Fréttablaðið - 21.12.2006, Síða 114

Fréttablaðið - 21.12.2006, Síða 114
 José Mourinho hefur beðið Everton og Andy Johnson afsökun- ar vegna umdeilds atviks sem átti sér stað í leik Everton og Chelsea um helgina. Johnson féll í teignum og vildi Mourinho meina að um leikaraskap hafi verið að ræða. Gekk hann hart fram og krafðist þess að Johnson yrði spjaldaður. Eftir leikinn sagði Mourinho að Johnson hafi verið að reyna að krækja í vítaspyrnu með leikara- skap og sagði að það hafi verið „dálítið vandræðalegt“. Fannst Everton að vegið væri að heiðri Johnson sem væri óásættanlegt. „Fyrst og fremst vil ég segja að ég ber mikla virðingu fyrir Everton, David Moyes og leikmönnum hans,“ sagði Mourinho í afsökunar- beiðni sinni sem birtist á heima- síðu Chelsea. „Þess vegna nýt ég þess að spila gegn Everton, sér- staklega á Goodison Park þar sem stemningin er mögnuð. Í annan stað sagði ég eftir leik að Andy Johnson væri frábær leik- maður og notaði ég engin neikvæð orð í hans garð. Ólíkt því sem sumir knattspyrnustjórar hafa gert gagn- vart mínum leikmönnum eða þá honum sjálfum og Ronaldo. Ég sagði aldrei að hann hefði svindl- að. Eftir að hafa skoðað leikinn á myndbandi sá ég að dómari leiks- ins stóð sig afar vel og brást rétt við í umræddu atviki. Reyndi Andy Johnson að forð- ast árekstur við markvörð minn? Svo virðist sem að svarið við þeirri spurningu sé jákvætt þannig að Everton, hann sjálfur og knatt- spyrnustjóri hans eigi inni afsökunarbeiðni frá mér.“ Auðmjúkur Mourinho biðst afsökunar Antonio Cassano hefur enn einu sinn valdið uppnámi en að þessu sinni var hann, ásamt Mahamadou Diarra, tekinn út úr leikmannahópi Real Madrid í gærkvöldi. Hann náðist á upptöku kvarta undan Capello í samtali við Diarra. „Ég spila ekki jafn mikið og Emerson. Við erum aldrei í liðinu,“ sagði Diarra við Cassano og Ronaldo en sá síðarnefndi sagði ekki neitt. „Capello notar alltaf sömu leikmennina, það er Ruud van Nistelroy og svo Raúl. Ef Raúl spilar ekki er það David Beck- ham. Eða Ronaldo. Á eftir honum eru svo Robinho og Jose Antonio Reyes,“ sagði Cassano sem var tekinn úr hópnum ásamt Diarra fyrir vikið. Enn einu sinni til vandræða Petr Cech, tékkneski markvörðurinn hjá Chelsea, segir að bati sinn af höfuðkúpubrotinu sem hann varð fyrir í október síðastliðnum sé kraftaverki líkastur. Í fyrstu hafi verið talið útilokað að hann kæmi meira við sögu á tímabilinu en nú lítur út fyrir að hann geti hafið æfingar í næsta mánuði. Hann segir þó að meiðslin hafi verið grafalvarleg. „Það er mikið lán að ég sé hvorki fatlaður né lamaður. Ég tel að það sé jákvæðni minni að þakka. Ég þarf nú að gangast undir skoðun en vonast til að ég verði klár í slaginn í janúar,“ sagði Cech í viðtali við franska útvarpsstöð. Batinn krafta- verki líkastur Suður-Afríkubúinn Ernie Els hefur sett í gang þriggja ára markmið til að skáka Tiger Woods. Woods er langefstur á heimslista kylfinga þar sem Els situr í fimmta sæti.„Ég sé árið 2007 sem byrjun á þriggja ára tímabili þar sem ég ætla að endurskipuleggja allan minn leik. Ég vil fara að vinna stærri titla og láta Tiger vinna fyrir verð- lunafénu sínu,“ sagði Els ákveð- inn en hann er óðum að ná sér eftir erfið hnémeiðsli. „Ég ætla að setja mér þriggja ára markmið til að ná honum og hef fulla trú á því að mér takist það. Ég get virkilega farið að taka framförum núna og einbeitt mér að markmiðum mínum,“ sagði Els. Ætlar að skáka Tiger Woods Skoppa og Skrítla eru komnar á DVD í BT Fræðandi og skemmtilegt leikið efni fyrir yngstu kynslóðina Skoppa og Skrítla er eitthvað sem allir krakkar verða að eiga! Skoppa og Skrítla árita diskinn í BT Kringlunni í dag kl. 15-16.30 og BT Smáralind í dag kl. 17-18.30 2.299
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.