Fréttablaðið - 21.12.2006, Page 115

Fréttablaðið - 21.12.2006, Page 115
 Phoenix bætti í fyrri- nótt félagsmet Suns með því að vinna fimmtánda leikinn í röð í NBA-deildakeppninni. Í þetta sinn varð Toronto Raptors fyrir barð- inu og óhætt að segja að Phoenix hafi hreinlega valtað yfir Kanada- menn en lokatölur voru 115-98. Sem fyrr átti Amare Stoudam- ire stórleik fyrir Phoenix en þrátt fyrir að hafa aðeins spilað í 28 mínútur skoraði hann 28 stig og tók tíu fráköst. Á þeim tíma byggði Phoenix upp risastórt forskot á Toronto. Var leikurinn ef til vill sá besti síðan Stoudamire gekkst undir aðgerð á hné á síðasta tíma- bili. Hann nýtti ellefu af fjórtán skottilraunum sínum utan af velli og nýtti öll sex vítaköstin sín. Með sigrinum, sem var sá fimmtándi í röðinni sem fyrr segir, bætti Phoenix félagsmetið sem var sett árið 1992. Þetta er einnig lengsta sigurhrina liðs í NBA- deildinni síðan Lakers vann nítján leiki í röð vorið 2000. Alls skoruðu sex leikmenn Phoenix meira en tíu stig gegn Toronto en TJ Ford var stigahæst- ur síðarnefnda liðsins með nítján stig. Phoenix Suns bætti félagsmetið Brasilíumaðurinn Ronaldinho hefur verið á ferð og flugi undanfarna daga og náði aðeins einni æfingu fyrir leik Barcelona gegn Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn hefst kl. 21 og er í beinni útsendingu á Sýn. Ronaldinho var staddur í Japan með Börsungum á laugar- dag þegar liðið tapaði fyrir Internacional í úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða. Á mánudag var hann viðstaddur hóf sem FIFA hélt fyrir val sitt á knattspyrnumanni ársins. Hann fékk svo að hvíla sig í gær. Giovanni dos Santos, framherj- inn ungi, gæti komið við sögu í kvöld þar sem hann er kominn með spænskt vegabréf. Ronaldinho náði einni æfingu Louis Saha hefur framlengt samning sinn við Manchester United til ársins 2010 en það var tilkynnt í gær. Saha hefur átt frábæru gengi að fagna hjá United eftir að Ruud van Nistelrooy var seldur til Real Madrid í sumar. Hann kom frá Fulham í janúar árið 2004 en þurfti að bíða í tvö og hálft ár eftir því að ná sér almennilega á strik hjá United. Saha verður 32 ára gamall þegar samningurinn rennur út og bætist hann í hóp Cristiano Ronaldo, Wayne Rooney, Patrice Evra og Nemanja Vidic sem eru allir bundnir langtímasamningum við félagið. Hjá United til ársins 2010 Phil Jackson stóð ráðþrota á hliðarlínunni þegar lærisveinar hans í Los Angeles Lakers lágu í valnum fyrir sínu gamla liði Chicago Bulls í NBA- deildinni í fyrrinótt. Luol Deng var fremstur meðal jafningja hjá Chicago en hann skoraði 23 stig og tók tólf fráköst í 94-89 sigri Bulls. „Þeir héldu áfram að berjast og djöflast í okkur í þessum mikla baráttuleik,“ sagði Jackson sem þurfti að játa sig sigraðan en Kobe Bryant var haldið í nítján stigum eftir að hafa skorað samtals 98 stig í tveimur leikjum þar á undan. „Þeir spiluðu frábæra vörn og hún skipti sköpum fyrir þá. Þeir létu mig hafa mikið fyrir hlutunum, pressuðu mig og stóðu sig vel,“ sagði Bryant en þetta var fimmti sigurleikur Bulls í deildinni í röð. Chicago Bulls skellti Lakers Ein stærstu félagaskipti í NBA-deildinni í körfubolta undan- farin ár fóru fram í gær þegar Allen Iverson batt enda á tíu ára veru sína hjá Philadelphia 76ers og gekk í raðir Denver Nuggets. Í staðinn fyrir einn besta leikmann deildarinnar undanfarin ár fær Philadelphia þá Andre Miller, Joe Smith og tvo valrétti í fyrstu umferð nýliðavalsins á næsta ári. „Ég er mjög ánægður með skipt- in. Leikstíll Denver hentar styrk- leika mínum mjög vel og ég hlakka mikið til að spila með Carmelo, öllum leikmönnum Den- ver og undir stjórn George Karl sem er sannur sigurvegari,“ sagði Iverson í yfirlýsingu en Carmelo Anthony er stigahæsti leikmaður deildarinnar, með 31,6 stig að meðaltali í leik en Iverson er ekki langt á eftir í öðru sætinu með 31,2 stig að meðaltali. Iverson hefur skorað 28,1 stig að meðaltali á sínum ferli en aðeins fjórir leikmenn hafa skipt um lið með hærra meðaltal, Wilt Cham- berlain, Kareem Abdul-Jabbar, Oscar Robertson og Bob McAdoo. Iverson mun spila sinn fyrsta leik fyrir Denver á föstudaginn en Anthony afplánar nú fimmtán leikja bann vegna slagsmála. „Ég held að þeir eigi eftir að verða dýnamískt dúó sem mun koma félaginu upp í nýjar hæðir,“ sagði kampakátur Rex Chapman, varaforseti Denver, en óneitanlega verður spennandi að sjá hvernig tveir stigahæstu menn deildarinnar ná saman. Iverson kominn til Denver
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.