Page 104

Fréttablaðið - 21.12.2006, Page 104
Samkvæmt breska götu- blaðinu Daily Mail stendur hjónaband Madonnu og Guy Ritchie á brauðfótum sökum ólíkra skoðana á ættleiðingarmálum þeirra. Madonna lýsti því yfir í frönsku blaði að hún vildi ættleiða að nýju og að þessu sinni stúlkubarn frá Malaví. Mörgum er það enn í fersku minni þegar hjónin ætt- leiddu strákinn Davíð frá sama landi og allt það fjaðrafok sem varð í kringum það mál en popp- drottningin lætur engan bilbug á sér finna heldur vill halda áfram á sömu braut. Faðir Guy, John Richie, sagði í samtali við Daily Mail að mjög erfiðir tímar væru í hjónabandi sonar síns og tengdadóttur. „Davíð er mjög fallegur strákur og Guy er mjög góður við hann,“ sagði John. „Þau eru hins vegar undir miklu álagi vegna allrar þeirrar fjölmiðlaumfjöllunar sem ættleið- ingin fékk en hún olli mikilli spennu í sambandi þeirra,“ bætti John við. Heimildarmenn Daily Mail segja Madonnu ólma í að ætt- leiða aftur en Guy sé á báðum áttum. Hann hafi ekkert á móti því að fá nýjan fjölskyldumeðlim en vill bíða þar til Davíð komi sér vel fyrir í London. Talsmaður National Children‘s Home London Black Families taldi rétt að fjölskyldur biðu í eitt ár eftir fyrstu ættleiðingu en það færi þó eftir aldri barnsins. „Foreldrarnir þurfa að leyfa barninu að aðlag- ast,“ sagði talsmaðurinn í samtali við blaðið. „Þegar hjón eignast barn sjálf er oftast beðið í níu til tíu mánuði ef þau vilja eignast annað,“ bætti hann við. Sögusagnirnar um bresti í hjónabandinu fengu byr undir báða vængi fyrir hálfum mánuði þegar sást til Guy og Madonnu deila hart á veitingastaðnum Cecc- oni. „Guy sakaði eiginkonu sína um að vera ráðrík en Madonna lék sér að matnum sínum,“ sagði einn sjónarvottur. „Það andaði köldu á milli þeirra,“ bætti sjónarvottur- inn við. Daily Mail greinir enn fremur frá því að Guy svíði undan því að eiginkona hans skuli hafa mætt ein í sjónvarpsviðtal til að útskýra afstöðu sína en náinn vinur hjón- anna segir að Guy hafi gjarnan viljað hlustað á sjónarmið allra. „Henni finnst eins og hann styðji ekki við bakið á sér og honum finnst eins og hún sé að fara á bak við hann,“ sagði einn heimildar- maður Daily Mail. Breski sjónvarpsþátturinn Foot- baller´s Wives verður lagaður að bandarískum markaði og mun hefja göngu sína þar í landi á næsta ári ef allt gengur að óskum. Orðrómur er uppi um að Bryan Singer, sem leikstýrði síðast Superman Returns, muni leikstýra fyrstu þáttaröðinni. Footballer´s Wives gekk í fimm ár í Bretlandi við miklar vinsældir. Frumsýndur vestanhafs David Walliams úr Litla Bretlandi er þekktur fyrir að vera við marga konuna kenndur, nú síðast við fyrirsætuna Emily Scott. Því sam- bandi lauk þó þegar Scott flaug til Ástralíu til að heimsækja fjöl- skyldu sína. Eftir að hafa verið í burtu í nokkurn tíma fjaraði sam- bandið út og Walliams er því á lausu á ný. Aftur á lausu Sharon Stone og Christian Slater eru nýjasta parið í Holly- wood. Parið hefur þrjóskast við að gangast við sambandinu, eins og algengt er í stjörnu- heimi, en kunn- ugir segja að Stone ætli að bjóða Slater að verja jólunum með sér. Því hefur þó verið fleygt að hvorki Stone né Slater búist við því að sambandið endist lengi, en séu bæði ánægð með fyrirkomulagið eins og er. Saman um jólin Tónlistarmaðurinn Robbie Willi- ams segist ekki vilja eignast börn því hann myndi ekki þola það ef þau yrðu fyrir sársauka í lífi sínu. Í viðtali við Big Issue-tímaritið sagði hann að sársaukinn sem börnin myndu þurfa að ganga í gegnum einhvern tímann á ævinni vegi of þungt á móti því jákvæða í lífinu. „Ég trúi því ekki að þú full- komnir líf þitt með því að eignast börn,“ sagði Robbie. „Hver er tilgangurinn? Ég get ekki tryggt það að ég muni ekki eignast barn sem þjáist einhvern tímann á ævinni. Ég vil ekki sjá slíkt. Það er of mikið fyrir mig.“ Í viðtalinu gefur Robbie í skyn að hann ætli að taka sér gott frí á næstunni. „Það er ekkert land sem ég vil sigra, enginn leikvangur sem ég vil syngja á og það er engin bíómynd sem ég vil vera í.“ Vill engin börn Söngkonan Björk Guðmundsdóttir er á meðal fjölmargra stórstjarna sem koma fram í nýjasta mynd- bandi U2 við lagið Window in the Skies. Lagið er eitt tveggja nýrra laga á nýrri safnplötu U2 sem kom út á dögunum. Hitt er þeirra útgáfa af The Saints Are Coming sem þeir unnu í samvinnu við rokkarana í Green Day. Myndbandið er þannig upp- byggt að birt eru myndskeið frá hinum ýmsu hljómsveitum og tónlistarmönnum á tónleikum og er látið líta út fyrir að þeir séu að spila og syngja Window in the Skies. Auk Bjarkar koma fram í myndbandinu helstu stjörnur tónlistarsögunnar á borð við Elvis Presley, Bítlana, Frank Sinatra, Jimi Hendrix, Led Zeppelin, Johnny Cash, David Bowie, Bob Marley og Louis Armstrong. Einnig eru þar nýrri listamenn eins og The White Stripes, Mary J. Blige, Kurt Cobain og Beck. Eru meðlimir U2 jafnframt klipptir inn í myndbandið og þeir látnir líta út fyrir að vera á tónleikum að hlusta á lagið og fylgjast með stjörnunum. Kemur þetta allt saman skemmtilega út og hlýtur að vera mikill heiður fyrir Björk sem hitaði upp fyrir U2 með Sykurmolunum á sínum tíma. Björk syngur í nýju myndbandi U2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.