Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2006, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 21.12.2006, Qupperneq 110
Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir Jónas Kristinsson, for- maður KR Sports, útilokaði í sam- tali við Fréttablaðið í gær að hann myndi bjóða sig fram til formanns KSÍ en þar mun Eggert Magnús- son láta af störfum á ársþingi sam- bandsins í febrúar næstkomandi. „Ég hef aldrei íhugað að bjóða mig fram og allar vangaveltur um slíkt eru frá einhverjum öðrum en mér komnar,“ sagði Jónas. Aðeins einn hefur lýst yfir framboði til formanns með form- legum hætti en það er Geir Þorsteinsson, núverandi fram- kvæmdastjóri KSÍ. Hingað til hafa þrír verið orð- aðir við framboð en það eru Gunn- ar Sigurðsson frá Akranesi, Viðar Halldórsson frá Hafnarfirði og alþingismaðurinn Bjarni Benedikts- son. Gunnar hefur áður sagt að hann hafi íhugað vandlega að bjóða sig fram. Í gær sagði hann að hann myndi ekki taka ákvörðun um framboð sitt fyrr en fjórum dögum fyrir þing. Viðar sagði að hann væri enn að skoða sín mál enda væri langt í þingið. Bjarni vildi ekkert útiloka enda hafi hann ekkert velt mögu- legu framboði fyrir sér. Jónas útilokar formannsframboðKnattspyrnudeild ÍR sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna dóms Áfrýjunardómstóls ÍSÍ um að Þór/KA skuli dæmdur 3-0 sigur í leik liðanna um laust sæti í Landsbankadeild kvenna. ÍR vann viðureignir liðanna en samkvæmt þessu mun Þór/KA halda sæti sínu í Landsbankadeild kvenna. „Okkur er með öllu óskiljan- legur þessi gjörningur og allt það ferli sem búið er að taka þrjá mánuði innan dómsstóla íþrótta- hreyfingarinnar í máli þar sem við töldum okkur gera allt rétt samkvæmt lögum og leiðbeining- um frá KSÍ. Við höfum ákveðið að fjalla nánar um þetta mál að loknum jólafríum.“ Undir yfirlýsinguna ritar Páll Þór Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar ÍR. Óskiljanlegur gjörningur Körfuknattleiksdeild KR hefur ákveðið að senda þýska bakvörðinn Peter Heizer til síns heima. Eftir endurkomu Steinars Kaldal, sem lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil en hefur nú tekið þá fram að nýju, sér deildin ekki lengur þörf fyrir Þjóðverj- ann. Heizer skoraði að meðaltali tíu stig í leik fyrir KR sem segir á heimasíðu sinni að Heizer hafi einnig verið orðinn ósáttur við hlutverk sitt hjá liðinu. Hann spilaði aðeins að meðaltali um nítj- án mínútur fyrir KR sem deilir toppsætinu í Iceland-Express deildinni ásamt Skallagrímsmönn- um og Snæfellingum. Sendir Heizer heim til sín Alfreð Gíslason lands- liðsþjálfari valdi í gær 19 manna æfingahóp fyrir heimsmeistara- mótið sem hefst þann 20. janúar næstkomandi. Tveir aðrir leik- menn, Einar Örn Jónsson og Guð- laugur Arnarsson, eru síðan á bið- vakt fyrir utan hópinn og kallað verður á þeirra krafta ef á þarf að halda sökum meiðsla en nokkrir leikmanna liðsins hafa verið að koma til baka síðustu vikur eftir meiðsli. Fjórir markverðir eru í æfingahópnum og Roland Valur Eradze kemur inn í fyrsta skipti síðan Alfreð tók við landsliðinu. „Ég mun aðeins taka þrjá mark- verði á HM og Eradze kemur ekki með til Danmerkur. Við tókum sameiginlega ákvörðun um að hann hvíldi í þeirri ferð. Öxlin er að plaga hann og svo þekki ég styrkleika hans ágætlega. Hreiðar er svo tiltölulega nýkominn til baka og ég vil sjá hvernig standið er á honum úti í Danmörku. Tveir útileikmenn munu einnig sitja heima á meðan liðið verður í Dan- mörku,“ sagði Alfreð. Alexander Peterson er eini leikmaðurinn sem er meiddur á þessari stundu en Alfreð segir að hann sé allur að koma til. „Ég talaði við Alex í morgun og hann býst við að leika á miðviku- daginn og ég er því vongóður um hann. Sverre er kominn á fullt og Sigfús er kominn á fullt sem og Ólafur. Þetta er vonandi allt að smella saman. Ég held að Snorri Steinn sé líka kominn í fínt stand sem og Arnór. Ég er mun bjart- sýnni en ég var fyrir mánuði.“ Alfreð kemur til móts við hóp- inn í Danmörku og aðstoðarmaður hans, Guðmundur Guðmundsson, mun stýra einni æfingu hér heima áður en Alfreð tekur við liðinu, Alfreð ætlar að keyra á þessum æfingahópi allt þar til liðið fer út. Hann segir helsta höfuðverkinn vera hvort leikmenn haldi ekki heilsu, annars sé yfir litlu að kvarta. „Það verða allir að vera upp á sitt besta í Þýskalandi ef við ætlum að ná árangri. Það þýðir ekkert að vera á leiðinni í form,“ sagði Alfreð sem mátti tilkynna 28 leik- menn til notkunar á HM og hann segir fæsta leikmenn á þeim lista ekki hafa hugmynd um að þeir séu á honum. Einar Örn og Guðlaugur vita þó af sinni stöðu og eru með- vitaðir um hana. Þó að undirbúningur landsliðs- ins fyrir HM sé tiltölega stuttur þá er Alfreð samt ánægður með hann. „Ég hef ekki farið sömu leið og Heine Brand, þjálfari Þýska- lands, og kallað liðið saman við hvert einasta tækifæri sem hefur gefist. Það er mikið álag á leik- mönnunum og ég tel það reynast betur til lengdar að leyfa mönnum aðeins að anda annað slagið. Þá koma menn ferskari í undirbún- inginn,“ sagði Alfreð sem mun byggja á þeim grunni sem hann byggði í kringum Svíaleikina. „Það var slæmt að missa Garcia því ég var búinn að gera mér væntingar um að hann myndi nýtast okkur vel. Arnór er aftur á móti að spila vel, sem og Logi. Svo getum við einnig notað Ólaf sem miðjumann á stundum,“ sagði Alfreð sem ætlar ekki að setja stór takmörk strax í upp- hafi. „Við einbeitum okkur fyrst að riðlinum og ætlum ekki að missa okkur í að hugsa um hvað gæti gerst eftir riðlakeppnina. Krafan er að komast upp úr riðlinum. Þar er aðalbaráttan gegn Frökkum og svo er stórhættulegur leikur gegn Úkraínu. Ég ætla ekki að falla í þá gryfju að gera fyrirfram kröfur og væntingar um verðlaunasæti. Ég geri mér samt grein fyrir að það verða gerðar væntingar. Þetta er gott lið og getur náð árangri. Til að árangur náist þá þarf margt að ganga upp. Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik, valdi í gær nítján manna æfingahóp fyrir HM í Þýska- landi en sextán munu komast í lokahópinn. Alfreð ætlar ekki að byggja upp miklar væntingar fyrir mótið og segist einfaldlega hugsa um sitt fyrsta markmið sem sé að komast upp úr riðlinum. Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, viðurkennir að hann bíði spenntur eftir því að mæta Ronaldinho, leikmanni Barcelona, þegar félögin leiða saman hesta sína í 16-liða úrslitum Meistara- deildarinnar. Leikirnir fara fram í lok febrúar og byrjun mars og eru leikirnir sem beðið er með hvað mestri eftirvæntingu í útsláttakeppni deildarinnar. „Ég hef aldrei spilað gegn Ronaldinho áður, fyrir utan í Tsunami-góðgerðarleiknum fyrir nokkrum árum. Augljóslega er ég mikill aðdáandi hans og get ekki beðið eftir því að mæta honum. Það verður frábært fyrir stuðningsmennina að sjá svona leikmann á Anfield en ég vonast til að þeir sjái ekki of mikið af hæfileikum hans, við gerum okkar besta til að halda honum niðri,“ sagði Gerrard. „Fyrir dráttinn held ég að enginn hafi viljað fá Barcelona en síðan við drógumst saman sé ég hversu spennandi þetta verður. Ég trúi því staðfestlega að við getum unnið hvaða lið sem er í tveimur leikjum en það er langt í leikina enn og önnur markmið að hugsa um fyrir þá,“ sagði Gerrard. Bíður spenntur eftir Ronaldinho
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.